Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Nú er ég kátur!

Mikið rosalega finnst mér þetta fínt... nú þegar mótmælin eru að koma ríkisstjórninni frá, þá eigum við að snúa okkur að þeim sem bera ekki síst ábyrgð á bankahruninu og þeirri stöðu sem almenningur og landið er komið í ... við eigum að þjóðnýta eignir fjárglæframannanna og peninga til að lækka þær skuldir sem þessir sömu menn, útrásarvíkingarnir, hafa sett á okkur, fólkið í landinu... við erum nú að fara að borga þær ógnarskuldir skuldir sem útrásarvíkingarnir hafa sett okkur í... Er ekki allt í lagi að þeir borgi þær skuldir með okkur?

... að hætta að versla í Bónus og verslunum  Baugs er líka stórfín aðferð til að koma höggi á þessa menn...


mbl.is Mótmælt við höfuðstöðvar Baugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný stjórn að fæðast?

Nú er boltinn byrjaður að rúlla... við eigum vonandi eftir að sjá fleiri segja af sér á næstu dögum... en einhvern veginn finnst mér á orðum Ingibjargar núna að þessi stjórn sé að fara frá á allra næstu dögum og það sé sú vinna sem er í gangi núna um helgina... er það þá minnihlutastjórn SF og VG með stuðningi Framsóknar sem er að fæðast... eða??? Efast reyndar um það. Líklega verða óvænt tíðindi áfram í dag og næstu daga...

En fólk er greinilega farið að hugsa til kosninga og næstu útspil eiga eftir að einkennast af því.
.


.
 300px-French_suits.svg


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Afsögn Björgvins kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kviðdómur

... ég spurði kvið minn og maga í dag...

Hvað er það besta sem þú hefur borðað um ævina? ... magi minn svaraði....

Hakkbollurnar konunar þinnar... sem ég fékk í gær á bóndadaginn... það var ólýsanlega gott bragð af þeim... eins og dásemd allra mataruppskrifa heimsins hafi sameinast í þessum bollum. Það var betra eftirbragð af þeim heldur en ég hef nokkrun tíma áður þekkt og hef ég þó borðað Antilópur í Afríku, Kengúrur í Ástralíu, kolrabba í Suðurhöfum og nýveidda lúðu úr Breiðafirði...
En þvílíkt og annað eins eftirbragð af þessum hakkbollum... mjúkt, seiðandi, hlýtt, dásamlegt, yndislegt, glaðlegt, ástríðufullt...

Þvílíkar bollur... ég gef þeim ****** stjörnur af ***** mögulegum... sagði magi minn alsæll... ég held ég þurfi aldrei að borða framar.

Kviðdómurinn hefur lokið störfum.
.

honey-garlic-meatballs1


.


Ævintýrið um Erin

... einu sinni var maður sem hét Erin... hann var ekkert venjulegur maður, enda fannst honum hann vera eitthvað skrítinn sjálfur... öðruvísi en annað fólk...

Honum fannst alltaf að það væri eitthvert dýrslegt eðli í sér... fékk í tíma og ótíma óstjórnlega löngun til að öskra og reka út úr sér tunguna, langaði að éta mann og annan...

Hægt og rólega með aldrinum fór líkami hans að breytast... fyrst varð skinnið fölgrænt, en varð dekkra og dekkra  með árunum og það fór að vaxa á honum hali... tærnar stækkuðu og urðu að klóm... augun urðu rauð og útstæð...

Hann varð að kaupa sér stóran frakka til að skýla sem mest af líkamanum... Keypti sér hatt og sólgleraugu.
Hann forðaðist fólk og hélt sér út af fyrir sig.
.

 96047_1

.

Dag einn þegar hann er í mestu rólegheitum að lesa Sigurð Fáfnisbana upp í sófa, kemur fótbolti með látum í gegnum stofugluggann... Erin ríkur út og sér hvar krakkahópur er í garðinum hjá honum og er í þann veginn að leggja á flótta... hann kallar til þeirra... hver braut rúðuna?

Engin svarar en hann sér að þau stara á hann... ert þetta þú Erin?  vogar Guðjón litli frá Hlöðum sér að segja... jajá... svarar Erin og uppgötvar í leiðinni að hann er bara á nærbuxunum... dökkgrænn líkami hans alsettur hreistri blasti við krökkunum...
En Erin þú ert orðinn dreki... hélt Guðjón litli áfram...

Erin hleypur með látum í inn í hús og finnur í leiðinni hvernig halinn á honum slæst í dyrakamarinn...

Börnin hrúguðust öll að brotnu rúðunni og hrópuðu í hæðnistóni inn um hana...

Erin dreki - Erin dreki - Erin dreki -
.

 green_dragon.jpg.rZd.107849

.


Þegar í harðbakkann slær

Þetta líst mér vel á... áhrifameira en ofbeldi... væri gaman að heyra nokkur þúsund mótmælendur taka undir góðan söng á laugardaginn... það gæti orðið flott... 

... nú eftir síðustu daga, er ég farinn að skilja orðtækið "Þegar í harðbakkann slær"... það er þegar maður verður ofboðslega reiður... grípur með sér harðbakkann úr eldhúsinu og ljósgrænu sósusleifina... skundar á Alþingi og slær í harðbakkann af öllu afli... núna ég er búinn að taka "vopnin" og tilbúinn að skunda... en þegar til kastanna kemur, syng ég kannski bara... "Nú stjórnin er liðin í aldanna skaut og aldrei hún kemur til baka"

.

AAAAAk_uCQYAAAAAAF7PAw

.


mbl.is Syngja mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

 Mývatn-Tvö-Fjöll-a

.


Hvernig er þetta borið fram?

... skrítið hvernig upphæðir geta breyst í höfði manns... ekki er langt síðan að mér fannst 1 milljarður miklir peningar... núna finnst mér 1 milljarður bara smápeningar... væri samt alveg til í að eiga svona smápeninga...

Mér skilst af fréttum að við, Íslendingar skulum núna 2000 milljarða. Ég skil ekki alveg þess tölu, ég skil orðið milljón og allt þar undir miklu betur.

Ég ákvað því að snúna þessum 2000 milljörðum yfir í milljónir svo ég áttaði mig betur á hvað ég skulda mikið ásamt þér, kæri lesandi.

Núllin sem maður notar fyrir aftan eru mörg og geta flækst fyrir svona meðal Bröttum eins og mér.

Svona fór ég að þessu til að átta mig á milljónunum.

     1.000.000.-    =  ein milljón
   10.000.000.-    =  tíu milljónir
 100.000.000.-    =  hundrað milljónir
1000.000.000.-   = þúsund milljónir = einn milljarður

OK, við skuldum 2.000 / Tvöþúsund milljarða. Við margfölum þá 2.000 milljarða með  x 1000.000.000.- milljónum til að fá út hvað við skuldum margar milljónir.

Útkoman er þá þessi : 2.000.000.000.000.- milljónir. En hvernig er þessi tala þá borin fram í milljónum?
Mér vefst tunga um tönn. Er þetta ekki rétt reiknað annars? Blush

.Brattur-Dollar-A


mbl.is Gjaldeyrisforðinn þriðjungur af landsframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlið

Var á ferð í Mývatnssveit í síðustu viku. Veður var sérlega fallegt, sólin að rembast við að komast eins hátt á loft og hún gat á þessum árstíma. Þessi fagra sveit var eins og málverk.

Ég staldraði við þetta hlið og fannst það sem ég sá nokkuð táknrænt. Það var ískalt og snjór yfir öllu, en á lofti í fjarska var þessi fallega birta.

Kallaði þetta í huganum; Hlið framtíðarinnar.

 Hlið-Mývatn-Blogg

.


Súkkulaðiís

United kannski ekki að spila sinn besta leik, en við komum til með að toppa á réttum tíma... fínt að vera í 1.sæti þegar liðið fer í gang... held að það komi ekkert lið til með að hanga í okkur... eigum svo Rio - Rooney og Evra inni... ekki amalegt það... Mér finnst Vidic vera okkar besti maður í vetur... langbesti varnarmaður á Englandi og þó víðar væri leitað.

Hlakka mikið til að sjá næstu leiki þegar við förum að taka liðin 3 til 5 núll.. bara veisla framundan hjá okkur...

Reikna með að Liverpool tapi fyrir Everton á mánudagskvöldið... þá fæ ég mér súkkulaðiís

.

Carlos Tevez and Andy O'Brien

.

  1. Man.Utd.     
  2. Liverpool    
  3. Chelsea      
  4. Aston Villa  
  5. Arsenal      .
.
ICECREAM-774327

.


mbl.is Manchester United í toppsætið - Lampard bjargaði Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf að kaupa ýmislegt í dag

... ég er á leið í Húsasmiðjuna... er með minnislista...

1 stk. Látúnshálsgjörð - Hef alltaf langað að eiga slíka eins og Snati
1 stk. Húfur - Gott að hafa mikið í húfi
3 stk. Hófar - Geyma þá á besta stað svo ekki þurfi að leita hófanna
1 stk. Afslapp - Gott að smeygja sér í mjúkt afslapp að loknum erfiðum vinnudegi
10 Metra haldreipi - Fyrir öryggistilfinninguna
1 stk. Langatöng - Til að klippa í sundur víra sem eru langt frá manni
1 stk. Ruggustólpípu - Æfa sig í ruggustólnum að verða gamall með góða pípu
1 stk. Létt-Þungavigt - Kemur manni í gott skap þegar maður stígur á hana, því hún segir ósatt
1 stk. Sólaruppkoma - Hengja fyrir utan svefnherbergisgluggan og láta hana vingsast þar alla morgna
1 stk. Kát dýna - Dýna sem kitlar mann og lætur mann hlægja endalaust, líka að fréttunum
2 kg. Skammdeig - Æðislegt brauð í skammdeginu... gott með smjöri og súrkáli
1 stk. Greiðsludreifingu - Hárið hættir að standa svona mikið út í loftið á morgnana með Remington greiðsludreifingu.
1 stk. Afsláttur - Góður í bílinn til að slá af hraðanum ef maður stígur of fast á bensíngjöfina
1 stk. Smuga - Veit ekki hvað ég ætla að gera með hana

1 litla byltingu - Bara ef til kastanna kemur

.

 super_mario_revolution

.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband