Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Góður

... þetta er það sem okkur hefur vantað hingað til, markvörður sem tekur 15-20 bolta í leik... liðið sem heild hefur spilað rosalega vel og þegar markvarslan er svona góð, þá stöðvar ekkert þessa stráka...

Gaman að lesa þessa frétt og sjá hvað mamma hans hefur haft mikla trú á drengnum. Mér finnst oft í dag ef að börn eru kraftmikil og fyrirferðamikil, þá vill "kerfið" bara nota róandi á þau til að allir verði eins og meðfærilegri... ég hef séð börn sem eru hress og skemmtileg, en aðeins of hress fyrir skólana að þá eru þau allt í einu orðin vandamál... í staðinn fyrir að virkja kraftinn í þeim á jákvæðan hátt.
Að styðja við bakið á börnum og láta þau finna að það sé til fólk sem hefur trú á þeim getur skipt öllu máli.

Björgvin markvörður er skemmtilegur og hress og hefur keppnisskapið í lagi... það geislar af honum leikgleðin og við sem horfum á hrífumst af honum...

Hvernig sem leikurinn fer á morgun, þá er víst að það verða margir sigurvegarar sem koma heim með verðlaun frá þessum Ólympíuleikum... Björgvin Páll Gústavsson er einn af þeim.

.

winner1

.

 


mbl.is Handboltinn bjargaði honum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíbb

... Óli Stef. er engum líkur... Bíbb... viðtalið við hann var óborganlegt...

Og í dag leit hann beint í sjónvarpsvélina og sagði... "horfið þið bara á mig og reynið að sjá hvað ég er að hugsa"...

Ég er viss um að álfar fara snemma á fætur á sunnudaginn... og í morgunmat verður eflaust hákarl og brennivín...

Ég ætla á fætur líka... en hvort ég íhugi að ganga í Búddaklaustur verður að koma í ljós... kannski öll íslenska þjóðin fylgi bara Óla og strákunum eftir og gangi í heilu lagi í Búddaklaustur?

Já, núna er maður eiginlega til í hvað sem er... Bíbb.

.

buddah

.

 


mbl.is Af álfum og hákarli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brattur-Verönd

... úff, nú var ég feginn... ég las fyrst... "Veröld kaupir Bratt"... mér dauðbrá, ég verð að segja það... enda er ég ekki til sölu...

... en þetta gefur mér hugmynd að nýju fyrirtæki sem ég geng með í maganum... sem kviknaði við komment hjá góðum vini mínum honum SandhólaPétri í síðustu færslu sjá hér...

... ég er sem sagt að fara að stofna fyrirtæki sem á að heita Brattur-Verönd.

Starfssemin gengur út á það að semja sögur eða ljóð fyrir fólk sem vill  gefa öðurvísi afmælisgjafir.

Þið bloggvinir og aðrir sem hingað rekið inn nefið, getið pantað hjá mér sögu eða ljóð til að gefa við ýmiss tækifæri. Þið sendið mér bara nafn viðkomandi og um hvað sagan á að vera í grófum dráttum.

Síðan fáið þið söguna útprentaða með viðeigandi mynd eins og ég hef verið að gera hérna á síðunni minni og allt innrammað.

En þróunarvinna er í gangi í með útfærsluna á þessu.

Er þetta ekki bara brilljant hugmynd?

.

bs00554_

.

 


mbl.is Veröld kaupir Bjart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingi sjóræningi

... hann hafði aldrei hugsað sér það þegar hann var lítill að verða sjóræningi... hann hét að vísu Ingi og var Þormóðsson...

... hann var bara eins og hin börnin, var þó frekar í góða og duglega hópnum og fékk alltaf góðar einkunnir... hann var engin slúbert... en það var hinsvegar Albert góður vinur hans... flestir reiknuðu með að Ingi yrði tannlæknir eða trompetleikari... hann var í lúðrasveitinni í skólanum... og spilaði meiri að segja sóló þegar lúðrasveitinn tók gamla Bítlalagði, Taste of Honey... ógleymanlega... hann var með fima fingur og langa... kannski var það merki um það að hann yrði sjóræningi... fingralangur... en það gat engin séð fyrir...

Albert slúbert stefndi hinsvegar beint í ræsið, það var alveg ljóst frá því að hann var 4  ára... þá tók hann hveitipoka sem hann fann í búrinu heima og dreifði um alla stofu þegar von var á gestum... og ekki nóg með það, hann sprautaði úr remúlaðiflösku yfir allt sjónvarpið...

En allt er í heiminum hverfullt og allt er breytingum undirorpið... og ekkert er öruggt... það er víst... Albert slúbert fór í menntaskóla og háskóla og gerðist síðan fréttamaður hjá Bændablaðinu... hann giftist henni Söru Talmann og lýkur hér með kafla hans í sögunni...

.

 49155PaperPirateHat

.

Ingi sjóræningi fór ungur á flakk um heiminn... vildi finna köllun sína í lífinu... hann fór til Asíu og gerðist hrísgrjónabóndi, hann fór til Ástralíu og vann á Kengúrubúi, hann fór til Argentínu og sló í gegn í leikhúsi í leikritinu Tangó, Tangó... hann var í Hollywood um tíma og lék þar í bíómyndinni... Why are you here?... og var við það að slá í gegn... en hann nennti ekki að verða frægur... keypti sér hraðbát og sólgleraugu sem Elton John hafði átt... hann fékk vin sinn, Dan Afterpal Tempelton í lið með sér... þeir sigldu um suðurhöfin og rændu ferðamenn... og gáfu fátækum megnið af peningunum og glingrinu sem þeir rændu... Ingi sjóræningi var hamingjusamur maður...

...  á kvöldin sat hann oft á þaki bátsins og horfði á tunglið speglast í sjónum... trompetinn var aldrei langt undan...

... brosandi mávarnir svifu í loftinu innan um tónana frá Taste of Honey....

 

.

Trumpet

.


Arg...

... rosalegt að ná ekki að jafna... leikurinn var allan tímann erfiður... Kóreumenn mjög grimmir í vörninni, en plötuðu dómarana líka með leikaraskap og voru alltaf í gólfinu við minnstu snertingu...

Íslendingar hinsvegar sýndu karakter og áttu skilið að jafna, en svo fór sem fór...

Held við tökum Danina á laugardaginn... og nú fer ég bara að leggja mig aftur... svolítið spældur, en þetta er ekki búið... langt, langt í frá... íslenska liðið er mjög gott.

.

arg

.


mbl.is Ísland tapaði með einu marki fyrir Suður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vakna snemma!

... við eigum að leika við Dani á laugardaginn... ef að satt reynist að margir leikmenn þeirra séu meiddir, þá eigum við góða möguleika...  það er svo svakalega gaman að vinna Dani í handbolta... og alltaf erum við að hefna fyrir fótboltaleikinn 14:2 sem ég fjallaði um hér á síðunni í síðustu færslu...

held að leikurinn í fyrramálið við S-Kóreu verði strembinn... en ætli við tökum þetta samt ekki með 5 mörkum eða svo...

... ég er ákveðin í því að vakna í fyrramálið, hita mitt morgunte og æpa mig hásan... og gera bara svo eins og Lýður í Lottóinu... leggja mig svo aftur... vonandi með bros á vör... í náttfötunum...

.

 1185_plaid

.


mbl.is Meiðsli í herbúðum danska landsliðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

14:2

... þessa tölu þekkja margir íþróttaunnendur og ekki af góðu...

Ísland tapaði fyrir Dönum í fótbolta á Idrætsparken í Kaupmannahöfn, 23. ágúst 1968 ef ég man rétt... nú eru 40 ár liðin frá þessum merka atburði...

Árið 1968 átti ég svona forláta segulbandsdæki og tók upp lög úr útvarpi og íþróttaviðburði... ég á enn einhverstaðar í fórum mínum upptöku af þessum leik...

Sigurður Sigurðsson íþróttafréttamaður lýsti síðari hálfleik, en það var algengt á þessum árum að lýsa bara seinni hálfleik í útvarpi.

Ég man eina og eina ódauðlega setningu úr lýsingunni... s.s.

"Komið þið sæl, það er ekki gaman að vera Íslendingur á Idrætsparken í dag, staðan í hálfleik er 6-0"

Síðan hélt markaregnið áfram. Danir komust í 8-0 en þá gerðist svolítið óvænt!

.

 Alid1967-0300

.

Sigurður Sigurðsson hefur orðið;

"Og... og... Hermann Gunnarsson skorar, það átti engin von á þessu, síst af öllu danski markvörðurinn"

Og litlu síðar skorar Helgi Númason... "og sannar þar með tilverurétt sinn í íslenska landsliðinu"... eins og Sigurður sagði í snjallri lýsingu sinni.

Í sjálfu sér var fínt að skora 2 mörk á útivelli á móti Dönum... en miklar væntingar voru á Íslandi fyrir leikinn um góð úrslit... en að fá á sig 14 mörk... var nokkuð sem enginn reiknaði með, í fótbolta.

Þetta var afmælisleikur hjá Dönum. Blöðrum sleppt upp í loftið sem táknuðu sigra, jafntefli  og töp Dana í gegnum tíðina. Mikið húllumhæ á leiknum... en ábyggilega ekki gaman að vera Íslendingur á Idrætsparken 23. ágúst 1968.

.

CATA03SL

.


Horfa og njóta

... sá ekki leikinn, en hlustaði á í útvarpi... þvílíkur sigur...

... heyrði viðtal við Óla Stef. rétt áðan, þar sem hann notaði orð eins og búst... fókus... trikk og að kötta sekúndurnar... sem eru víst 3600 í hverjum leik...

... horfa og njóta sagði Óli að væri lykilatriði... er það ekki bara málið...

.

 

.handbolti


mbl.is Ísland fór hamförum gegn Þjóðverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Köngulær

... ég var að fúaverja... sullaði aðeins á handlegginn á mér og eiginlega langaði að fúaverja sjálfan mig allan... ansi góður litur... og svo kem ég til með að endast lengur... fúna ekki alveg strax svona hnotubrúnn...

En ég lenti strax í vandræðum með eitt... og það voru köngulær... það voru tveir vefir á pallinum og tvær föngulegar köngulær... einhvern tíman var ég hræddur við köngulær, en ekki lengur, nú voru þær hræddar við mig... og þar sem ég vil nú ekkert kvikt deyða... (nema urriða einstaka sinnum) reyndi eftir bestu getu að losa annan vefinn og færa hann á betri stað... en þar sem ég er nú ekkert rosalega fingrafimur, þá var ég fljótlega flækur í vefnum og hann kominn í loðna klessu...

Hefur ykkur tekist að færa svona köngulóarvef?

Önnur köngulóin var lítli og gulleit... litlar köngulær eru hættulegri en þær stærri, hugsaði ég, svarta ekkjan... hún er pínulítil og hún drepur... þessi litla gula sem ég sá gat heitið... gula morðkvendið... ég varð að fara varlega... ég náði mér í lítinn kassa undan saum... læddist að morðingjanum og færði brún kassans alveg að henni... þá kom kötturinn og át hana...

.

wolf_spider

.

... það gekk betur að bjarga þeirri seinni og svo bar ég eina hrossaflugu út af pallinum... settist síðan á stól drakk teið mitt og horfið á veröndina sem beið eftir að ég vökvaði þurra húð hennar....

... kötturinn settist við hliðina á mér... og malaði af ánægju...


Bloggið

... nú er ég í sumarfríi og nýt þess að sofa út á hverjum morgni... vera latur og gera ekki mikið... kann bara ágætlega við það...

... var að hugsa um bloggið og hvað ég væri að skrifa þessa dagana... hef tekið törn í því að blogga við fréttir síðustu daga, en það hef ég nánast ekkert gert hingað til... er svo sem ekkert sérlega ánægður með þá þróun... finnst ég ekki góður í því... finnst það eiginlega ekkert gaman...

... finnst lang skemmtilegast þegar mér tekst vel til með smásögur, instant sögurnar mínar... langaði einhvern tíman að verða rithöfundur, en myndi aldrei nenna að skrifa langa sögu... smásögur eru mínar ær og kýr... ætli ég haldi mig ekki bara mest við gamla stílinn og skrifi bara litlar sögur og ljóð framvegis, og örugglega eitthvað um Man. United... og einstaka skemmtilega frétt... veit ekki...

.... stundum þegar ég hef sett inn sögu, sem ég er ánægður með... eins og þessa hér... reikna ég með að fá 1000 komment og öllum finnist sagan algjört æði... en ég veit að það gerist ekki, hehe... en oft fæ ég hrós frá fáum en góðum bloggvinum og það er mér mikils virði... og heldur mér gangandi í þessu...

.

fairytalesH

.

... en bloggheimurinn er magnaður og fjölbreyttur og gaman að sjá hvað fólk er að hugsa og pæla... margir eru beinskeyttir og láta málefni líðandi stundar sig varða, vekja mann til umhugsunar, aðrir eru hjálpsamir og vekja athygli á þeim sem eiga um sárt að binda... hef kynnst góðu fólki og skemmtilegu
svo góðu og þroskuðu fólki að ég á stundum ekki orð... fólk sem bætir mann á allan hátt...

... og batnandi manni er best að lifa... og gott ef ég er ekki aðeins að skána..


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband