Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Kraftaverk

... ég er búinn að vera með ofboðslega mikinn kraftaverk í upphandleggsvöðvunum upp á síðkastið...

... ég er búinn að vera að lyfta nýúthlutuðum lóðum... 

Ef þið sjáið pervisinn mann á gangi, þá hefur hann ekki fengið lóð.

 

.

 strong

.


Snigillinn

Einu sinni var flygill

uppi á honum var snigill

þá kom þar að íslenskur hani

en það var hans ljóti vani

að borða litla snigla

og ost sem var að mygla

og drekka glas af víni

með stóru ljótu svíni

þessa nótt þeir drukku

rauðvín úr sultukrukku

og gleymdu að éta snigil

sem spilaði á flygil

.

 snail

.


Tilkall

Það eru til margar gerðir af körlum (köllum)

Trillukall
Prestakall
Pezkall
Spýtukall
Bræðurnir Tíkall og Túkall
Þú sund kall
Sápugerðakall
Heilaskurðlækningakall
Tilkall

Vinur minn er mjög loðinn á bringunni... hann segir gjarnan... "við þessir loðnu sjómenn"...

Samt er hann ekki loðnukall. Ó, hvað lífið getur verið flókið á stundum.

.

 OCH074

.

 


Við Kleifarhorn

Gerði einu sinni ljóðabálk um æskuvin minn og ævintýri okkar
þegar við vorum strákar. Við brölluðum margt en eitt af því sem okkur
þótti skemmtilegast að gera, var að veiða silung.
Hér kemur fyrsti kaflinn i þessum bálki.

Við Kleifarhorn.

Það er júní
Það er nótt

vakna klukkan fjögur
klæða sig í skyndi

fram í þvottahúsi
bíður veiðistöngin
klár í slaginn
stinga sér í strigaskó
hnýta reimar
rjúka út

hnusa út í loftið
veiðilykt í andvaranum

þú vinur minn
tilbúinn við hliðið
eins og um var samið
ekkert talað
báðir æstir
báðir ungir

hjólað á fullu
út í Kleifarhorn
hlaupið
á fjörusteinum
út að Klettunum

háflæði
sjórinn útblásinn
eins og ófrísk kona;
fullur af lífi

og við báðir
þráðum að kasta út
finna silunginn
taka blinkið
kippa í
sveigja stöng
strekkja línu

sjá' ann stökkva
draga að landi
blóðga
rautt kalt blóð
litar hendur
ilmar betur
en nokkur rós

og við svo sælir
og við svo ungir
og við


svo miklir veiðimenn

.

 800px-Midnight_Sun_in_Itivdleq_fjord

.

 


Sagan af Vantvið bónda

... einu sinni var kotbóndi sem hét Vantvið... hann átti heima á bæ sem hét Síða... alltaf var mikið rusl og skítur í kringum bæinn og útihúsin... bændurnir í sveitinni kölluðu bæinn aldrei annað en ForSíðu...

Vantvið bóndi var eitt sinn að ná í naut upp í hólf... nautinu skyldi slátra þá um kvöldið... vildi þá ekki betur til en að nautið stangaði kallinn í hausinn svo karlskarfurinn steinrotaðist...

.

 CHINA-bull

.

Kerlingin hans, hún Vantfríður kemur að honum stuttu síðar og bregður illilega, því hún heldur að Vantvið sé dauður... hann lá við skurðbakka, með gapandi munn og steingrá augun horfðu til himins... það vildi svo heppilega til að hún var með gemsann sinn á sér og hringdi strax í dýralækninn...

Vantausti, (en svo hét dýralæknirinn) Vantrausti... æpti kerlingin í gemsann... ég held að hann Vantvið sé dauður...

Hvað segirðu Vantfríður mín, er hann Vantvið dáinn? Já, kjökraði kerlinginn; hann hreyfir hvorki legg né lið og horfir upp í himininn... það er eins og hann sjái Guð sjálfan... það er eins og hann brosi...

OK sagði Vantrausti dýralæknir þá; náðu í fötu af vatni og skvettu framan í karlgarminn og sjáðu hvað gerist...

.

 3403_farmer_strw_hat_520

.

En við sem bíðum spennt eftir sögulokum fáum aldrei að vita hvað gerðist, því hann Vantrausti dýralæknir sagði mér þessa sögu... eftir að hann bað Vantfríði að sækja vatnið, þá heyrði hann aldrei í henni framar...

Eina sem hann heyrði í gemsanum eftir það var...

...númerið sem þú hringdir í er utan þjónustusvæðis...eða allar rásir uppteknar...

Við verðum bara að horfa út um gluggann í kvöld og spyrja stilltan vorhimininn;

Er hann Vantvið látinn?


Allt í móðu

Ég velti stundum vöngum á sunnudögum. Byrja um leið og ég vakna og velti vöngunum um allt hús.
Vangarnir hafa mjög gott af því... verða rjóðir og útiteknir, þrátt fyrir að fara ekki út úr húsi. Svo verða gólfin svo skínandi hrein og gljáandi á eftir. Endilega prufið að velta vöngum.

En heilinn er ekki vaknaður ennþá og minnið sefur vært við hlið hans.

Ég læt því nægja að birta hér vísu eftir M.Hannesson, sem útskýrir
ástandið á mér.

Með stírur í augum ég sit
sötra morgunteið mitt góða
hvar er nú mitt mikla vit?
milli eyrnanna bara móða.

.

050215thebox

.

Stundum þarf maður að hoppa upp úr hulstrinu og horfa á heiminn með öðrum augum.

 


Með hverju skoraði Ronaldo?

Manchester United vann frækinn sigur á West Ham í dag, 4-1. Ronaldo skoraði 2 mörk, annað glæsilegt en hitt sérlega frumlegt. 

... Ronaldo er fjölhæfur... hælspyrnur, skallamörk, mörk af löngu færi, mörk af stuttu færi... en skoraði hann ekki seinna markið sitt í dag frá miðjunni... hmm... ekki miðjunni á vellinum, heldur annarri miðju... hmm... ja, þið skiljið hvað ég er að fara...

... markið var náttúrulega löglegt, þrátt fyrir það en vita siðlaust...

.

PRO_445382_CristianoRonaldoLachen

.


Nú verður það létt!

... nei, nú held ég að Man. United taki West Ham örugglega... spái 4-0 í dag... það kemur að því að svona grýla verði kveðin niður... en það má þó búast við skjálfta í mönnun svona fyrstu 2 mínúturnar eða svo... en Ferguson hefur oft verið í nákvæmlega svona stöðu og veit hvað til þarf til að berja menn áfram... held að United byrji með stórsókn og að fyrsta markið verði skorað á 9 mínútu... þá verður pressan farin og menn spila af hjartans lyst og með mikilli leikgleði...

.

 3364950

.


mbl.is Tekst West Ham að leggja United í fjórða leiknum í röð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veikindi leikara

... ég veit að alþjóð bíður eftir framhaldi leikritsins "Suðupotturinn", ég verð því miður að tilkynna að það eru veikindi í röðum leikara og ekki hægt að sýna framhaldið fyrr en flensan er á bak og burt...

Ég get þó sagt ykkur í óspurðum fréttum að ég er að fara til útlanda eftir rúma viku. Fór og fékk sprautu við barnaveiki í gær... er búinn að vera svolítið skrítinn síðan... svo var önnur sprauta við mænuveiki... nú mæni ég bara út í loftið... og tala barnamál...

... en verð nú að drífa mig í matinn... það er Gerber í kvöldmatinn...

.

 1a

.

 

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband