Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Styttist í sögulokin!

... sagan af Sigfríði frænda er alveg að klárast og verður birt mjög fljótlega, fyrir kl. 20:00 í kvöld... ég bið lesendur forláts á seinkuninni...  því ég veit að margir bíða spenntir...

Ef einhver hefur ekki lesið fyrrihlutann, þá er hann hérna 3 færslum aftar eða svo....

waitingWithBeards

 

.


Look busy

... jæja... eitthvað hef ég verið latur að skrifa... nenni ekki að klára söguna um Sigfríður frænda og endurnar... en lofa sjálfum mér því að klára hana um helgina... maður getur ekki haldið lesanda sínum, Gunnari Helga, í spennitreyju öllu lengur...

.

 spennitreyja_1643106740

.

Það kannast allir við það að þeir verða sérlega duglegir þegar yfirmaðurinn mætir á svæðið...

Kardínálarnir spurðu Páfann... hvað eigum við eiginlega að gera ef Jesús kemur hingað til okkar?

Look busy... svaraði Páfinn að bragði...

.

 CGs13798

.

 


Mamma Gára

... áður en ég segi ykkur lesendur góðir sögulokin í "Sögunni um frændann sem átti endurnar", þá verð ég eiginlega að ykkur aðeins frá henni Gáru, mömmu þeirra Gísla, Eiríks og Helga...

Við heyrðum smávegis af henni í sögunni þar sem hún sat við andavatnið og heklaði... en hún Gára hafði nú ekki alltaf verið svona róleg í tíðinni...

.

cartoon%20of%20lady%20raking%20leaves

.

Hún var nefnilega mikill fjörkálfur og íþróttagarpur... hennar mesta yndi var að stökkva yfir hænsnakofann ... á hrífu... hún hafði beðið kallinn sinn, hann Anda að smíða handa sér hrífu með mjög löngu skafti.. Andi var drykkfeldur og uppnefndur Vín-Andi af sveitungum sínum... verður ekki meira sagt frá honum í þessari frásögn, nema þá hann skjögri óvænt inn í söguna...

.

 oldmanfall

.

En snúum okkur nú aftur að mömmu Gáru; hrífustökk yfir hænsnakofann var það alskemmtilegasta sem hún gerði...

... hún fór úr stígvélunum og lét þau standa á grasbalanum þeim megin við hænsnakofann sem hún ætlaði að lenda... síðan trítlaði hún berfætt að þeim stað þar sem hrífan lá....

.

 mud_boots___farmers_market__columbus_

.

... Gára greip um hrífuna þar sem teinarnir voru með hægri hendi, þá vinstri setti hún á hrífuskaftið...

 ... hrafn sat á bæjarburstinni og fylgdist grannt með... endurnar voru allar komnar upp á bakkann og biðu spenntar... hænurnar voru í einu hóp skammt frá kofanum... hundurinn Hálfviti ranghvolfdi í sér augunum og rak út úr sér tunguna...

Gára litla horfði á kofann og svo rann á hana æði... hún hljóp öskrandi að hænsnakofanum, stakk hrífuskaftinu í túnið og sveif í fögrum boga upp í loftið... og yfir kofann...

og viti menn hún lenti ofan í stígvélunum... áhorf-endurnar hreinlega trylltust... hænurnar hlupu upp á fjóshauginn, hrafninn hoppaði og skríkti og það leið yfir hundinn Hálfvita...

.

loserdog2

.

... þessa íþrótt stundaði Gára í mörg sumur... en svo kom að því að "Stóri óhappadagurinn" rann upp...
Ef þú segir við Sigfríður frænda, eða Gísla, Eirík, Helga og Kút... munið þið eftir "stóra óhappadeginum"?

... þá fölna þeir upp, líta til himins og signa sig... já, sko þeir muna sko vel eftir "Stóra óhappadeginum"

Í næsta kafla segir annað hvort frá "Stóra óhappadeginum" eða þá sögulokin um hann Sigfríður frænda...

... framhald...


Sagan af frændanum sem átti endurnar

... bakka bróðir, bakka bróðir... sagði Gísli við Eirík..

... Helgi horfði á þá bræður glíma við hjólbörurnar... þar sem þeir voru að reyna að bakka hjólbörunum inn í kartöflugeymsluna... hjólbörurnar voru tómar og engar kartöflur voru inn í geymslunni... Droplaug, elsta beljan á bænum hristi hausinn. Hvað voru þeir að hugsa kjánaprikin núna? Það er margt skrýtið í kýrhausnum, en þetta... úpps...

Lítil tjörn var við hliðina á geymslunni... hún var spegilslétt, engin bára, en Gára mamma þeirra sat á við bakkann og heklaði... endur syntu á tjörninni og skemmtu sér vel...

.

redhead_duck022804-45

.

Helgi var ákveðinn í að ná einni þeirra og fá sér Pekingönd um helgina...  en hann vissi að Sigfríður frændi yrði alveg brjálaður ef hann gerði það... Sigfríður frændi átti þessar endur, þær voru bara í pössun hjá bræðrunum...

 ... fjallið fyrir ofan bæinn þeirra var heilagt fjall, sem Helgi átti... fjallið Helga...

... Gísli og Eiríkur máttu ekki ganga á fjallið... en þeir máttu horfa á bróður sinn ganga á fjallið...

... það fannst þeim ekkert gaman... þeir vildu heldur fara inn og spila Lúdó....

Skemmtilegast fannst þeim bræðum þó að spila norskt rommý...

.

 frenchcards

.

Einu sinni, snemma í desember þegar tunglið óð í skýjunum, skafrenningurinn æddi yfir hjarnið og það ýlfraði í öllum gluggum... fór rafmagnið af... þeir bræður voru ekki undir þetta búnir... niður í kjallara var olíulampi, en engin þeirra þorði að fara niður og ná í hann... þeir ákváðu þá að draga spil... en til að sjá spilin urðu þeir að ganga út að glugganum og láta tunglið lýsa upp spilin...
sá sem fengi lægsta spilið, myndi fara niður...

Eiríkur dró fyrstur... tígulníuna...Helgi dró... laufa sjöuna... Eiríkur fagnaði, yeeeeeeeeeeesssssssss... Þá var röðin komin að Gísla, hann þuklaði öll spilin og dró... þá lýsti upp himininn, elding blossaði... bræðurnir hrukku allir í Kút (sem var í færslunni hérna á undan) tunglið hvarf í skýin, niðamyrkur...

.

moon2

svo kom þessi rosalega þruma... og hurðin niður í kjallara hrökk upp með ískri... það brakaði í tröppunum þegar einhver gekk upp... Eiríkur tók í höndina á Helga og Gísli í höndina á Kút, sem var þarna ennþá... tennurnar glömruðu svo hátt í félögunum að veiki fóturinn hrökk undan eldhúsborðinu... einhver var kominn inn til þeirra... þungur andardráttur í nánd og svakaleg lykt fyllti herbergið...

... þá allt í einu kviknaði ljósið, rafmagnið var komið aftur... Gísli, Eiríkur, Helgi og Kútur... göptu af undrun... hver stóð þarna fyrir framan þá; engin annar en... Sigfríður frændi! og hvað var hann eiginlega með í hendinni?

... framhald...


Hvað heiti ég?

 color%20goofy

.

Hvað haldið þið að ég heiti?

Vísbending... ég á það til að bregða fólki... og þá...

Ég hjálpa litlum börnum í sundi...

Ég hef geymt mergjaðan drykk...

 

 

 


Hákarlinn

... það er kannski ekki margt sem ég óttast... en ég viðurkenni þó að ég er skíthræddur við hákarla... 

 .

 boat%20too%20small

.


Babb

... einu sinni var skip á veiðum... þetta var lítið skip... kallað trillubátur...

... um borð voru fjórir karla... þeir voru á handfæraveiðum...

.

fosh-fishing-boat-small

.

... sá fyrsti sem dró fisk, kallaði; það er kominn þorskur í bátinn...

... sá næsti horfði á fiskinn sinn og kallaði; það er komin ýsa í bátinn...

... þriðji, talsvert nefmæltur; það er kominn steinbítur í bátinn...

... fjórði, kallaður Óli Búll hrópaði; það er komið Babb í bátinn...

.

 fish_trois_quart.jpg151E4220-F73E-043F-F242D7D027402A49.jpgLarge

.

... félagarnir snéru sér við... og það var ekki um að villast... það var komið
rosalegt Babb í bátinn... váááááá...

Svo settust þeir allir niður og tóku upp nestið sitt, kaffi, smurt brauð með eggi og lummur og horfðu á Babbið allan kaffitímann...


Vinnuvikan að byrja

... vinnuvikan framundan...

... mörg krefjandi verkefni bíða okkar...

...munum bara eftir að nota tímann með okkar nánustu vel... við eigum aldrei nóg af honum...

.

 loveh015

 .

Þótt tímarnir litist ei ljósir,
Vort líf eignast minning hvern dag.

(Einar Benediktsson)


Að bera sig

... ég las um það á netinu um daginn að einhver manneskja í útlöndum hefði verið að bera sig...

... ég reyndi í morgun að bera mig úr stofunni og fram í eldhús...

... og viti menn, það tókst... en það var erfitt... mæli ekki með að fólk reyni þetta heima hjá sér...

... ég er enn með smá verk í bakinu eftir átökin....

.

46838_large

.


Buskinn

... við hlupum saman eitthvert út í buskann... svona byrjar saga sem á eftir að skrifa...

...hver hefur ekki farið út í buskann, eða langar a.m.k. að skreppa þangað einn daginn...

En hvar er hann, Buskinn... og hvernig lítur hann út... eru tré þar...

...eða er þetta auðn...???

Það eru svo margir sem hafa farið þangað, held ég... hvernig var?...  eða hefur enginn komist þaðan lifandi?

.

 JACK_GICLEE

.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband