Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Fílhraustir drengir.

Jæja, þá er maður kominn heim úr fyrstu veiðiferð sumarsins, allur lurkum laminn og rauðari en karfi í framan af sól og birtu. Veiðin var góð, veðrið var gott og félagsskapurinn frábær... er hægt að biðja um það mikið betra? Mér finnst nöfnin á veiðistöðunum í þessari perlu, Laxá í Laxárdal mjög skemmtileg mörg.Sem dæmi; Jóelsbakkar, Bárnavík, Hjallsendabakki, Húsapollar, Djúpidráttur. Þetta síðasttalda hefur olli mönnum sérstökum heilabrotum og verið snúið út úr því nafni á ýmsa vegu, m.a. þýtt yfir á ensku, en við látum það nú eiga sig hér.

Það var svolítið skemmtilegt að á undan okkur var "stelpuholl" þ.e. bara konur með allar stangirnar í ánni. Mér skilst að það hafi verið mikið fjör. M.a. voru þær með "Happy hour" þar sem þær hittust allar á ákveðnum tímum og skáluðu við árbakann... og ég sem hélt að þessi á væri bara fyrir fílhrausta drengi...

En ég held ég sé að verða búinn með textann að "Fílhraustir drengir" og læt hann koma hér. Vonandi ekki langt í upptöku á því.

Fílhraustir drengir.

Fólk heldur það sé frí
að vera í veiði.
En það sem veiðum við
Eru engin seiði.
Við veiðum
laxa og silunga, risastóra.
Í einni ferðinni
fékk hollið þrjátíu og fjóra.

"Því það er hörkupuð
og mikið flugnasuð
að vaða út í stríða stengi
og ekki nema fyrir
fílhrausta drengi".

Á morgnanna við vöknum
alltaf klukkan sex.
Og fáum okkur graut
og súkkulaðikex.
Í nesti við tökum
með okkur lager,
kassa af bjór
og kannski flösku
af Jäger.

Kátir eins og
dvergarnir sjö
við trítlum niður að á.
Með stöng og flugubox
og litla raka tá.
Flugunum köstum fimlega
út í strauminn.
Í dag ætlum við að láta
rætast drauminn.


"Því það er hörkupuð
og mikið flugnasuð
að vaða út í stríða stengi
og ekki nema fyrir
fílhrausta drengi". 

 

 


Hálf broslegt.

Mér finnst þetta nú hálfbroslegt. Það að selja vörur undir kostnaðarverði er ekkert nýtt af nálinni hjá markaðsráðandi fyrirtæki, en það er jú meint brot MS núna. Markaðsráðandi fyrirtæki sem heitir Bónus hefur stundað þetta  (sbr. verðstríði fræga, mjólkurlítrinn seldur á 1 kr. sannarlega undir kostnaðarverði!) og Samkeppnisstofnun hefur ekki lyft litla fingri vegna þessa. Mér skilst að þeir (Samkeppnisstofnun) þori ekki í það hreyfa við þeim gula, því þeir gætu átt á hættu að stofnunin yrði lögð niður... slíkt er vald þess gula orðið.
mbl.is Húsleit í húsakynnum MS, Auðhumlu og Osta- og smjörsölunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er Guð svona helvíti góður?

Af hverju er Guð svona helvíti góður við mig?

Ég er hálf trúlaus eins og ég segi stundum, en samt er eins og lánið leiki alltaf við mig. Ég blóta, en tel það svo sum ekki neinn löst, blót eru bara orð til að leggja áherslur á mál sitt. Blót er ekki, í mínum augum, neitt til að vanvirða Guð, eða þá sem trúa mjög heitt á hann. Blót eru bara orð.

Ég segi ekki að lífið hafi verið eitt rósabeð hjá mér, en eftir svona helgi sem nú er liðin, þá verð ég að krjúpa á kné (geri það bara í huganum, mér er svo helvíti illi í hnjánum) og þakka fyrir mig.

Ég fór sem sagt út í sveit með litlu kláru konunni minni og þremur litlum stúlkum, barnabörnunum. Pabbi og mamma þeirra fóru í stórborgina að skemmta sér. Sú yngsta er bara eins og hálfs, næsta fyrir ofan er ári eldri og sú elsta 10 ára. Við brölluðum margt saman, smíðuðum brú fyrir lækinn, byrjuðum að hlaða vörðu inn á blettinum (hugsunin er að henda öllu grjóti sem kemur upp úr jörðinni við gróðursetningu í eina vörðu) settum niður nokkrar plöntur og ýmislegt fleira. Ég er reyndar löngu búinn að gleyma hvað þessi litlu kríli þarfnast mikillar athygli og núna á sunnudagskvöldi þegar ég er að skrifa þetta, þá er ég bara gjörsamlega búinnJoyful en glaður yfir því að hafa átt svona skemmtilegar stundir með þessum krílum.

Svo í vikunni framundan, seinnipart fimmtudagsins, fer ég að veiða með félögunum. Stund sem mig dreymdi um í vetur þegar norðanbálið geysaði og snjóélin klóruðu rúðurnar.

Það verður æðislegt. Að vaða út í strauminn, við bakkan syndir óðinshani og  sendir mér kveðju, eftir vatnsfletinum fljúga húsendur í hóp eins og mótórhjólagæjar á hringvegi eitt... kvöldsólin speglast í mjúku vatninu og einhvernveginn renn ég saman við þetta allt og veit ekki hvort ég er vatnið eða sólin eða óðinshaninn við árbakkann.

Er von ég spyrji, hvað hef ég gert til að verðskulda þetta allt?

 

 

 

 

 


Því ertu daufur Kátur?

Picture 351

Því ertu daufur Kátur?
Hvað amar að þér nú?
Mér fannst ég heyra grátur
og hann var ekki í kú
því það varst þú.

 Þetta snilldarverk samdi ég um hann Kát hundinn minn. Kátur er svartur Labradorblendingur sem borðar allt nema plast. Drottningin á heimilinu, hún Emilía ræður og drottnar yfir honum.

Picture 328 

 Þegar Kátur er daufur, þá reyni ég að hressa hann við. Þegar ég er daufur, þá reynir Kátur að hressa mig við. Þegar við erum báðir daufir, þá syngjum við þennan söng saman. Það er ekki fallegur söngur. En svo bráir af okkur þynglyndið og við verðum sprækir á ný. Enda verðum við að standa undir nafni. Kátur & Brattur.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband