Maríus og Bakkus *** framhaldsaga

Einu sinni voru bræður sem hétu Maríus og Bakkus.

Maríus var fyllibytta en Bakkus hafði aldrei bragðað víndropa.

Maríus var alltaf að nudda í Bakkus bróður sínum; komdu nú á djammið kæri bróðir... fáum okkur kollu í kvöld... en Maríus hafði ekki árangur sem erfiði. Bakkus bróðir sagðist ekki vilja drekka.

Það ruglar bara kollinum á manni; svaraði Bakkus og maður gerir ýmislegt sem maður svo drullusér eftir.  Æ...i Bakkus... þú ert svo leiðinlegur... ég meina, kannski ekki leiðinlegur en afskaplega þreytandi; sagði Maríus og var langt frá því ánægður með bróður sinn.

OK sagði þá Bakkus skyndilega... ég skal detta einu sinni í´ða með þér... en bara einu sinni... og mundu það.

Maríus missti andlitið... á dauða sínum átti hann von en ekki þessu... Bakkus, Bakkus... þú þarft ekkert endilega að detta í´ða... ég var nú bara að grínast í þér...

Nei Maríus... nú skulum við koma þessu út úr heiminum. Ég hef bara gott af því að fá mér í glas og finna á mér, þá veit ég betur um hvað ég er að tala.

Maríus sótti flösku af Captain Morgan inn í skáp, klaka og kók; passaði sig á því að hafa blönduna ekki of sterka... hellti í glas og rétti Bakkusi...

Bakkus þambaði niður í hálft glasið... Maríus starði á hann og beið átekta...
.

 2489

.
Framhald.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

bjukku þeir í Maríubakka? hér í hverfinu hjá mér.

Brjánn Guðjónsson, 17.10.2009 kl. 04:07

2 Smámynd: Brattur

Já, akkúrat Brjánn... þú kannast þá við þessa fíra... ?

Brattur, 17.10.2009 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband