Gussi

Gussi var járnsmiđur.  Hann var eiginlega alltaf skítugur en var samt ađ nokkru leiti snyrtipinni.  Ţegar hann kom heim seinnipartinn fór hann strax úr rauđa járnsmiđssamfestingnum og beint í sturtu.  Hann náđi ţó aldrei skítnum almennilega undan nöglunum.  Einnig voru olíu og ryk agnir fastar í andliti hans í stóru svitaholunum.  Ţess vegna leit ekki út fyrir ađ Gussi vćri hreinn ţegar hann steig út úr sturtunni. 

Hann sveipađi ljósbláu handklćđi međ mynd af bleikum pelikana um sig og gekk ađ speglinum.  Honum fannst allt í lagi ađ vera alveg sköllóttur.  Ţađ passađi svo vel viđ hann, járnsmiđinn.  Hann dró inn of stóran magann, horfđi á prófílinn og blikkađi sjálfan sig.  Já, hann var bara nokkuđ sáttur. 

Síđan ţurrkađi hann sér á milli tánna og bar á sig fótakrem.  Náđi í naglaţjöl og reyndi ađ skafa undan nöglunum.  Bar loks húđmjólk á hausinn á sér og andlitiđ.  Síđan klćddi hann sig í svarta skinnbrók og hnýtti á sig sauđskinnsskó.  Greip međ sér mórauđu lopapeysuna og skotthúfuna sem amma Hófa hafđi gefiđ honum ţegar hann varđ fimmtugur. 

Í kvöld var ćfing hjá  ŢJÁMA,;ţjóđdansafélagi járnsmiđa á miđjum aldri.
.

Old%20Couple%20Dancing

.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurđardóttir

Hvar eru ćfingar haldnar?

Hrönn Sigurđardóttir, 10.9.2009 kl. 09:13

2 Smámynd: Brattur

Í félagsheimili ŢJÁMA... ţú bara gúgglar ţađ Hrönn

Brattur, 10.9.2009 kl. 10:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband