Stærðin skiptir máli

Ég komst að því að stærðin skiptir máli. Ég er 183 cm á hæð.

Við vorum að mála gluggana hjá okkur og veggflöt fyrir ofan þá.

Ákváðum að kaupa okkur álstiga til þess að þurfa ekki að leigja stillans og spara með því talsverðan pening.

Ég var mjög glaður þegar ég steig upp í stigann til að máta hvort ég næði ekki alla leið upp á hæsta punkt þar sem þurfti að mála.

En fyrst þurfti að skrapa gömlu lausu málninguna af. Allt gekk mjög vel framan af en svo kom að því að eitthvað óvænt gerðist á þessum góða degi. Ég teigði mig langt í málningu sem ég sá að var laus og reyndi að ná með sköfunni... teigði mig lengra og lengra... en það hefði ekki ég átt að gera. Stiginn féll á hliðina og ég sveif eins og dýfingamaður á Ólympíuleikunum niður í runnann beint fyrir neðan.
Áhorfendur ráku upp (fagnaðar?) óp.

Ég slapp með minniháttar skrámur... en uppgötvaði eftir fallið að stærðin skiptir miklu máli...

Ef ég hefði verið 387 sentimetrar að hæð þá hefði ég ekki þurft að nota stiga og þá hefði ég aldrei dottið.
.

1fair1

.

En heppinn er ég að vera bara 1,83 cm að hæð, því ef ég hefði ekki þurft að kaupa stigann þá væri ég vís með að hafa keypt kassa af bjór fyrir þann pening og því hefði ég hæglega getað orðið fyllibytta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Zgo, ztærðin zkiptir mázke ekki miklu máli, en hún hjálpar heilann heddlíng.

Steingrímur Helgason, 2.7.2009 kl. 00:08

2 Smámynd: Einar Indriðason

En, sko... fyrir peninginn sem hefði sparast ef þið hefðuð ekki keypt stigann... þá hefðuð þið getað keypt ykkur atvinnumálara í hálftíma ... til að skafa...

Hmm... já, ok... ég skal hætta í hagfræðipælingum málningarvinnunnar ... :)

Gott þú meiddist ekki... spurning hvort þú hefðir átt að fjárfesta í stultum, til að ... hmm... já... ná 387 cm hæð sjálfur?  Stigalaus?

Einar Indriðason, 2.7.2009 kl. 12:00

3 Smámynd: Ragnheiður

Það er varla að mar þori hér í karlakommentin sko ! En auðvitað skiptir stærðin máli

Ég er eiginlega glöðust með að þú slappst og lentir ekki á neinum vandræðarunna með þyrnum !

Ragnheiður , 3.7.2009 kl. 13:16

4 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

...gott að þú slappst með skrekkinn!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 5.7.2009 kl. 23:56

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Gott að heyra að þú slappst með minniháttar skrámur Brattur minn. Margur dottið úr minni hæð, en meiðst illa. Hvernig fór annars runninn út úr lendingunni?

Halldór Egill Guðnason, 6.7.2009 kl. 09:13

6 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 11:38

7 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Mikið er ég fegin að þú slappst við ...............  hálsbrot og ég veit ekki hvað og fegnust því að geta lesið bloggin þín áfram. (Alltaf jafn sjálfselsk)

Ertu búinn að fá þér fagmann í verkið? og skila stiganum? og kaupa bjór fyrir endurgreiðsluna? eða fékkstu BARA innleggsnótu í Bykó?

Marta Gunnarsdóttir, 12.7.2009 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband