30 mínútur með mér.

Ég ákvað í gær að fá mér frískt loft. Rak nefið út um dyrnar og sá að það hafði stytt upp. Hlýtt var úti og blankalogn. Ég sleppti því að fara í regngallann eins og ég hafði upphaflega hugsað mér.

Ég gekk niður í fjöru sem er rétt hjá heimili mínu. Gríðarlega falleg klettaströnd sem ég hafði ekki hugmynd um að væri til áður en ég flutti í nágrenni við hana.

Þegar ég kom niður í fjöru sjá ég fyrst stóran loðinn kött sem lá í makindum í klettahlíð. Hann reis upp þegar hann varð mín var og við horfðumst í augu. Ég var nokkuð viss á að þarna var pabbi kettlingana kominn. Hann var nauðalíkur einum þeirra, eða einn þeirra honum. Virðulegur og fallegur köttur með stríðnisglampa í grænum augum.
.

 PartyCat2

.

Ég hélt áfram að kletti sem skagaði fram í sjóinn. Klifraði upp hann og settist á fremstu snös.
Stelkur kom fljúgandi. Ég hugsaði að hann væri alveg með það á hreinu hvert hann væri að fara þessi. Vængirnir báru hann ákveðið eftir haffletinum og hann stefndi upp í land.

Þá kom ég auga á skarf á smá skeri. Skarfurinn sá var að reyna að þurrka vængina í gríð og erg.
Utar á flóanum var líklega himbrimi. Var ekki með sjónauka en sé skrattakollinn vel frá mér (en aldrei að mér, eins og kunningjarnir segja).
Æðarkolla kom syndandi meðfram klettaströndinni og fjórir unga henni við hlið. Gaman að sjá hvernig fjölskyldan féll vel að þara og grjóti sem varði hana fyrir ránfuglum.
Nokkra skothvelli heyrði ég af og til. Leiðinda hávaði sem truflaði þessa helgu stund.

Allt í einu opnaðist himinninn og þvílík rigning, þvílík demba. Minnti mig á Demja Demja fótboltamanninn sem við Sir Alex keyptum fyrir nokkrum árum. Einu mistökin sem ég man eftir að við höfum gert á ferlinum, félagarnir.
.

 SuperStock_1538R-49951

.

Ég fikraði mig niður eftir blautum klettinum og hálf hljóp heim.
Leit við og sá að skarfurinn var búinn að leggja vængina niður. Hann hafði gefist upp.

Þessar 30 mínútur sem ég átti þarna með sjálfum mér voru bara miklu viðburðaríkari en ég hafði reiknað með áður en ég lagði af stað.

Kom heim með hreina sál... en blautur að utan og skítugur.

Þetta var mjög skemmtileg, stutt ferð með sjálfum mér.
Þið ættuð bara að prufa að vera með mér þegar ég er einn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég kem með næst :)

Óskar Þorkelsson, 18.6.2009 kl. 12:03

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Löngum hef ég velt vöngum yfir einu, sem þú skilur mázke.

Verða karlmenn þungaðir af ófrízku lofti ?

Steingrímur Helgason, 18.6.2009 kl. 14:45

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég væri til í að vera með næst!

Hrönn Sigurðardóttir, 18.6.2009 kl. 20:39

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

gekk eitt sinn meðfram ströndinni, frá Kveldúlfsgötu og út að sundlauginni. það var gaman. sá samt enga fugla þá. reyndar var komið vel fram í júlí ef ég man rétt.

Brjánn Guðjónsson, 18.6.2009 kl. 22:42

5 Smámynd: Brattur

Takk fyrir innlitið öll...  held við verðum ekki þungaðir af ófrísku lofti Steingrímur en kannski þungir ef við borðum of mikið af því...

Brjánn maður þarf ekki alltaf að leita langt yfir skammt til að finna ævintýrin...

Brattur, 19.6.2009 kl. 01:01

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

rétt Brattur. ævintýrin eru allt um kring en aðallega innra með okkur

Brjánn Guðjónsson, 19.6.2009 kl. 01:21

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

í gönguferðinni um árið þurfti ég að valsa gegn um einhvern garð (eða garða). hafi það verið þinn garður biðst ég fyrigefningar á því.

Brjánn Guðjónsson, 19.6.2009 kl. 01:24

8 Smámynd: Brattur

... þér er fyrirgefið Brjánn... vonandi smakkaðir þú á rabarbara í leiðinni...

Brattur, 19.6.2009 kl. 07:42

9 Smámynd: Einar Indriðason

:-)

Ég skal koma með næst, þegar þú verður einn á ferðinni .... :-)

Einar Indriðason, 19.6.2009 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband