Allt á fullu

Já ég er búinn að setja niður gulrætur og náttúrulega kartöflur. Það verður því gulrótarterta á borðum mínum í haust að sjálfsögðu.

Lager ísskápurinn er líka orðinn troðfullur af sultu. Ég verð þó að viðurkenna að ég kom ekki mikið nálægt sultugerðinni en ég ætla að koma töluvert við sögu að borða rabarbarasultuna með lambalæri og pönnukökum á næstunni.

Svo er spurning hvort maður fari ekki út í frekari ræktun?  Stækka matjurtareitinn og setja kraft í framleiðsluna.

Nágranninn er lögga svo allt verður nú þetta að vera lögum samkvæmt.
.

loggunmerki

.

Þið tókuð eftir því að ég talaði um "Lager ísskápinn"... jú sko sá gamli var ekki alveg að gera sig, hillurnar í hurðinni löngu horfnar svo það var keyptur nýr ísskápur... en þeim gamla var ekki hent. Hann er nú bara fram í þvottahúsi og tekur umframbirgðir sem kunna að myndast... og getur geymt hugsanlega matjurtir í framtíðinni... ég er tilbúinn í slaginn þarf bara að skipta um kennitölu... kannski sel ég svo löggunni smávegis á svörtu...

Mig langar að helst að rækta sætar kartöflur... ég er orðinn leiður á þessum ljótu...
.

 2049-tb-sweet_potato

.


mbl.is Matjurtafræ seldist upp og sendingar beðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband