Sundlaugarvörðurinn.

Einu sinni var maður sem var sundlaugarvörður. Hann var piparsveinn.

Hann var alls ekki ófríður en var heldur ekki fríður... hann var svona millifríður...

Hann kunni björgunarsund, baksund, skriðsund, bringusund, flugsund, kafsund og hundasund.
Hann vissi allt um vatn, af hverju það var blautt og af hverju maður gat ekki andað í kafi.

Hann hafði lengi langað til að kynnast góðri konu sem kynni að baka vöfflur.

Það gekk hinsvegar illa hjá honum.  Í þau fáu skipti sem hann náði að spjalla við konur í einrúmi og talið barst að atvinnu hans, sagði hann sem var að hann væri sundlaugarvörður, þá hlupu þær í burtu.

Nú voru dýr ráð ekki nothæf.  Hvað átti hann til bragðs að taka?

Hann ákvað að nota svokallaða hvíta lygi... segja ekki beint hvað hann gerði en svona næstum því.

Hann var því vel undirbúinn þegar að kona nokkur spurði hann; hvað gerir þú Páll?

Ég, ég er vatnsmælir, svaraði Palli sundlaugarvörður að bragði.

Nokkrum mánuðum síðar var Páll kominn í hjónaband. Hann var hamingjusamur upp frá því.

En  þó bar einn skugga á.  Konan hans kunni ekki að baka vöfflur.
.

 BR4201

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband