Sigmundur Davíð rotaður!

Þetta yrðu náttúrulega draumaúrslit ef að kosningarnar færu eins og þessi könnun sýnir.

Hefði reyndar viljað sjá Sjálfstæðisflokkinn undir 20% fylgi, þó er enn von.

Sigmundur Davíð formaður Framsóknarflokksins hefur verið að reyna að henda inn kosningabombu, fyrst í gærkvöldi og svo aftur í umræðuþáttum á RUV og Stöð 2 í kvöld.

Ástþór Magnússon kom skemmtilega á óvart á RUV og hreinlega rotaði Sigmund Davíð með því að benda á tengsl Framsóknarflokksins við Eglu hf. sem nú hefur beðið um greiðslustöðvun. Egla er  aðallega eigu Ólafs Ólafssonar sem lengi hefur tengst Framsóknarflokknum. Ástþór sagði  að það hefðu verið hæg heimatökin fyrir formann Framsóknarflokksins að nálgast viðkvæmar upplýsingar í stjórnkerfinu  í gegnum Eglu málið.

Sigmundur Davíð teygði sig greinilega of langt í sókninni og gaf höggstað á sér.

En frábær þáttur á RUV og gaman að sjá svona rothögg!
.

boxing

.

 


mbl.is Samfylkingin enn stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála þér , Sigmundur var sleginn rothöggi.

Óskar Þorkelsson, 24.4.2009 kl. 23:13

2 identicon

Ég skil ekki þetta með rothögg....??? Ég heyrði ekki betur en Steingrímur neitar inni haldi á skýrlsu sem hann hefur ekki lesið...???? hver rotaði hvern og Hver er munurinn á VG og SF ég gat ekki séð neinn flöt hjá þeim og mér fannst Bjarni Benediktsson standa sig einna best.... því segi ég X við D og rothoggið er ekkert nema vindhöggggg..... í minum huga. 

Pétur Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 23:30

3 Smámynd: Brattur

Það mátti vart á milli sjá hvor var lélegri Bjarni Ben. eða Sigmundur Davíð... það er eins og að Bjarni sé alltaf í fýlu... að setja X við D er eins og að slá sjálfan sig á kjammann...

Brattur, 24.4.2009 kl. 23:57

4 identicon

Það er rétt, steinrotaði hann. Virðingar vert af Ástþóri að taka af skarið og lækka í honum rostann, auðvaldsdindlinum.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 03:31

5 identicon

Þetta svokallaða rothögg ykkar var reyndar vindhögg frá manni sem flestir líta á sem kjána (þorpsfíflið) - gaf Sigmundi færi á að benda á endurnýjunina í flokknum sem hann komst nokkuð vel frá.  En þið vinstri mussurnar megið auðvitað horfa á þennan þátt með ykkar sótrauðu gleraugum - við hin sáum að Bjarni, Sigmundur og Þór stóðu sig best.  Meira að segja yfirkomminn lenti í vandræðum með a verja leyndarhjúpinn í kringum skýrsluna sem hann er núna búinn að viðurkenna að sé í ráðuneytinu en hann hafi þó ekki séð (trúverðugt?) - það var eina raunverulega rothöggið í þessum þætti!

Þórólfur (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 09:26

6 identicon

Ekkert smá rothögg - flottur sigur Framsóknar en Vinstri vitleysingarnir eru núna grenjandi yfir tapi síðustu daga - geta þakkað Kolbrúnu það (hún opnaði óvart munninn fyrir kosningar). Og glæsilegur árangur Borgarahreyfingarinnar.

Þórólfur (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband