Þegar Neville er tilbúinn...

Þetta er gott að heyra. Gary vinur minn Neville kominn í gang og er tilbúinn í lokaslaginn... þá fær ekkert stöðvað United... veit að andstæðingarnir titra nú af hræðslu...

Ég spilaði einu sinni fótbolta (lygilegt en satt) og var þá einmitt hægri bakvörður eins og Neville. Ég hef því haldið í laumi upp á Gary Neville í allmörg ár. Maðurinn er náttúrulega snillingur og í mínum huga betri fótboltamaður heldur en t.d. Steven Gerrard hjá Liverpool...

En ég er líka alveg að verða tilbúinn í lokaslaginn. Er að jafna mig á smá tognun í litlaputta. Er hjá sjúkraþjálfara og sýni framfarir dag frá degi.

Alex býst við að ég komi við sögu í næstu leikjum.
.

neville_280x390_458696a

.

Sé alltaf eftir Phil bróður sem fór til Everton. 

 


mbl.is Neville tilbúinn í lokaslaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heheheheh, þetta er nú bara nokkuð fyndið!

Jón Haukur Hafstað (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 20:08

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Brattur, þú ert gamansamur. Gerrard er á heimsmælikvarða. Neville er svona meira á alþjóðlegum kvarða. Ekki hægt að bera saman Ferrari (Gerrard) og Skoda (Neville). En sagan er góð engu að síður eins og sagt er gjarnan um skröksögur :)

Góðar stundir.

Púllari.

Guðmundur St Ragnarsson, 31.3.2009 kl. 20:34

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

ManU eiga eftir erfiða leiki, td gegn Arsenal sem yfirleitt tekur þá í bakaríið - "takes them to the bakery", eins og Guðjón Þórðarson sagði við bresku fréttamennina.

Baldur Hermannsson, 31.3.2009 kl. 20:52

4 Smámynd: Brattur

Það er kannski erfitt að setja mælistiku á getu en við getum samt prufað í þessu dæmi;

Steven Gerrad hefur aldrei orðið Englansmeistari.

Gary Neville hefur orðið Englandsmeistari ca. 8 sinnum...

Þarf nokkuð að segja meira???

Brattur, 31.3.2009 kl. 21:53

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Fáránleg röksemd. Gary Neville leikur í liði sem verið hefur mun betra - betri liðsheild og betri einstaklingar. Gerrard er einfaldlega í deild ofar en Neville og hefur alltaf verið. Gerrard er yfirburða "playmaker", einn af þeim bestu í heiminum,  og hefur magnaðan hæfileika til að láta til sín taka á ögurstundu, en Neville er bara tryggur og öflugur vinnuhestur.

Baldur Hermannsson, 31.3.2009 kl. 22:00

6 Smámynd: Brattur

Ég er nú bara að horfa á það sem skilar árangri.

Það má vera að Gerrard hafi fallegri limaburð og sé með beinna nef en Gary en Gerrard er ekki að ná sama árangir, titlarnir segja allt sem segja þarf um það.

Niðurstaða:

Playmakerinn (Gerrard) nær ekki árangri sem skildi.

Tryggi vinnuhesturinn (Gary) sópar að sér gullinu.

Það er erfitt að hrekja staðreyndir og tölfræði...

Brattur, 31.3.2009 kl. 22:06

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

OK, samkvæmt þessu eru ALLIR leikmenn ManU betri en Gerrard. I rest my case. Frúin kallar, góða nótt.

Baldur Hermannsson, 31.3.2009 kl. 22:16

8 Smámynd: Brattur

Eins og talað úr frá mínu hjarta Baldur...

Mér fannst samt árangur hjá mér að fá þig til að rífast um það hvort væri betri fótboltamaður Steven Gerrard eða Gary Neville

Góða nótt.

Brattur, 31.3.2009 kl. 22:21

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þar sem Baldur tekur nú upp hanzkann fyrir Gerrard 'lífspúlara' get ég nú ekki verið minni 'nalli' en hann & teygt mig í einn ullarsokk.

Neville bræður verða fyrst & fremst frægir í fótboltasögunni fyrir að vera verulega ljótu kallarnir í fallegu rjómastrákaliðinu.  Dæmigerðar 'kick&run' bakverjur í fornum anda Þórs frá Akureyri.

& Baldur mælir einnig rétt mál í því að þið Ferguzar lútið í graz fyrir okkur 'skyttunum', af gömlum & góðum vana.

Steingrímur Helgason, 31.3.2009 kl. 23:09

10 Smámynd: Brattur

Ef við lútum í gras fyrir Arsenik þá skal ég spila "Ég vil ganga minn veg þú vilt ganga þinn veg" á lútu fyrir þig Sir. Steingrímur...

Brattur, 31.3.2009 kl. 23:55

11 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hverjum þykir sinn fugl fagur, þótt hann sé bæði visinn og magur.

Guð minn almáttugur Neville og Gerard.  Gengur að nefna þá á sömu blaðsíðu.  Hvaðan ertu eiginlega?

Það verður gaman að sjá þig í leiknum á móti Arsenal.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 1.4.2009 kl. 15:14

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei Ingibjörg, við skulum ekki gera lítið úr Neville, hann er þessi trölltryggi liðsmaður sem alltaf er hægt að treysta á. Tuddi að vísu, en það fylgir Manchester treyjunni. Auðvitað er gisgis að grínast, jafnvel sjimpansi myndi sjá klassamuninn á Gerrard og Neville. Verð þó að bæta einu við: ég hef aldrei séð Neville dæfa, en Gerrard er útsmoginn og ófyrirleitinn dæfari. Hann hefur fært Liverpool mörg stigin með slíku siðleysi.

Baldur Hermannsson, 1.4.2009 kl. 15:20

13 Smámynd: kop

Eins og ég segi, þú ert í bulli í boltanum, en þar sem þú ert Önd-vegis-maður, er það í góðu lagi.

Það er verra með Baldur, hann er í bullinu svona yfirleitt.

kop, 1.4.2009 kl. 18:49

14 Smámynd: Brattur

Ég hef nú reyndar alltaf verið ánægður með Manchester liðið hvað þeir eru lítið grófir... auðvita eru þeir fastir fyrir og duglegir, en ekki grófir...

Gerrard er lúmskur og kann að fiska, það er rétt...

Tel að Arsenal leikurinn verði ekkert vandamál, hann er í næstsíðustu umferð og á Old Trafford... 3 örugg stig þar...

Kop það er ekki hægt að vera sammála í öllu, en þú ert ágætur líka

Brattur, 1.4.2009 kl. 20:05

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er ferlega erfitt að mæta ManU á Old Trafford svo gætum neyðst til að sætta okkur við jafntefli. Ég spái 1-2. ManU skorar úr vítaspyrnu, vP með eitt og Eduardo með annað.

Baldur Hermannsson, 1.4.2009 kl. 20:10

16 Smámynd: Brattur

Hmmm ég spái 2-0 fyrir United og Gary Neville með bæði...

Brattur, 1.4.2009 kl. 20:59

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Skítt með Old Trafford, ferlegt að sjá dómarana gefa Skotum sigur sem þeir unnu ekki fyrir. Nú kom það illa í bakið á okkur að hafa ekki Björn Brynjar. Þessi þarna stráklingur er alls ekki nógu öflugur.

Baldur Hermannsson, 1.4.2009 kl. 21:02

18 Smámynd: Brattur

Já, ég er sammála... dómarinn var mjög hallur undir Skotana... argggg

Brattur, 1.4.2009 kl. 21:25

19 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Hvað á það að þýða að vera að þrugla eitthvað um fótbolta þegar þú sem formaður sterkasta stjórnmálaafls landsins átt að vera í því að flokka mööööörgæsir?????? Þar fyrir utan er Tottenham ástsælasta lið veraldar, amk suðurpólsins...

Guðni Már Henningsson, 2.4.2009 kl. 19:56

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Tottenham? Fyrirlitlegasti fótboltaklúbbur veraldar..... eru þeir komnir upp úr fallsætunum?

Baldur Hermannsson, 2.4.2009 kl. 20:00

21 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Baldur. 

Ég skal hætta að halda með Man. United ef þú kýst ekki Sjálfstæðisflokkinn. 

Díll ? 

Anna Einarsdóttir, 2.4.2009 kl. 22:35

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Too late baby, á sunnudaginn kemur held ég með ManU  -  gegn Aston Villa!

Baldur Hermannsson, 2.4.2009 kl. 22:37

23 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Toppurinn á tilverunni er að halda með Man. United OG kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn.  Þá vinnur maður alls staðar. 

Anna Einarsdóttir, 2.4.2009 kl. 22:47

24 Smámynd: Brattur

Baldur vissi það... þú ert United inn við beinið... líklega ertu leynikommi líka...

Brattur, 2.4.2009 kl. 22:48

25 Smámynd: Brattur

Guðni Már... Tottenham eru bara fínir... ég er sáttur við að þú haldir með þeim... þeir eru líka hvítir og svartir eins og mÖÖÖrgæsir...

Brattur, 2.4.2009 kl. 22:49

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

ManU verða að stúta Villa til þess að tryggja Arsenal 4. sætið. Go reds, go!

Baldur Hermannsson, 2.4.2009 kl. 22:51

27 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Eins og einn vinur minn sagði og hann segir aldrei neitt nema sannleikann. " ég held með tveimur liðum í ensku úrvalsdeildinni, Tottenham og því liði sem spilar á móti Arsenal" Svo mörg voru þau orð og þarf ekki einusinni að ræða það. Arsenal er scum.......

Guðni Már Henningsson, 2.4.2009 kl. 23:38

28 Smámynd: Brattur

Guðni... þú átt góðan og gáfaðan vin...

Brattur, 2.4.2009 kl. 23:40

29 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Veit það

Guðni Már Henningsson, 2.4.2009 kl. 23:49

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Guðni, hvað heitir hann aftur þessi gaur sem þið selduð á 3 milljónir punda og keyptuð svo aftur þrem mánuð síðar á 15 milljónir? Var það Defoe? Fjármálasnillingar!

Baldur Hermannsson, 2.4.2009 kl. 23:52

31 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Why do Arsenal fans whistle on the toilet ??
So they know which end to wipe.

Why do Arsenal men like smart women ??
Opposites attract.

What do you say to an Arsenal fan with a job ??
"can I have a Big Mac!"


Did you hear about the Conservative MP who was found dead in an Arsenal strip?
The police had to dress him up in women's underwear in order to save his family from the embarassment.

Did you hear the one about the kid who asked for a cowboy outfit for Christmas ??
His Dad got him an Arsenal kit.

What do you call an Arsenal fan with half a brain ??
Gifted.

How do the braincells of an Arsenal fan die ??
Alone.

How do you make an Arsenal fan's eyes light up ??
Shine a torch in his ears.

Why should you not allow Arsenal fans a coffee break at work ??
Because it takes too long to retrain them.

What do you call the Arsenal team standing ear to ear ??
A wind tunnel.

Why did the Arsenal fan get sacked from the M & M factory ??
He kept throwing out the W's.

What do you call a fly inside an Arsenal fans head ??
A Space Invader.

A is for Arse, a team that's truly awful

Guðni Már Henningsson, 3.4.2009 kl. 00:02

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þessa verður hefnt!

Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 01:36

33 Smámynd: kop

Nú nú, bara allt í gríni hér.

Ég held aldrei með manjú og aldrei með sjálfstæðisflokknum, það er toppurinn.

kop, 3.4.2009 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband