Varði Varla

Hér kemur ein sannsöguleg... ég er að segja alveg satt... þetta gerðist í alvörunni...

... einu sinni fyrir margt löngu var fótboltamarkvörður... gott ef hann var ekki að norðan... úr Fjallabyggð,  Vesturbænum.

Markvörðurinn sem við getum kallað Varði Varla, notaði gleraugu... 

.

Glasses%20RGB

.

Það var sumar og sól og einn áhorfandi upp á hól... leikurinn var í sjöundu deildinni... liðið hans Varða Varla var í sókn... hann ákveður þá að nota tækifærið og fara aftur fyrir markið og skipta um gleraugu... ná í varagleraugun sem þar voru í hulstri rétt hjá hrossaskít...

Þegar Varði er að opna gleraugnahulstrið, heyrir hann mikil hróp og köll... lítur upp og sér þá hvar andstæðingarnir eru í bullandi sókn... og svo kemur þrumuskot á markið... Varði Varla kastar sér með tilþrifum, en nær ekki að verja...

Enda var hann ennþá fyrir aftan markið.

.

488334966_9910b5e72e

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já - það getur verið snúið að verja þaðan.......

Hrönn Sigurðardóttir, 27.10.2008 kl. 22:58

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hvernig ferðu að þessu. - Hvenær kemur bókin?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.10.2008 kl. 17:20

3 Smámynd: Brattur

... Gunnar Helgi... þetta er eins og með allt annað... það er bara að hafa gaman af hlutunum... mér finnst gaman að skrifa litlar bullsögur... veit ekki hvort það kemur bók... hef reyndar ákveðnar hugmyndir um bók... svo er spurning um að nenna...

Brattur, 28.10.2008 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband