Langar að versla í Tiffany

... sá smá brot af viðtali við J.K. Rowling í sjónvarpinu áðan... þá sem skrifaði Harry Potter bækurnar... hún er orðin svo rík að hún getur verslað jólagjafirnar í Tiffany... verð að viðurkenna að ég veit ekki alveg hvað Tiffany er... en það er greinilega búð sem selur rándýrar vörur...

Þá fór ég að hugsa um allt það sem ég hefði geta orðið... og jafnvel orðið ríkur á því...

Hefði geta orðið atvinnumaður í fótbolta... var nokkuð seigur í hægri bakverðinum...
Hefði geta orðið stórmeistari í skák... já, bara sleipur í skákinni einu sinni...
Hefði geta orðið maraþonhlaupari... hljóp einu sinni heilt maraþon og nokkrum sinnum hálft...
Hefði geta orðið járnmaður... atvinnu Ironman... keppti nokkrum sinnum í þríþraut... hlaupa, hjóla synda...
Hefði geta orðið skáld... já, kannski get ég enn orðið skáld, moldríkt skáld... ég ætla að spá aðeins betur í það... ég held ég sé alveg að fá hugmynd sem slær í gegn...

Og þá get ég framvegis gert jólainnkaupin í Tiffany... hvað langar ykkur í, í jólagjöf?

.

96832

.

Smáa letrið; Slá í gegn, slá í gegn, af einhverjum völdum hefur það reynst mér um megn Whistling.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég hélt að Tiffany væri konunafn   Mig langar bara í frið á jörð í jólagjöf... fæst það í þeirri búð?

Hrönn Sigurðardóttir, 25.8.2008 kl. 22:14

2 Smámynd: Brattur

Ég skal athuga það, en ef hann er of dýr, þá bara stel ég honum

Brattur, 25.8.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband