Á Cameldýri

Maður fer ekki til Egyptalands án þess að fara í reiðtúr á Cameldýri.

Við komum að Cameldýrunum þar sem þau lágu í sandinum og biðu spök eftir okkur... Arabi í hvítum serk tók á móti okkur... var líkur Abdúllah... ábyggilega bróðir hans... og heitir örugglega Muhamed...

Um leið og hann sá mig, greip hann í mig og teymdi að einu Cameldýranna og sagði; þú átt að fara á þennan... ég skildi samt ekki orðin, en þetta meinti hann, það var ljóst. Þetta var stærsta dýrið í hópnum, með stórt andlit og virtist frekar pirraður á íslendingunum sem voru að ónáða hann í eftirmiðdegislúrnum...

Við vorum að fara af stað í Camel reið.

Svo var farið á bak... Cameldýrin standa upp í þremur áföngum, hlykkjast einhvernveginn upp í loftið og eins gott að vera viðbúinn þegar það gerist.

Ferðin gekk eins og í sögu... Muhamed reif af okkur myndavélina og snérist í kringum okkur eins og skopparakringla í Arabasekk og myndaði í gríð og erg.

Við áðum eftir klukkutíma reið í Bedúínatjaldi, drukkum Míranda og Bedúína te, dísætt og ljúffengt... og svo var það vatnspípan á eftir... munaði engu að ég byrjaði að reykja í ferðinni... vatnspípurnar ferlega góðar... slökun í tjaldinu og kyrrðin algjör... held ég væri alveg til í að vera Bedúíni...

.

Bedúíni

.

Mikið svakalega var gaman að rölta um á þessum dýrum... við vorum mest megnið í fyrsta gír, en gáfum þó aðeins í smá stund til að sjá örlítinn hraða... 

Ekki beygja þessi dýr sig niður til að borða gras, því það er ekkert í eyðimörkum, en eitt dýranna teygði þig þó niður til að ná í  pappakassa sem lá í sandinum... ég trúði ekki mínum eigin augum þegar dýrið japlaði á pappakassanum og svo hvarf hann niður í maga...

.

 Camel

.

Rosalega skemmtileg ferð og ógleymanleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það væri gaman að skoða nokkrar myndir.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.5.2008 kl. 05:34

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Flytja nokkra inn og opna Úlfaldaleigu Brattur, fínir á svörtum söndum Íslands.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 27.5.2008 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband