Okurbúlla Abdúlla

Jæja, þá er maður kominn úr fríinu.. Frábær ferð til Egyptalands í einu orði sagt.

Við lentum í mörgum ævintýrum þarna í Sharm El Sheik... eiginlega eins mörgum og við vildum. Þurftum bara að rölta okkur út af hótelsvæðinu og yfir á "Vesturbakkann" og þá var maður kominn í arabíska villta vestrið.

"Vesturbakkinn" kölluðum við svæði sem var hinum megin við umferðagötuna sem lá meðfram hótelinu hjá okkur. Þar voru arabar í röðum að reyna að selja okkur alls konar hluti. Og þar réði ríkjum hann Abdullah, miðaldra arabi í hvítum serk með svikul dökk augu.

Okkur langaði nú ekki í mikið af draslinu sem þarna var til sölu en vildum kaupa okkur bjór til að hafa í ísskápnum. Við spurðum Abdullah hvort hann seldi ekki bjór. Jú, jú hvað annað... ok... six beers please, söguðum við.  One minute, svaraði Abdullah... síðan sendi hann einhvern stráka sinna út í búðina hinum megin við götuna (búð sem við höfðum ekki séð og labbað framhjá)... hvað kostar svo bjórinn Abdullah?.... spurði ég og rétti honum 10 dollara.... Abbi var nú ekki alveg sáttur við það svo ég dró upp 20 dollara seðil og ætlaði að skipta við hann og fá 10 dollarana aftur til baka...

Karlinn hrifsaði til sín alla 30 dollarana og sagði;  dont worry dont worry.. ég gef ykkur til baka... svo fór hann inn í  búð og kom til baka með' vöndul af seðlum, Egypsk pund og rétti okkur. Okkur fannst Abdullah bara sanngjarn í viðskiptum og röltum til baka með þessa 6 bjóra í poka.

.

 arab

.

En þegar við fórum að skoða seðlana sem við höfðum fengið til baka, þá reyndust þetta bara vera örfá Egypsk pund.

Þetta var því dýrasti bjór sem íslendingur hefur nokkru sinni keypt... held þetta hafi verið aðalfréttin í Al Akhbar í Kairó daginn eftir.

Mér fannst ég heyra hláturinn í Abdullah fram eftir nóttu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Arabar og áfengi!!! forget it....

Guðni Már Henningsson, 25.5.2008 kl. 23:18

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Auðvitað er áfengi á Arabar.  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.5.2008 kl. 05:54

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þú hefur ekki verslað smá kattasand, skilst það sé eitthvað til af honum þarna á góðu verði.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 26.5.2008 kl. 12:18

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Krúttlegt - ég vona samt að þú sért ekki á hausnum eftir þessa ferð, því það er ekki gott hér hjá okkur í sandleysinu!

Edda Agnarsdóttir, 26.5.2008 kl. 15:52

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Velkomin til baka, bæði tvö! Gaman verður af fá sögurnar úr Arabaheiminum ... íhí, hlakka til.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 26.5.2008 kl. 20:43

6 Smámynd: Brattur

Gott fólk, ja nóg var af sandinum til að setja í alla kattasandkassa í veröldinni og í sandkassa leikskólanna... er jafnvel að spá í að fara í business... flytja inn sand...

Brattur, 26.5.2008 kl. 21:25

7 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Velkominn heim...

Agnes Ólöf Thorarensen, 26.5.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband