Guð og karlarnir

Ég heyrði sögu um tvo karla
ég kannaðist við þá en þekkti varla

Þeir voru að tala um góða veðrið
og studdu sig við rústrautt handrið

þá allt í einu fór að rigna
og birkitréin fóru að svigna

karlarnir hlupu á bak við hól
og reyndu að finna eitthvert skjól

Að stríða körlum er sko ekki bannað
Hugsaði Guð og glotti út í annað
 

.

god-mohawk-cartoon-character-zoom

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Tuðari og Brattur fóru því annað,

þar sem fæst var fram að þessu bannað.

Settu flugu á línu,

sungu með nefi sínu.

Dýfðu flugu í á.........

það varð gaman þá.

Meira að segja Guð hafði gaman að,

lagni drengjanna við sérhvert vað.

Glotti ekki lengur út i annað.

Það er jú best.....

sem er bannað.

(Einn nýkominn úr Elliðaánum)

Halldór Egill Guðnason, 10.5.2008 kl. 02:04

2 Smámynd: Brattur

Gaman að heyra frá þér, kæri tuðari... já, heldur þú að hann Guð geti bara ekki ýmislegt lært af okkur í veiðinni? Flottur kveðskapur, sá besti síðan Andskotans asprnar... þetta ljóð frá ***** hjá mér... Úr Elliðaánum... er byrjað að veiða þar???

Brattur, 10.5.2008 kl. 10:04

3 Smámynd: Brattur

... afsakið... frá***** átti að þýða = fær ***** (stjörnur)

Brattur, 10.5.2008 kl. 10:12

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Opinberlega er ekki byrjað að veiða í Elliðaánum, en samkvæmt óopinberum fréttum er veiðin samt bara nokkuð góð

Halldór Egill Guðnason, 12.5.2008 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband