Neyðarkall

Ég gekk einu sinni eftir götum smáþorps úti á landi... það var sól og blíða, sumarveður eins og það gerist best... bröndóttur köttur sat á steyptum garðvegg og lygndi aftur augum...

Þennan dag var "bílskúrssala" í þorpinu... íbúarnir búnir að henda drasli sem þeir vildu ekki eiga lengur, út á gangstétt og reyndu að selja gestum og gangandi...

Þarna voru lampar og stólar og "fótastream" tæki... kjólar og kápur og buxur og vesti og axlabönd...
Það var prúttstemming á þessum markaði...

.

woman-hat

.

Allt í einu rekur kona ein upp mikið óp... Maður fyrir borð, maður fyrir borð... hún var nokkuð langt frá þeim stað þar sem ég var upptekinn við að skoða Babúsku sem ég var að spá í að kaupa... ég rauk af stað með það sama og hljóp niður götuna... á miðri leið snarstansaði ég... Maður fyrir borð? en við erum uppi á þurralandi... hvaða vitleysa er þetta...

Konan hélt áfram að öskra svo ég rölti til hennar til að ganga úr skugga um að allt væri nú í lagi... á stól við hlið hennar sat maður... hann var með dágóða ístru, með úfið hár og illa rakaður... hann hélt á bjórdós í hendinni og var mjög afslappaður...

Varst þú að kalla "Maður fyrir borð"... spurði ég hálf hikandi... já... þú getur fengið kallinn fyrir gott eldhúsborð, hreytti konan út úr sér... og nú rann upp fyrir mér ljós...

Þú vilt skipta á kallinum þínum og eldhúsborði... einmitt...

Hvað getur svo þessi kall? Spurði ég... "Hann er ágætur en bara í neyð, svaraði konan... en varla meira en það...

Þetta er bara neyðarkall... klykkti þessi ákveðna kona svo út með...

Ég horfði aftur á kallinn þar sem hann svolgraði í sig bjórinn..ánægjuglottið var fast á honum og hann horfði dreyminn út í bláinn....

Þá sá ég að hann var með nafnspjald... og mikið rétt, á því stóð....

Neyðarkall

.

 11575_old_man_in_hat_270

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það sem þér dettur ekki í hug...     Gleðilegt sumar!

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.4.2008 kl. 23:12

2 Smámynd: Gunnar Níelsson

Lítur neyðarkarl þá svona út ?  Hugsa sér að vera alltaf sendur út ef eitthvað vesen er í gangi. 

Gott að ég er bara ég og þú bara þú, hlýtur að vera erfitt að vera alltaf sendur út.

Gunnar Níelsson, 23.4.2008 kl. 23:24

3 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Kallinn minn er orðinn mjög áhugasamur um bloggið þitt - þegar ég les það fyrir hann! Kannski neyðist hann til að hlusta á mig.

Gleðilegt sumar og takk fyrir sumarbros allt árið. 

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 24.4.2008 kl. 12:28

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ástarkveðjur til ykkar turtildúfnanna með gleðilegu sumri og ástríku - enga NEYÐAR-KALLA takk!

Edda Agnarsdóttir, 24.4.2008 kl. 13:24

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gleymdi að ýta á

Edda Agnarsdóttir, 24.4.2008 kl. 13:25

6 Smámynd: Einar Indriðason

Minn neyðarkall (eða raunar, neyðarkona) er lítil, rauðklædd, fest í keðju, og býr út í bíl....

Hmm... hvað skildi vera hægt að misskilja þetta illa?  (Ég er, svona til að fyrirbyggja misskilning), að tala um Neyðarkonu Landsbjargar, sem var seld síðasta ári.... :-)

En gleðilegt sumar!

Einar Indriðason, 24.4.2008 kl. 14:04

7 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Summertime!!!!! Svo sannarlega syngur maður það...Gleðilegt sumar.

Guðni Már Henningsson, 24.4.2008 kl. 14:39

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þessi færsla er með þeim betri...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.4.2008 kl. 15:07

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

hahahaha

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.4.2008 kl. 21:23

10 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

...Gleðilegt sumar...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.4.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband