Mývatnssveit í dag

Keyrði um Mývatnssveit í dag...

Vindbelgur 

 .

Vindbelgur

.

Laxá í Mývatnssveit

.

 Laxá-í-Mývatnssveit

.

Mývatn

.

Mývatn

.

Svanirnir sem svifu á brott í haust eru komnir aftur... 

.

Svanur-Gæsir 

 

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mér sýnist, á myndinni, að svanirnir séu að fara aftur. 

Anna Einarsdóttir, 22.4.2008 kl. 20:51

2 Smámynd: Brattur

hmm... þegar þú segir það, Anna... þá sé ég að það er rétt... þeir eru kannski nýbúnir að frétta af kreppunni og líst ekkert á blikuna og drífa sig sig til landa þar sem verðbólgan er minni og vextirnir lægri...

Brattur, 22.4.2008 kl. 21:28

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flottar myndir

Hrönn Sigurðardóttir, 22.4.2008 kl. 22:02

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Fallegar myndir Brattur, enda Mývatn með fallegri stöðum á jörðinni. Það er ekki rétt hjá Önnu að svanirnir séu að fara. Þú hefur bara tekið myndina vitlausu megin frá

Halldór Egill Guðnason, 23.4.2008 kl. 10:06

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Glæsilegar myndir....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.4.2008 kl. 18:26

6 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Þakka þér fyrir fallegar myndir. Reyndar er efsta myndin af Vindbelgjarfjalli sem við Mývetningar köllum í daglegu tali Belgjarfjall.

Það vill svo skemmtilega til að ég fór sama dag um sveitina með kollega mínum Bob Lingard, áströlskum prófessor sem starfar um þessar mundir í Skotlandi, og hef nú nælt slóðina við bloggfærslu um ferðalag okkar Bobs. Við versluðum m.a. smávegis hjá versluninni Strax sem mér skilst að sé á þínum snærum, og þáðum þar kaffidropa og þökkum fyrir hann.

Með kærri kveðju

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 26.4.2008 kl. 22:32

7 Smámynd: Brattur

Takk fyrir þetta, Ingólfur... hélt að fjallið héti bara Vindbelgur... en nú veit ég betur... hvort heitir sprengigígurinn Hverfell eða Hverfjall?

Já, strax er á mínum snærum... þar er ég heppinn því Mývatnssveitin er mjög fögur og gaman að keyra og ganga þar um, skoða fuglalífið og náttúruna... ég kíki á færsluna um ferðalag ykkar Bobs...

Brattur, 26.4.2008 kl. 23:06

8 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Bærinn sem fjallið er kennt við heitir Vindbelgur, en oftast kallaður Belgur. Já, með sprengigíginn :-) Nælt slóðina að myndunum þínum, ætlaði ég að segja, og auðvitað sent Bob slóðina því að það var akkúrat þetta sem hann sá; við tókum t.d. sérstaklega eftir öllum fuglunum á pollóttum túnum.

Skv. úrskurði menntamálaráðherra skal nota nafnið Hverfjall en Hverfell á kortum sem Landmælingar gefa út og þeim gögnum sem þar af eru dregin. Réttast tel ég að segja að fjallið heiti nöfnunum báðum en ég ólst upp við Hverfellsnafnið.

Dagar eins og þessi sem ferðuðumst um Mývatnssveitina sl. þriðjudag eru kannski þeir fegurstu allra. Þenna dag voru líka engin álagseinkenni vegna ferðamennskunnar; bara strjálingur af fólki sem naut blíðunnar og fegurðarinnar.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 27.4.2008 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband