Bleikur ekki fyrir karla

Af hverju er bleikur konulitur?  Af hverju erum við karlmenn hálfhræddir við bleikt?

Flestir okkar myndum t.d. aldrei kaupa okkur bleikan gemsa... eða bleikan bíl...
... kannski bleika skyrtu - ok - hef átt svoleiðis sjálfur...
En ég á svakalega erfitt með að borða allt sem er bleikt...

.

 1562339559_b25da9cb5f

.

... að fara í bleika sokka... neibb...

.

 Pink-socks-with-green-and-blue-clothes-pins-on-a-washing-line-Photographic-Print-C12155336

 .

... þó er einn sem ég þekki sem er bleikur og kann bara vel við það...

.

 

 next-pink-panther1

.

... pæliði í þessu... að vera bleikur og ánægður með það....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Mig langaði allt í einu ógeðslega mikið í köku (af hverju segir maður ógeðslega? 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.3.2008 kl. 19:38

2 Smámynd: Brattur

... af því að kakan er bleik... hmm... nei... það er eitthvað öfugsnúið að segja ó-geðslega... eigum við ekki að reyna að breyta þessu og sleppa ó-inu?

... þá myndum við segja; Mig langaði allt í einu geðslega í köku...

jamm... þetta lítur betur út svona... Gunnar Helgi...

Brattur, 31.3.2008 kl. 19:44

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hehehe... ég á nú einn sem er ekkert hræddur við bleikt - eða var það ekki. Hann má sjá hér í bleikum alklæðnaði - og ekkert SMÁ bleikum!

Lára Hanna Einarsdóttir, 31.3.2008 kl. 20:40

4 Smámynd: Brattur

Já, verð að viðurkenna það að hann er bara skrambi flottur í bleiku... heyrði einnig um fótboltalið á Ítalíu sem er í bleikum búningi, þ.e. karlalið...

Brattur, 31.3.2008 kl. 21:15

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég borða bæði lax & síúnga silúnga með mínum náúnga.

Ég á bleikar flíkur, (nei, ekki óviljandi lengur, konan lærði loksins á þriðju þvottavél að vandamálið var ekki vélrænt, heldur að hvítar skyrtur & rauða flíspeysan hennar eru ekki fatavinir).

Í nágrenni við sumt bleikt verð ég líka 'Parduz' ...

Steingrímur Helgason, 31.3.2008 kl. 21:44

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Brattur er bleikur

og 

býsna keikur

lífið við hann leikur

og

eigi er hann smeykur

                                                              Sjokkhenda úr leir
 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 31.3.2008 kl. 22:45

7 Smámynd: Guðni Már Henningsson

ég á bleika skyrtu!!! og mig langar geðslega í bleikann bíl!!!!

Guðni Már Henningsson, 31.3.2008 kl. 23:26

8 Smámynd: Brattur

Jæja gott fólk... það er bara kannski allt í lagi með bleika litinn... hmm... auðvita borða ég lax og silung... Steingrímur, veiðimaðurinn sjálfur.. hvað annað... Parduz segir þú... gaman væri að sjá það... Bleiki Parduzinn þinn...

Takk fyrir Sjokkhenduna, Guðný Anna... ekki verra að hafa hana úr leir...

Guðni Már...  þú værir verulega töff í bleikri skyrtu á rúntinum á bleika bílnum þínum...

Ég er hættur að vera hræddur við bleikt... kaupi mér bleika sokka á morgun....

Brattur, 31.3.2008 kl. 23:40

9 identicon

Komdu endilega með mynd af þér í bleikum sokkunum og bleikri skyrtu í næsta bloggi.

Það verður örugglega MJÖG flott. Þú sérð það sjálfur þegar þú horfir á skjáinn.

ej

edda (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband