Hvippurinn og hvappurinn

Hér er lítil saga, en hugmyndin ađ henni kviknađi ţegar ég las síđustu fćrslu  Ragnheiđar bloggvinkonu. 

 ... einu sinni var lítill fugl... sem langađi rosalega ađ fara til hvippsins og hvappsins... en hann bara vissi ekki hvar hvippurinn og hvappurinn voru...

.

 

 bluebird

.

Hann fór og spurđi ugluna vitru; veist ţú ugla mín hvar hvippurinn og hvappurinn eru?
Af hverju viltu vita ţađ litli fugl, sagđi uglan djúpri röddu og talađi eins og sú sem veit allt.

Ég held ţađ sé svo rosalega skemmtilegt ţar, sagđi litli fuglinn... og mér hálfleiđist núna svo mig langar á stađ ţar sem mér leiđist aldrei.

Huuu.... svoleiđis stađur er ekki til, sagđi uglan ţá. En ef ţú ferđ inn í hvippinn og hvappinn ţá getur ţú dvaliđ ţar um stund og skemmt ţér... en ţú verđur ađ fara út um hvippinn og hvappinn aftur... ţví ţađ getur veriđ hundleiđinlegt ef ţađ er alltaf skemmtilegt hjá manni.

.

owl

.

Ţetta skildi litli fuglinn ekki. Hvernig getur veriđ leiđinlegt ađ hafa alltaf skemmtilegt hmmmm.... og hann klórađi sér í litla hausnum sínum... en uglan er vitur og mađur á ađ taka mark á henni...

Ef ţú segir mér hvar hvippurinn og hvappurinn eru, ţá lofa ég ţví ađ staldra bara stutt viđ, tísti litli fuglinn...
Uglan beygđi sig niđur ađ fuglinum og hvíslađi í eyra hans...

Litli fuglinn hóf sig til lofts og flaug í suđurátt... ţar sem grćni dalurinn var... hann var hamingjusamur og söng af hjartans gleđi...

En uglan sat enn á greininni sinni og saug upp í nefiđ og sagđi huuuu....

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiđur

Jaá...hvippur og hvappur eru semsagt bara hugarástand. Ţađ er nokkuđ merkilegt.

Takk fyrir fína fćrslu..vissi ađ ţú klikkađir ekki á ţessu

Ragnheiđur , 26.3.2008 kl. 21:59

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Góđ saga atarna...

Steingrímur Helgason, 26.3.2008 kl. 23:30

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Flott saga...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.3.2008 kl. 18:26

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Góđ saga. Ég held alltaf ađ ég sé ugla en samt tekur enginn mark á mér...  Ég ţarf eiginlega ađ kynnast litlum fugli... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.3.2008 kl. 20:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband