Maðurinn sem missti minnið

Einu sinni var maður sem missti minnið... hann hélt á því í höndunum og ætlaði að setja það í körfu, en rann þá til á bananahýði og missti það...

... það skall í götuna og hoppaði eins og fótbolti... rann niður grasbrekku og hvarf úr augnsýn...

Ég man ekki alveg hvað þessi maður heitir og ekki man ég heldur hvar þetta gerðist...

En hvað gera menn þegar þeir hafa misst minnið... það er rosalega misjafnt... Okkar maður fór beint í bakarí og keypti sér tebollu með rúsínum ...

Hann settist við lítið borð í bakaríinu og beit í tebolluna... honum fannst hún vond, rúsínurnar voru sérlega vondar...

.

 eat-panivorous-man-bread-C

.

Þá mundi hann það, hann hafði bara ekkert minni og gat ekki munað hvað var gott og hvað var vont...

Og hvað gera menn þegar þeir átta sig á að þeir vita ekkert...

Okkar maður henti tebollunni með rúsínunum ofan í ruslatunnu á leiðinni út úr bakaríinu, en snéri svo við og sótti hana... hann langaði að fara niður á tjörn og gefa öndunum... þær borða áreiðanlega rúsínur, hugsaði hann...

.

 

duck9ph

 

Svo hélt hann af stað niður að tjörn... en þegar hann var búinn að ganga töluverða stund... mundi hann allt í einu að hann hafði ekkert minni, hann hafði misst það í götuna... og þegar menn hafa ekkert minni, þá vita þeir ekki hvar tjörnin er... en maðurinn rölti áfram án þess að vita hvert hann væri að fara...

... hann rambaði inn á tún í miðjum bænum... hann var þreyttur og lagði sig í
fallega laut sem þar var... og sofnaði... sólin skein framan í hann og honum
var heitt... hann vaknaði kófsveittur og settist upp... en viti menn, rétt fyrir
framan hann lá minnið hans, grænt og gljáandi...


...það fór ekkert á milli mála...  þetta var minnið hans...

.

 270454.7f50bfac1.l

 

Hann gekk að því og tók það varlega upp og þá mundi hann allt...

Hann hljóp í næsta bakarí og keypti sér tebollu með súkkulaði, því það
var í sérstöku uppáhaldi hjá honum...

Síðan keypti hann stórt franskbrauð og hljóp niður að tjörn...

Okkar maður sat þarna sæll og glaður með minnið sitt og kastaði brauðmolum til fuglanna...

Engum sem sá þennan mann þarna á tjarnarbakkanum í sólinni gat dottið í hug
að þessum manni þættu tebollur með rúsínum vondar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

+ =

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.1.2008 kl. 16:54

2 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Ljúft!

Vilhelmina af Ugglas, 23.1.2008 kl. 17:32

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Edda Agnarsdóttir, 23.1.2008 kl. 20:32

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Greinilegt að ég hef gert eitthvað vitlaust því ég hélt mig hafa sett inn comment hér í gær....finnst sem sagt gott að grey maðurinn missti bara minnið en ekki allt vitið....margir gera það nú í svona tilfellum....en ég bið vel að heilsa minni ungu jafnöldru og gömlu skólasystur......Kær kveðja úr snjónum í Rvík

Vilborg Traustadóttir, 24.1.2008 kl. 16:45

5 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Þú ert svo söguglaður að maður hefur ekki við að lesa......annars langt síðan heyrst hefur frá þér.....áfram með sögurnar...magga

Hulda Margrét Traustadóttir, 24.1.2008 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband