Fótbolti - leyndarmáli ljóstrað upp

 

... eina kalda minningu á ég frá fótboltaleik heima á Ólafsfirði... það var komið haust og Völsungur frá Húsavík var kominn í heimsókn að spila leik, líklega í þriðja flokki... við Leiftursmenn áttum enga búninga þá... en við strákarnir komum okkur saman um að vera í hvítum skyrtum... eina hvíta skyrtan sem ég átti var nælonskyrta... við mættum á malarvöllinn okkar, grófa, sem stundum var uppnefndur "Hraunprýði"...

... það var nístingskuldi og slydda... leikurinn hófst og okkur gekk vel... skoruðum nokkur mörk en fengum ekkert á okkur, vörnin var feiknagóð... ég var í vörn og fannst við reyndar vera óvenju fjölmennir þarna bakatil... ég fór því að telja leikmennina og komast að þeirri niðurstöðu að við Ólafsfirðingar værum 12 á vellinum... en eins og allir vita eru leikmenn í einu liði bara 11... ég sagði félaga mínum í vörninni frá þessu og ákváðum við að grjóthalda kj... um þetta...

.

fotbolti2

.

... leikurinn vannst 4-0... dómarinn sá ekki neitt athugavert...

... nú sem sagt uppljóstra ég þessu mikla leyndarmáli... enda ekki hægt að kæra lengur... held ég...

... en mikið rosalega var mér orðið kalt í nælonskyrtunni í slyddunni... það fer enn hrollur um mig þegar ég hugsa um það....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þeir kæra ekki úr þessu....;-)

Halldór Egill Guðnason, 28.12.2007 kl. 03:37

2 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Rengi þig ekki um kuldan,held að ekki sé til verri flík í kulda, jafnvel betra að vera nakin að ofan.Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 28.12.2007 kl. 09:45

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ólafsfirðingar kunna ekki að telja.....hefðu siglfirðingar sagt...og látið úrslitin standa!!! ;-)

Vilborg Traustadóttir, 28.12.2007 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband