Aðfangadagur

... í október bloggaði ég um það, að það eina sem mig vantaði fyrir jólin væri pottur til að búa til uppstúf í fyrir jólin... nú á ég hann... og búinn að æfa mig á honum... hann reynist mjög vel og ef eitthvað klikkar með jafninginn þá get ég ekki kennt pottinum um frekar en fótboltamaðurinn skónum, ef hann brennir af í dauðafæri....

... en sem sagt, þarna í október... borðaði ég hangikjöt í góðum félagsskap í sumarbústað...
... ógleymanleg helgi reyndar... en hennar saga verður ekki rakin frekar...

... hef ekki borðað hangikjöt síðan og hlakka mikið til að  borða það á jóladag... verið að sjóða það núna og ilmurinn er vægast sagt ljúfur... held að maður eigi ekki að troða sig út af hangikjöti á jólahlaðborðum og öðru slíku í desember... þá er hætt við að manni hlakki ekkert til að borða það þegar kemur að jólum...

... þetta ljóð um jól æsku minnar birti ég í október, en endurtek það hérna vegna þess að það munaði litlu að ég fengi áskorun um það....

.

 hh-xmascat

.

Aðfangadagur.

Mikið var mjöllin mjúk
í firðinum forðum
alvöru jólasnjór
í stofunni var allt klárt
gervitréð bómullarkirkjan
allir pakkarnir

Prins Valiant
til: þín
frá: mér

Fimm á Fagurey
pakkar með slaufum
tryllingslegur ilmurinn
úr eldhúsinu
blindfullir kökudunkar
hálfmánar vanilluhringir
laufabrauð svindl -
og kornflekskökubirgðir
minni en mamma hélt

klukkan sex
heims um ból
helg eru jól
heilagt
tíu mínútum
síðar bein á hátíðarborðinu
etinn heimatilbúinn ís
smyglað Machintosh
drukkið jólaöl
framundir morgun
með bóklestrinum

ó, hver dýrðlegt var að sofna þá


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Níelsson

Gleðileg jól Brattur til þín og þinna.  Takk fyrir upplýsandi skrif,  sögur um Laufu,  Þorlák,  og útlistun á jólaundirbúning.

Ljóðið Aðfangadagur gæti eins átt við líf drengs í Oddeyrargötu, og seinna Hafnarstræti.  Mjög fallegt og nær að fanga stemmingu þessa magnaða gas mjög vel.

Gunnar Níelsson, 24.12.2007 kl. 17:38

2 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Gleðileg jól

Bjarney Hallgrímsdóttir, 25.12.2007 kl. 12:21

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Brattur/Gísli gleðileg jól og takk fyrir jólakveðjurnar!

Edda Agnarsdóttir, 25.12.2007 kl. 20:32

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Gleðileg jólin Brattur, aftur. Góður pottur, Prins Valiant, smákökur og allur pakkinn toppaður með smellnu ljóði. Ef þetta eru ekki jólin....?

Halldór Egill Guðnason, 26.12.2007 kl. 23:59

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gleðilega jólarest og takk fyrir góða kveðju. Ég held að ég hafi sagt þér, þegar ég las þetta jólaljóð þitt í haust, að þarna væru bernskujólin mín bráðlifandi komin, lyktin, stemmningin, allt!! Frábært.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.12.2007 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband