Fjallið

... það getur verið gaman að ferðast um landið á öllum tímum ársins... vegna vinnu minnar er ég mikið á ferðinni og dáist alltaf jafn mikið af litbrigðum himinsins og margbreytilega... í gærmorgun var ég á ferðinni í Húnavatnssýslum.. ský og litir tóku á sig allskonar myndir í morgunsárið... einhvertíma birti ég hér á síðunni ljóðið Fjallið... það kemur hérna aftur, mér fannst það einhvernvegin passa svo vel við þessa mynd...

 

.

Morgun

 Fjallið

Sjáðu fjallið þarna er það
það er svo hátt þú varla sér það
hirtu ekki um kaldann vindinn
haltu þráðbeint upp á tindinn

Þétt er morgun þokan gráa
Fjallið gerir menn svo smáa
Ekki yfir striti kvarta
Fylgdu alltaf þínu hjarta

Brött er brekkan vörðu grjóti
Öll er leiðin upp í móti
Á grýttu fjalli margur týnist
Það er lengra upp en sýnist

Um kvöld á fjallsins tindi stendur
Horfir yfir höf og lendur
Af þér heitur svitinn bogar
Himinhvolfið allt það logar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mikið er þetta fallegt Brattur

Marta B Helgadóttir, 4.11.2007 kl. 19:42

2 identicon

Þetta er falleg ferðasaga,  ég finn angann af svita og þreytu, kannast við tilfinninguna af klífa mis erfiða tinda

Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 16:12

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Flott mynd, flott ljóð. Sannur Brattur

Halldór Egill Guðnason, 5.11.2007 kl. 19:34

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

þú ert laaaaaaaaaangflottastur Brattur.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 5.11.2007 kl. 20:01

5 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Falleg mynd og ljóð ! Vona að allt sé í lagi hjá þér og þínum og við eigum eftir að heyra frá þér þó síðar verði. Skil það manna best að vera í önnum. Er búin að bóka húsið á Ketilási 26. júlí 2008. Vilborg sendir þér fundargerðina í kvöld eða á morgun. Biðjum að heilsa.

Kv. Magga

Hulda Margrét Traustadóttir, 5.11.2007 kl. 20:54

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gull Myndin er flott

Edda Agnarsdóttir, 10.11.2007 kl. 15:22

7 Smámynd: Halla Rut

Fallegt ljóð og mynd.

Halla Rut , 11.11.2007 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband