Á skammdegisbrún

... seinnipartinn í gær keyrði ég leiðina Akureyri - Húsavík... sem ég hef gert ótal sinnum áður... bæði í vinnuferðum sem og sem ferðamaður.... eða veiðimaður... klukkan var eitthvað á milli 16:00 - 17:00 og það var byrjað að skyggja...

... stoppaði aðeins og teygði úr mér við Ljósavatn og smellti mynd...

.

LjósavatnA

. 

Á skammdegisbrún

Dofnar dagur
fölblátt
verður blátt
blátt verður dimmblátt
dimmblátt svart

lýsist máni
kvikna stjörnur
dansa norðurljós
á himni

dönsum við
inní myrkrið

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

dönsum inní myrkrið mjúka, verum alltaf góð við sjúka, norðurljósin dansa dátt, bráðum húfu á mig set - nátt.  Svona getur nú andinn ristið hátt, Brattur minn.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 30.10.2007 kl. 23:47

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Stundum stoppar maður og fær það á tilfinninguna að allur heimurinn ætti að njóta akkúrat augnablikksins, en.........maður er bara einn. Takk fyrir myndina.

Halldór Egill Guðnason, 31.10.2007 kl. 00:30

3 identicon

Flott þetta  -  haltu áfram ótrauður.

Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband