Hálf hola

... margt er flókið í lífinu... og ekki er alltaf einfalt svar við einföldum spurningum...

... eins og það að grafa hálfa holu... ég hef prufað það... fór í gær út í ausandi rigningu með nýlega malarskóflu, í þeim tilgangi að grafa hálfa holu... ég gróf einn metra ofan í jörðina og mokaði svo aftur ofan í helmingnum af mölinni og moldinni... og þá var eftir hálf hola... ég vissi það, af því að ég hafði í upphafi mokað heila holu og svo minnkað hana um helming rétt á eftir... en þetta vissu náttúrulega ekki aðrir... þeir héldu örugglega að þetta væri bara venjuleg hola... ég varð því að gera tilraun...

... gömul kona gekk hjá, ég kallaði á hana og spurði; hvað er þetta? og benti á hálfu holuna... farðu nú heim til þín vinur og láttu renna af þér; sagði sú gamla. Ég er ekki fullur, svaraði ég að bragði... jæja, vinur allt í lagi... viltu kannski koma inn til mín, ég á heima hérna í græna húsinu hinum megin við götuna.. ég skal hella upp á lútsterkt kaffi og gefa þér kleinur með... nei, nei... ég þarf ekki neitt, nema hvort þú getir sagt mér hvað þetta er; sagði ég örvæntingarfullur og benti á hálfu holuna. Þetta, sagði sú gamla, þetta er hálf hola... ég horfði á hana eins og hún væri frelsarinn sjálfur... stökk á hana og faðmaði... Já! hrópaði ég, þetta er rétt hjá þér gamla kona; en hvernig vissir þú þetta????

... jú, ef þetta væri hola þá væri hún helmingi dýpri... sagði sú gamla, snéri við mér baki og rölti yfir götuna í átt að græna húsinu...

... elding lýsti upp blásvartan himininn, rigningin buldi á mér og rann úr hárlubbanum niður kinnarnar... ... ég tók skófluna, og setti hana upp á öxlina og hélt af stað heim...

... kulda og ánægjuhrollur hríslaðist niður bakið um leið og þrumuhljóðið klauf næturhimininn....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú hefðir samt átt að þiggja kaffi og kleinur. 

Anna Einarsdóttir, 27.10.2007 kl. 22:40

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Anna Einarsdóttir, 28.10.2007 kl. 00:50

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

BRATTUR... þú hlítur nú að hafa þekkt þessa konu að nafni ? Lýsingin gengi illa upp öðruvísi..

ANNARS.. Frábær saga hjá þér

Brynjar Jóhannsson, 28.10.2007 kl. 02:37

4 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Þessi saga er gjörsamlega mögnuð - ég get svo svarið það að ég fékk gæsahúð í lokin.

gerður rósa gunnarsdóttir, 28.10.2007 kl. 16:36

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Er hér með aftursætisgagnrýnandann Sollu og hún segir þessa sögu "hálf"- a, bíðum spenntar eftir hinum helmingnum sem varð undir í sögunni.

Vilborg Traustadóttir, 28.10.2007 kl. 20:46

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Góður Brattur. Hvernig er þetta annars.: Er hún Anna okkar bara gjörsamlega að tapa sér í hreyfimyndunum, ha?

Halldór Egill Guðnason, 29.10.2007 kl. 09:39

7 Smámynd: Brattur

... Halldór... það er alltaf líf og fjör hjá henni Önnu okkar... það vantar ekki... held samt ekki að hún sé neitt að tapa sér... og ef hún skyldi tapast... þá myndir þú hjálpa mér að leita, er það ekki?

Brattur, 29.10.2007 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband