Melrakkinn

... ég var eiginlega að uppgötva það í kvöld að ég er ekki týpískur karlmaður... held ég, hef svosum ekki gert neinar rannsóknir á því... ég t.d. hef aldrei haft áhuga á bílum, eins og langflestir karla hafa... bílar hjá mér heita ekki nöfnum eins og Subaru... Toyota eða eitthvað slíkt... ég hef ekki hugmynd um hvernig svoleiðis bílar líta út... ég þekki bíla af því að þeir eru rauðir eða bláir eða hvítir... ég er t.d. spurður; hvernig bíl átt þú... og þá segi ég auðvitað; ég á hvítan bíl... svo er kannski spurt um hestöfl... eru kannski ekki hestöfl í bílum í dag? ég hef náttúrulega ekki hugmynd um það...

...ég hef hinsvegar átt góða spretti í bílaumræðunni... fór einu sinni með bilaðan bíl á verkstæði... hafi heyrt eitthvað hljóð í nokkra mánuði þarna fram í þar sem vélin er, held ég... karlinn í bláa samfestingnum á verkstæðinu  spurði bísperrtur ; hvað er svo að góurinn... þá mundi ég æðislega flott orð; altanitor... hafði heyrt á tal manna um bíla og þeir töluðu um altanitor... reyndar hljómar þetta eins og söngvari; tenór og alt... "Ég held það sé helv... altanítórinn sagði ég kokhraustur og rétti honum lyklana...

... sá í bláa samfestingnum tók mig á orðinu... þegar ég náði í bílinn aftur... þá var rukkað fyrir nýjum altanitor... en hljóðið þarna fram í þar sem vélin er... það var ekki horfið...

... ég hef heldur ekkert gaman að því að smíða, eða mála, eða nota skrúfjárn og rörtangir... rörtangir, t.d. ná alltaf að klípa mig þegar ég held á þeim... eftir að hafa notað hamar, þá er ég oftar en ekki með bláar neglur... not my cup of tea...

Melrakkinn.

Ég er ekki góður smiður
Ég kann ekki að bora í vegg
Ég er eins og mjúkur viður
Oft með þriggja daga skegg

Ég er alltaf á miklu flakki
Ég er sléttunnar Melrakki

Ég er oft í hvítum sokkum
Og svörtum buxum eins og kol
Ég skarta ekki ljósum lokkum
Mér finnst ég flottur í rauðum bol

Ég er alltaf á miklu flakki
Ég er sléttunnar Melrakki

Ég þarf mörgu og miklu að sinna
Og dunda mér við flest
Reyni úr ullinni að spinna
Allt sem fínast er og best

Ég er alltaf á miklu flakki
Ég er sléttunnar Melrakki


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Var þá myndin af manninum með járnkarlinn bara svona einskiptis ævintýri? 

Reyndar hljómar bílatal í mínum eyrum mjög svipað því sem þú lýsir hérna.

Melrakkinn     - er frábær

Marta B Helgadóttir, 26.10.2007 kl. 00:42

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Marta.: Renault til sölu. 120 hestöfl, tveggja dyra. Franskur. Heldur að hann sé jeppi. Algert tryllitæki, með beina innspýtingu.  "Reyndar hljómar bílatal í mínum eyrum mjög svipað því sem þú lýsir hérna."

 Brattur.: Er komið lag við "Sléttunnar Melrakka"? Mikið djöfull ertu lunkinn í textagerðinni. Þetta er ekki öllum gefið. Kemur ávallt ferskur inn, en farinn að láta svolítið bíða eftir þér þessa dagana. Sléttan er jú seinfarin. 

Halldór Egill Guðnason, 26.10.2007 kl. 00:51

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Velkomin af sléttunni....flott færsla og sjáumst hress...

Vilborg Traustadóttir, 26.10.2007 kl. 01:22

4 Smámynd: Brattur

Halldór... já, já komið lag maður... á bara eftir að syngja inn þegar ég verð kominn endanlega til byggða... þá verður heldur ekki svona langt á milli færslna hjá mér... loforð...

Marta... ég er samt nokkuð góður með járnkarlinn... uppáhalds verkfærið mitt...

Vilborg... ég kem aftur... ég kem alltaf aftur...

Brattur, 26.10.2007 kl. 11:42

5 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Melrakkinn góður,er ekki viss um að allir sem eru að tjá sig digurbarkalega um bíla hafi verulegt vit á þeim þegar til kastanna kemur

Ari Guðmar Hallgrímsson, 26.10.2007 kl. 11:48

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ekki gaman af bílum, ekki gaman að smíða, mála, nota rörtangir og skúfjárn ?

Brattur.....  ...... kanntu að sauma og prjóna ?

Anna Einarsdóttir, 26.10.2007 kl. 16:07

7 Smámynd: Brattur

Anna... nei, ekki kann ég að sauma né prjóna, ég svitna bara við tilhugsunina...
ég eiginlega kann ekki neitt... þegar vel er að gáð....

Brattur, 26.10.2007 kl. 17:01

8 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Brattur, þú segist ekki kunna neitt ef vel er að gáð! Þá ertu í góðum selskap:

 Að viskan sé vænleg og þráð

og vísindi efli alla dáð.

Er vandlega ritað

þó ekkert sé vitað

með vissu,

ef vel er að gáð!

 

Ásgeir Rúnar Helgason, 26.10.2007 kl. 18:13

9 Smámynd: Brattur

... ég er næstum því örugglega sjúr á því, Kristjana að þú ert ekki karlmaður...

Brattur, 26.10.2007 kl. 19:58

10 Smámynd: Brattur

... Ásgeir... góð vísa...ef vel er að gáð...

Brattur, 26.10.2007 kl. 20:00

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Eftir að hafa starfað á smáauglýsingadeild DV þegar hún var upp á sitt allra allra besta þekki ég flest bílanöfn. Get slegið um mig með flottum nöfnum. Ég verð líka að viðurkenna að margar bílategundir þekki ég þegar ég sé þær og sérstaklega ef ég er komin nógu nálægt til að sjá lógóið .

Önnur þekking situr eftir frá DV árunum mínum en það er hvaða póstnúmer er á hvaða stað á landinu. Frekar useless í ljósi þess að maður sleikir sjaldan frímerki lengur.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.10.2007 kl. 20:23

12 Smámynd: Brattur

Jóna... hvaða stafur var á bílum frá Siglufirði?

Brattur, 26.10.2007 kl. 21:18

13 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Nákvæmlega, ég hef sagt svona voðalega sposk á bílaverkstæði: ".. mér svona sýnist og hm... heyrist, að þetta gæti verið spindilboltarnir...." - og það var rétt. (Ég hef ekki hugmynd um bíla nema að ég vil að þeir hafi fjögur hjól og hafi ekki svo hátt, að ég geti heyrt í útvarpinu. Eða geislaspilaranum - með kexmylsnuljóðinu, t.d. ) Það er eitthvað sjarmerandi við karlmenn sem eru ljóðrænir og pælandi, en kunna ekki á bíla og bora. Don´t ask me why.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 26.10.2007 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband