Arfadallur -sunnudagshugvekja

... það er vita mál að ég er hálfgerður rugludallur... skemmtilegt orð rugludallur... hvað er rugla... gæti þessi dallur ekki eins heitið ugludallur?... þ.e. dallur þar sem uglur koma saman til að ugla...hmm?

... svo er talað um að vera arfaruglaður... af hverju eru arfar ruglaðir... ??? mér finnst þetta vera hálfgerð árás á þessa annars fallegu plöntu, sem ég held talsvert uppá... stundum er ég svo kátur að mér finnst ég vera arfaru-glaður... eins og núna... ég er ofboðslega arfaru-glaður í morgunsárið....

... sumir myndu segja að ég væri alvöru rugludallur... ég er samt eiginlega kominn á þá skoðun að ég sé svona sambland af því að vera arfaruglaður og rugludallur; sem sagt, ég er arfadallur

... konur eru auðvitað ekki rugludallar, þær eru náttúrulega rugludollur... til hamingju með það, konur...

... fleiri orð eru til í þessum anda, dettur t.d. í hug orðið kolgeggjaður, hvernig verður maður kolgeggjaður...hmm...

ég held að þetta sé komið úr grillheiminum... allir að grilla blindfullir út um allt Ísland... hausinn fyllist af reiknum frá kolunum... og bingó... menn verða kolgeggjaðir...  

... svo er til fólk sem er snarruglað... ég hef aðeins verið að spá í þetta orð og tilurð þess... og komist að þeirri niðurstöðu að sjá sem fer á hestbaki til að snara kálf, en snarar svo sjálfan sig í staðinn, af því að hann þekkti ekki muninn á sér og kálfinum, hann er snarruglaður...

... þetta var nú bara sunnudagshugleiðing í nýjum þætti mínum; "Orðin krufin"

... ég er nú meiri þöngulhausinn... þöngulhaus... hvernig orð er það nú einginlega... hmm... nei, nú er nóg komið, bíður næsta þáttar...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Eg var einu sinni a drulludalli til sjos, Brattur. Ertu ekki ad gleyma adalordinu?

Halldór Egill Guðnason, 21.10.2007 kl. 22:32

2 Smámynd: Arnfinnur Bragason

...nú ertu orðinn snarrug... sorrý, ætlaði að segja snarbrattur

Arnfinnur Bragason, 22.10.2007 kl. 12:29

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góður Brattur dallur

Marta B Helgadóttir, 22.10.2007 kl. 19:44

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hvaða rugl er nú þetta?  Er þetta snarrugl í arfarugluðum rugludalli?

Vilborg Traustadóttir, 23.10.2007 kl. 00:04

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Dallar og kallar, mallar og sallar,

Þú ert hvorki dallur né kallur, en þú sallar inn orðum sem eru skemmtileg til umhugsunar.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 23.10.2007 kl. 19:03

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Rugl sem verður kukl!  Annars gott að vera brattur.

Edda Agnarsdóttir, 24.10.2007 kl. 19:31

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mér hefur alltaf þótt upphefð að því þegar ég hef verið kölluð dós. Sérstaklega ef það hefur verið puntu á undan. Takk fyrir arfagóða hugvekju.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.10.2007 kl. 22:24

8 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Brattur!

Því miður komst ég ekki til þín síðast þegar ég var heima í Svarvaðardal, til að versla af þér ljóð. Það var svo mikill hamagangur í smöluninni og þvílík gleði eftir að féð var komið í heimatún að tíminn bara rann út í buskann. En það er ennþá ofarlega á stefnuskránni að lýta við hjá Bratti og kaupslá ljóð á pappír!

Ásgeir Rúnar Helgason, 25.10.2007 kl. 19:35

9 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

LOL - af tæknilegum ástæðum á ekki að vera hægt að láta mig hlægja fyrir fyrsta kaffibollann eftir að ég vakna ... kerfið eitthvað að klikka (VÁ þarna gleypti ég næstum flugu sem settist innan á kaffibollabrúnina akkúrat þar sem ég ætlaði að taka gúlsopa - hvílíkt áhættuatriði að drekka kaffi svona heima hjá sér!)

gerður rósa gunnarsdóttir, 27.10.2007 kl. 15:51

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....en ef hann er snöruruglaður, ruglaðist hann þá á reipum?

Eða er hann kannski snöruru- glaður?

Hrönn Sigurðardóttir, 29.10.2007 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband