Stjörnurnar mínar

... jæja... tíminn heldur áfram að líða og við sandkornin reynum okkar besta til að njóta þess sem í boði er...ótrúlegt að við skulum yfirleitt eyða tímanum í að þrasa við annað fólk, jafnvel og kannski oftast við fólk sem okkur þykir vænt um... ekki það að ég sé eitthvað betri í þeim málum en aðrir... en mikið held ég að við getum öll horft í eigin barm... og reynt á hverjum degi að hafa það bara ósköp notalegt með þeim sem við elskum... stundum held ég að það sé ótrúlega létt að láta sér líða vel... bara slaka á og njóta...

Stjörnurnar mínar.

Um nóttina gengum við
út í niðdimmt myrkrið  
vissum ekkert hvert
við ætluðum
héldumst í hendur
og dáðumst að
stjörnunum

þær blikuð á
dimmbláum himninum 
eins og þær vildu
vísa okkur veginn

ég horfði í augun þín
stjörnurnar mínar

og var tilbúinn
að fylgja þér
á heimsenda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Fallegt hjá þér Brattur.

Halldór Egill Guðnason, 7.10.2007 kl. 02:03

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Æi þú ert svo mikið yndi...

Heiða Þórðar, 7.10.2007 kl. 04:21

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Góður Brattur - svo mikið til í þessu. Að þrasa við annað fólk er tímasóun...og maður verður bara glaður ef manni tekst að forðast það, skil ekki fólk sem lætur það eftir sér að vera alltaf með horn í síðu annara, og nöldra yfir smámunum, þekkjum öll svoleiðis eintök því fólki líður greinilega ekki vel. Sammála þér njótum augnabliksins.

Og alltaf góður í ljóðunum, hvernig er með útgáfuna ?  Magga

Hulda Margrét Traustadóttir, 7.10.2007 kl. 09:11

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Er það nú ekki heldur langur göngutúr ? 

Anna Einarsdóttir, 7.10.2007 kl. 10:44

5 Smámynd: Brattur

Anna, jú hann er langur þessi göngutúr og eins gott að vera í góðum gönguskóm... og svo náttúrulega að hafa góða skapið í bakpokanum...

Brattur, 7.10.2007 kl. 11:12

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Arnfinnur kemst ekki, þrammandi á heimsenda, með bakpoka..... ég man hvað góða skapið tók rosalega mikið pláss í töskunni hans.

Anna Einarsdóttir, 7.10.2007 kl. 11:16

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þú og Anna eruð nú meiri krúttin. En ljóðið þitt er ekkert annað en dásemd. Takk fyrir.

Edda Agnarsdóttir, 7.10.2007 kl. 13:42

8 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Snillingurinn Brattur.... Anna, ég treysti bara á góða ferðafélaga

Arnfinnur Bragason, 7.10.2007 kl. 17:23

9 Smámynd: Hugarfluga

Yndislegt! Svona líður mér nebblega!! Takk, Brattur

Hugarfluga, 7.10.2007 kl. 22:41

10 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þú hefur sko lög að mæla, Brattur, lög að mæla. Mættum við fá meira að heyra.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.10.2007 kl. 00:12

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mjög fallegt Brattur.

Marta B Helgadóttir, 8.10.2007 kl. 20:38

12 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Já, þú sem ert svo tilfinningaríkur, kíktu á síðuna mína og sjáðu hvað við mæðgur erum að spjalla um fæðingu litla dóttursonar míns  á laugardaginn s.l.

Svo verð ég að segja þér að " Ég dansa á ný" er seld og fengu færri en vildu.... alveg magnað að stundum gæti maður selt sömu myndina 100 sinnum en hinar haggast ekki......og ljóðið þitt við myndina var frábært !!! Magga

Hulda Margrét Traustadóttir, 8.10.2007 kl. 21:33

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Fallegt er það Brattur

Jóna Á. Gísladóttir, 13.10.2007 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband