Afi

... afi gamli var að mörgu leiti merkilegur karl... 10 barna faðir, verkamaður og kaus alltaf Sjálfstæðisflokkinn, til að vera öruggur með vinnu....

... hann var harðjaxl og dugnaðarforkur og hugsaði mest um að hafa nóg handa sér og sínum... þegar ég var að vaxa úr grasi ásamt fjölda annarra barnabarna hans, þá var hann farinn að reskjast og hafði áhyggjur af ungviðinu... okkur krökkunum... passaði uppá að við kæmum snemma heim á kvöldin og hljóp gjarnan á eftir okkur til að reka okkur heim... krakkarnir uppnefndu hann "afi á hlaupum"...

...eftir að hann hætti að vinna bjó hann heima hjá okkur...  það var skrítið að sjá gamla manninn vera verkefnalausan, hann sem alltaf hafði unnið myrkrana á milli... hann kunni ekki að hætta að vinna... gleymi því aldrei að hann setti innkaupatösku við útidyrnar á kvöldin til að hafa hana tilbúna fyrir næsta dag þegar hann færi út í búð að kaupa matföng...

... eina sem ég á eftir frá honum afa mínum er gamalt barómet... ekkert sérlega fallegt fyrir þá sem sjá það bara svona rétt augnablik... en ég hef aldrei séð fallegar barómet...

Afi.

Mig undraði
styrkur glersins
í barómetinu
þegar þú
þrumaðir í það
með krepptum
hnúunum

Regn - breytilegt - bjart

Þú stilltir vísinn aftur
og við strákarnir sáum
á svip þínum

að líklega myndi hann bresta á
að norðaustan
með kveldinu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Fallegt hjá þér Brattur. Átti samskonar afa, en barómetið hef ég ekki hugmynd um hvar lenti.

Halldór Egill Guðnason, 28.9.2007 kl. 20:11

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Fallegt hjá þér Brattur, að vanda.

Barómetið hans afa varð barómetið hans pabba þegar afi dó Núna er það hjá mér síðan pabbi dó fyrir 3 árum síðan Báðir voru þeir vanir að banka í það á kvöldin áður en þeir fóru í háttinn til að spá í hverning veðrið yrði næsta dag. Svo komu ýmis komment ...hmmm hann er að hvessa o fl í þeim dúr. Sem krakki horfði maður upp til barómetsins eins og það væru merkileg vísindi og ég held enn að svo sé. Mig bara langar að halda það.

Marta B Helgadóttir, 28.9.2007 kl. 22:08

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Kristjana.: Baromet= "Tékka á loftþrýstinginum og sjá út frá því hvort rigndi, blési eða gerði logn" Lægð, hæð, gott veður, vont veður, banka þrisvar og gá hvort nálin var á leiðinni upp eða niður. Setja hana síðan á sama stað og barometnálina og bíða ca 3 tíma og banka á ný.(þrisvar, ákveðið) Sem barni og síðar dreng og manni fannst mér þetta ómælanleg viska.(þangað til ég lærði á Baromet)

Halldór Egill Guðnason, 28.9.2007 kl. 22:34

4 Smámynd: Brattur

... barómet heitir víst loftvog á ylhýra...

Brattur, 28.9.2007 kl. 22:39

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Og mér skilst að hún sé fallandi.  Svona loftvogir voru til á öllum betri heimilum og þóttu hið mesta skart.  Ég er ekki viss um að fólk hafi endilega kunnað að lesa á mælinn, en ég man eftir svona loftvog, eða mæli á fallegu útskornu akkeri, í betri stofunni hjá ömmu og afa.  

Ég bjó að því að eiga eina ömmu og tvo afa langt fram á fullorðins ár, og mér hefur alltaf fundist ég hafa átt þau bestu í heimi. Annar afi minn var mikill hestamaður, en hinn sem alla tíð bjó í sveit og síðan litlu þorpi, fór allt á hjóli.  

Brattur, hefur þú ekki gefið út ljóðabækur? 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.9.2007 kl. 22:49

6 Smámynd: Brattur

... jú Imba... gaf út 2 fyrir mörgum árum og síðan var ég með 8 öðrum í einni bók... síðast í vor var ég svo með í ljósmynda/ljóðabók... nú er draumurinn að gefa út nýja bók eftir langt hlé... ég er búinn að hugsa það í mörg ár... en nú verð ég að fara að láta til skara skríða og fara að framleiða í hana...  reyndar er ég með aðra hugmynd í gangi... myndskreytta bók... en á eftir að sjá hvort hún verður að veruleika...

Brattur, 28.9.2007 kl. 23:15

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Flott - hvar geymir þú ljóðaskúffuna þína? Ertu ekki á leið ut úr skúffunni Brattur?

Góða helgi.

Edda Agnarsdóttir, 28.9.2007 kl. 23:16

8 Smámynd: Hugarfluga

Ó, ég hélt að Dúddi frændi ætti barametið. Hann var einu sinni á bar frá opnun til lokunar í þrjú kvöld í röð!

Hugarfluga, 28.9.2007 kl. 23:18

9 Smámynd: Brattur

... Hugarfluga... þú ert æðisleg...

Brattur, 28.9.2007 kl. 23:44

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Halldór Egill Guðnason, 29.9.2007 kl. 00:22

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 29.9.2007 kl. 00:30

12 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Legg hér með inn pöntun á væntanlega myndskreytta ljóðabók.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 29.9.2007 kl. 11:06

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hvernig verður veðrið á morgun ?

Anna Einarsdóttir, 30.9.2007 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband