Að hugsa

... það kemur fyrir að ég fari að hugsa... og þá eitthvað annað en um kjánalega hluti... út í miðri veiðiá í sumar missti ég einbeitinguna við veiðina og fór að hugsa; af hverju heyrist í vatninu...

... ég hef líka verið að spá í að búa mér til spegla sem ég hef á öxlunum og get horft í eins og þegar maður er að keyra bíl... það er einhver á eftir þér og kallar á þig... Brattur!... þá þarf ég ekki að snúa mér við heldur horfi bara í baksýnisspeglana til að sjá hver er að kalla... held það geti verið mjög þægilegt... þarf að sækja um einkaleyfi sem fyrst... og svo verð ég frægur og það verður gerð af mér brjóstmynd sem stendur í fallegum garði í eigu ríkisins... og á skiltinu stendur: Brattur fann upp axlarspegilinn árið 2007... brjóstmyndin verður mjög gáfuleg á svipinn og horfir til himins eins og sá sem hefur afrekað mikið...

... þetta eru dæmi um kjánalega hluti sem fara í gang í kollinum á mér stundum...

... en núna í morgunsárið er ég ekki að hugsa kjánalega... ég er bara alvarlega þenkjandi svona í morgunsárið... til hamingju með það!

... upp á síðkastið hef ég verið að gera tilraunir á vigtinni með því að standa á öðrum fæti... og ég er alltaf léttari ef ég stend á vinstra fæti en þeim hægri... sama hvar ég stend á vigtinni... mér finnst þetta merkilegt... best að skella sér í sturtu og svo á vigtina... ef ég er léttari á vinstri... þá er það 10 skiptið í röð og staðfest í eitt skiptið fyrir öll...

... svo næst ætla ég að prufa að standa öfugt á henni... það verður spennandi...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Af hverju er þetta kölluð brjóstmynd ?  Hvað myndi fólk segja ef ég segðist ætla að láta gera af mér brjóstmynd !     Úpssassa.  Bannað að kommenta á þetta komment.

Axlarspegill !  Hvernig höfum við komist af án hans hingað til ?  Til hamingju með stórmerka uppgötvun, Brattur hugsuður.     Haltu svo áfram að hugsa - ekki alveg allt vitlaust sem kemur út úr því. 

Anna Einarsdóttir, 20.9.2007 kl. 14:02

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Speglahugmyndin er ekkert annað "geníal" Brattur. Hugsaðu þér bara.: Ekki lengur hægt að koma aftan að mönnum og annað slíkt. Þetta mun nýtast svo víða að ég nenni ekki einu sinni að telja það upp. Myndi láta kíkja á viktina. Þetta er ekki "normal". Hef áhyggjur af þér vinur minn, að þú dettir og meiðir þig við viktunina Bíddu...ætlarðu að standa öfugt á henni? (Þú útskýrir þessa aðferð við tækifæri......)

Halldór Egill Guðnason, 20.9.2007 kl. 17:05

3 Smámynd: Brattur

... já Anna og Halldór... hugsið ykkur að engin skuli hafa uppgötvað axlaspeglana fyrr... þó voru menn eins og Tomas Alfa Edison uppi á undan mér og höfðu því talsvert forskot... þetta á eftir að breyta heiminum... að standa öfugt á vigtinni Halldór, þýðir eiginlega að rassinn er hinumegin...

Brattur, 20.9.2007 kl. 19:37

4 identicon

...humm, er að hugsa um að kaupa mér vigt eins og þú átt, nema ég fá að nota þína

Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 20:06

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

ahh mig langar nuna i vigt

Marta B Helgadóttir, 20.9.2007 kl. 21:16

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég þarf alltaf að "toppa" allt....algerlega óþolandi eiginleiki í mínu fari sem ég er að reyna að uppræta en nú er ég búin að blogga um þetta blogg á mínu bloggi þar sem kommentakefrið tók ekki við myndinni. Eigum við að fara "blogghring" með bloggið og enda aftur hér?Eigið góða helgi.

Vilborg Traustadóttir, 20.9.2007 kl. 22:01

7 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Þú ert svo hugmyndaríkur að það er magnað. Svona litlar hugsanir verða stórar og merkilegar þegar þú segir frá. Bráðskemmtilegt MT

Hulda Margrét Traustadóttir, 21.9.2007 kl. 08:35

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Fyrirgefðu ónæðið Brattur minn, en búinn að vera að hugsa þetta með "rassinn hinum megin" á viktinni alveg frá því í gær. Ætlaði aldrei að geta sofnað. Sá síðan hvað þú ert að meina á síðunni hjá henni Vilborgu. Ef þú ert að meina þetta, þá vil ég biðja þig, kæri vinur, að muna að taka af þér axlarspeglana, ÁÐUR en þú ferð á viktina

Halldór Egill Guðnason, 21.9.2007 kl. 09:07

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Vá hvað líf þitt er spennandi og uppfullt af nýjungum

Jóna Á. Gísladóttir, 21.9.2007 kl. 12:03

10 Smámynd: Hugarfluga

Hefurðu prófað að vigta bara á þér höfuðið ... og reyna svo að útskýra það fyrir tælensku sturtukonunni, liggjandi á gólfinu fyrir framan baðvigtina í Vesturbæjarlauginni?

Hugarfluga, 21.9.2007 kl. 17:27

11 Smámynd: Brattur

... hugarfluga... að mér skildi ekki hafa dottið þetta í hug... nú fer ég og vigta höfuðið í hvelli... eina sem ég er hræddur við er að það verði ekki nema svona 300 grömm...

Jóna.. það er ótrúlega margt sem gerist hjá manni á hverjum degi... maður tekur bara ekki alltaf eftir því...

Brattur, 21.9.2007 kl. 22:28

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góða helgi

Marta B Helgadóttir, 22.9.2007 kl. 00:54

13 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég hef einu sinni viktað á mér stóru tána, hún var nákvæmlega 28,88 gr!

Svona speglar eru nauðsynlegir, sérstaklega ef við hittumst aftur.

Edda Agnarsdóttir, 22.9.2007 kl. 16:44

14 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Brattur góður: Gott ráð fyrir vigtun: Snýta sér duglega; anda svo út og halda andanum.

Baksýnisspegill: Vinur minn í Colorado fékk í fimmtugsafmælisgjöf einn heljarinnar mikinn göngustaf, sem á var baksýnisspegill og lúður, auk þess sem hann var holur að innan fyrir brjóstbirtuna - og fallegt skrúfað lok á. Sannkallaður kjörgripur. Hvernig væri bara að henda sér í hönnun??

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.9.2007 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband