Ég verð að vera harðari

... Já, já, ég veit alveg hvað sum ykkar hugsa, en á þessari síðu er ekkert undirbeltistal stundað...

... vandamálið er, eins og fram hefur komið áður hjá mér, að ég er að verða alltof meyr með aldrinum og er bara alls ekki nógu grimmur...

... margir vita að ég er svokallaður fluguveiðimaður... áður fyrr var mikill æsingur í manni þegar fiskurinn tók og maður dró hann að landi, rotaði og blóðgaði, ekkert mál... núna þá bærist eitthvað í brjósti mér við sömu aðstæður, aumingja fiskurinn, mikið vildi ég nú að hann dytti af, því nú ætlar vondi kallinn ég að fara að drepa hann... þetta er náttúrulega ekki hægt urrr...

... ég varð fyrir árás um verslunarmannahelgina, grimmilegri árás geitunga... ég var að velta við steini í garðinum hjá mér, það var farið að rökkva og ég sá ekki vel til, sé ekkert of vel þó bjart sé, nema hvað að ég finn að eitthvað stingur mig í báðar hendur, hélt ég hefði rekið mig í glerbrot eða eitthvað slík, dreg þó hendurnar upp að andlitinu og eru þær þá löðrandi í geitungum sem eru illúðlegir í framan og eru að borða mig... ég fékk sex geitungastungur á þessari hálfu mínútu sem þetta stóð yfir... og vitið þið hvað, ég var ekkert reiður við blessaða geitungana, þeir hafa sinn rétt til að lifa greyin, þarna hafði ég komið og eyðilagt heimilið þeirra og ekki nema von að þeir vildu verja sitt... þetta er náttúrulega ekki í lagi... urrr

... svo í gærmorgun fór ég í sveppatínslu, það finnst mér mun skemmtilegra en að tína ber... maður er með hníf með sér og sker sveppinn í sundur eins neðarlega og maður getur... og hvað haldið þið, í miðju kafi hikaði ég við að skera einn sveppinn, því... aumingja sveppurinn... maður er ekki  í lagi...urrr

... framundan er skákmót hjá mér og hvernig á ég að vinna einu einustu skák ef ég tek ekki á þessu vandamáli... t.d. myndi ég hugsa; "aumingja Ægir hann hefur ekki unnið skák ennþá, ég ætla nú ekkert að vera að reyna neitt á móti honum"... urrr

... nei, nú hefst tímabil grimmdarinnar, ég ætla að fara að æfa mig í að vera harðari, hvassari og gjörsamlega miskunnarlaus... kannski ég byrji á því að slíta vængi af flugum...Devil

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir, 28.8.2007 kl. 09:36

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Hver verður ekki meyr með aldrinum og það er bara sætt. Gæti ekki séð þig fyrir mér GRIMMAN....vertu því ekkert að reyna að verða það.  Á mínum vinnustað segja karlmennirnir eða piltarnir eins og ég kalla þá gjarnan, að konur sem komnar eru yfir svona ca 45 árin tilheyri "þakkláta aldrinum" ....og er nokkuð slæmt við það ?  Mér finnst skemmtilegra að kalla þá "mjúka menn" þegar þeir fara að sýna á sér mannlegri hliðar þegar þeir eldast og sjá að ekki er betra að hafa allt með hörkunni. Og þá fyrst finnst mér þeir vera farnir að sýna visku.....En er þetta í lagi farin að blogga í pásunni minni í vinnunni úbbs...... Yfir og út Magga

Hulda Margrét Traustadóttir, 28.8.2007 kl. 11:27

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nei Brattur NEI !!  Mátt alls ekki breytast.   Urrr.

Anna Einarsdóttir, 28.8.2007 kl. 11:33

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ég frábið mér alla grimmd á mótinu Brattur. Þú verður að hugsa fallega til okkar sem varla kunnum mannganginn og mátt ekki draga úr keppnisandanum með svona hótunum um breyttan persónuleika. Þetta er sálfræðiterrorismi af verstu gerð. Svei mér ef þú ert ekki búinn að gera mann skíthræddan, þannig að trixið virkar! Stafar annars nokkur hætta af þér þessa dagane með fjóra fingur í teipi?

Halldór Egill Guðnason, 28.8.2007 kl. 14:26

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Pabbi fór í hjartaaðgerð fyrir um 20 árum síðan.  Honum var gefið blóð.  Þegar hann vaknaði var hann mjög meyr.  Hann sagði við læknana að þeir hlytu að hafa gefið honum eintómt "kerlingablóð" hann væri sígrenjandi!!!!

Vilborg Traustadóttir, 28.8.2007 kl. 14:38

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

 

Marta B Helgadóttir, 28.8.2007 kl. 20:18

7 Smámynd: Brattur

Magga...  ég er örugglega á mjög þakkláta aldrinum...

Anna... Urrr... þýðir ekki endilega að ég ætla að bíta... bara svona urrr...

Halldór... ég á erfitt með að hreyfa fingurna og reikna jafnvel með að verða með aðstoðarmanneskju til að færa talfmennina fyrir mig, er búinn að spurja dómarann og hann leyfir það...

Vilborg... held ég sé ekki alveg kominn á vælukjóastigið... en gæti endað þar ef ég geri ekkert í málinu...

Brattur, 28.8.2007 kl. 20:41

8 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

"Meyra" Magga (ekki yrkja ljóð um hana) var að blogga, kíktu þar inn og sjáðu hvernig "þakkláta aldrinum" líður  í dag.....Það sem best er að við erum "góðar manneskjur" eins og amma mín Guðfinna sagði alltaf til þess að verja þá sem ekki voru "INN" hjá öðrum.

Gangi þér vel í skákinni...án þess að vera harður og grimmur....ég sleit einhverntíma vængi af flugum og Vilborg og vinur hennar drápu þúfutittlingsunga...en þetta voru  bara svona ungviðis rannsóknir - var það ekki ?

Magga

Hulda Margrét Traustadóttir, 28.8.2007 kl. 20:54

9 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það var Indriði sem drap ungana Magga!!! Ég var að reyna að bjarga þeim úr klóm hans.........þ.e.a.s. þeir drápust úr kulda þegar hann fór að láta þá keyra í leikfangavörubílnum.....mikið var ég sár innan í mér.....Varð ofan á í baráttu við geitung heima hjá mömmu og pabba í gær....hreinlega "banaði" honum.

Vilborg Traustadóttir, 28.8.2007 kl. 22:12

10 Smámynd: Brattur

... Vilborg, ég glotti nú bara út í annað ef ég rekst á einn eða tvo geitunga eftir að hafa lenti í heilum her um daginn... þetta var martröð, skal ég segja þér... en hva... ég var að skemma húsið þeirra svo þeir voru í fullum rétti...

Brattur, 28.8.2007 kl. 22:21

11 Smámynd: kloi

Í guðanna bænum leyfðu karlinum að vinna eina skák. Ég nenni ekki að hlusta á eitthvað tuð um óheppni og svindl alla helgina. Hann gæti líka gleymt sunnudagsrjómanum í sárindunum

kloi, 28.8.2007 kl. 23:21

12 Smámynd: Brattur

Klói, don´t worry be happy... ég get ekkert í skák...

Brattur, 28.8.2007 kl. 23:30

13 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Já það er hryllilegt þegar þessi meðaumkun hellist yfir mann og maður fer að finna til með og vorkenna öllu sem verður á vegi manns. Maður getur orðið ansi lengi á leiðinni út í búð ef maður ætlar ekki að kremja einn maur. Og svo passar þetta ekkert inn í þemað okkar: Survival of the fittest!

gerður rósa gunnarsdóttir, 29.8.2007 kl. 19:26

14 Smámynd: Brattur

... ég á náttúrulega ekki nokkra möguleika að lifa af við þær leikreglur... það er nokkuð ljóst...

Brattur, 29.8.2007 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband