Stóra skákmótið - reglur

Já, það styttist í Stóra skákmótið... keppendur verða að öllum líkindum átta og ekki seinna vænna en að dómarinn kynni þær reglur sem verða í gangi á mótinu.

Ef væntanlegir keppendur hafa einhverjar athugasemdir, þá eru þær leyfðar, en ekki endilega teknar til greina. Skal athugasemdum komið á framfæri við undirritaðan, sem er dómari mótsins, eigi síðar en á miðnætti, þriðjudaginn 28. ágúst

1. Hver keppandi fær 10 mínútur á skák

2. Dragdrottningin = þegar teflt er við Kristjönu þá er eigin drottning dregin út af borðinu, hún kysst og lögð nett til hliðar

3. Falli keppandi á tíma þá fær hann hraðnámskeið út í horni í "Time manager"

4. Bannað er að rymja meira en einu sinni í hverri skák

5. Snertur maður er færður, nema að það hafi verið óvart og ber þá að segja "fyrirgefðu"

6. Í hvert skipti sem biskup er notaður, þá skal berja hann og segja "og hafðu þetta skömmin þín"

7. Ægir, skal mæta í Skotapilsi... má vera í pilsi af konunni sinni, ef erfitt reynist að finna Skotapils
 (best væri að það væri köflótt eða freknótt)

8. Keppendur mega bara borða nesti og fá sér drykk eftir að hafa hreyft hrókinn

9. Ætlast er til þess að keppendur séu sæmilega hreinir undir nöglunum... dómari og aðstoðardómari taka það út áður en keppnin hefst

10. Sá sem vinnur skák, skal eftir fremsta megni hugga andstæðinginn, taka utan um hann og segja; þetta var alveg óvart, "ég skal aldrei gera þetta aftur"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Mér finnst alveg vanta í reglurnar skilgreiningu og verklagslýsingu vegna eftirlitsdómarans. Það gengur ekki að mæta til móts og vita ekki hvað maður má og hvað ekki. Hversu víðtækt er vald mitt Brattur? Eru reglurnar hér að ofan hafðar fyrir ofan eitthvað smátt letur, sem ekki er gert opinbert?

Halldór Egill Guðnason, 27.8.2007 kl. 09:56

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

  Alveg ertu milljón Brattur..... já eða trilljón.  Líst ógnarvel á reglurnar.  Þó ber að athuga reglu 10.  Ef allir lofa að vinna aldrei aftur... eru þeir annaðhvort að plata og það er ljótt...... eða við getum ekki teflt aftur.  Þarfnast endurskoðunar.  Má t.d. segja "ég skal ekki gera þetta aftur í þessari viku" ?

Halldór;  sem eftirlitsdómari hefur þú lokaorðið varðandi allt bara.  Þú ræður því sem þú vilt ráða...... nema Dragdrottningunni.  Hún er ekki umsemjanleg. 

Anna Einarsdóttir, 27.8.2007 kl. 14:44

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Eftirlitsdómarinn er bara býsna sáttur við þessar reglur Ætla að klippa út eitt gult og eitt rautt spjald, svona "just in case, for the human race", en hef ekki trú á að ég þurfi að nota það. Prúðari hópur en vandfundinn í bloggheimum, já og þó víðar væri leitað. Hlakka rosalega til og er meira að segja alveg að ná því hvernig biskupinn gengur. Þá er bara hesturinn og turninn eftir og kvikyndið er klárt í keppni. Jíha!!

Halldór Egill Guðnason, 27.8.2007 kl. 15:25

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já....... það er farið að fara um mann við tilhugsunina um þessa keppni aldarinnar.  Hvernig líst ykkur á einhliða ákvörðun mína um að "blogga um verðlaunin á föstudag eða laugardag" ?  Sýna mynd af djásninu ef þið eruð svo tæknivædd.  Og svo á að skíra verðlaunin.  Ég er með reglu í kollinum, sem farið verður eftir í keppninni, við úthlutun verðlauna.  Þarf eiginlega að segja einhverjum einum hver reglan er... svo hlutleysi mitt sé ljóst í þessu máli.    Brattur !  Þú sendir mér póst þegar þú ert búinn að skíra "draslið" þitt.... með nafninu.  Þá sendi ég þér póst til baka með verðlaunaúthlutunarreglunni.    Og svo þegjum við um það fram að keppni.  Okítók ?

Anna Einarsdóttir, 27.8.2007 kl. 18:05

5 Smámynd: Brattur

... var að koma inn eftir langan útivistardag, sveppatínsla og fúavörn og fleira skemmtilegt... hér er af nógu að taka...

... byrjum á þessu með reglur 10. "ég skal aldrei gera þetta aftur"... þetta er nú bara svona eins og fyllibyttan segir við sjálfa sig í þynnkunni... þetta er svona hvít lygi... en gert í góðum tilgangi... til að hughreysta þann sem tapaði... svo þegar hann er búinn að jafna sig... þá getur maður kannski sagt... "ég var nú bara að spauga"...

Brattur, 27.8.2007 kl. 20:50

6 Smámynd: Brattur

Halldór, svo er þitt stæsta hlutverk að hafa eftirlit með mér... ég á það til að gleyma mér í hita leiksins... og þá átt þú að smella gula spjaldinu í andlitið á mér...

Brattur, 27.8.2007 kl. 20:52

7 Smámynd: Brattur

... hva rosalega eruð þið komin langt í þessu með verðlaunin... mín eru ekki einu sinni komin á hugmyndarstigið, hvað þá meira...

Brattur, 27.8.2007 kl. 20:54

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mín verðlaun eru tilbúin, skírð og mynduð.  Nú er bara að bíða eftir deginum til að blogga um þau.  Assg... lítið varið í þetta samt. 

Anna Einarsdóttir, 27.8.2007 kl. 21:20

9 Smámynd: kloi

Brattur, settu í reglurnar: Þeir sem eru með kisuofnæmi, munið að taka pillurnar ykkar  Alltaf öryggið á oddinn

kloi, 27.8.2007 kl. 21:29

10 Smámynd: Brattur

... ég verð svo helv... lítið heima hjá mér á næstunni... þó gæti ég verið heima annaðkvöld og á miðvikudagskvöldið (ekki víst samt)... og svo ekkert fyrr en á sunnudagskvöldið...... þið verðið bara að gera þetta án mín, en svo stekk ég inn í umræðurnar ef og þegar ég verð við tölvu....

Brattur, 27.8.2007 kl. 21:31

11 Smámynd: Brattur

Takk fyrir þetta Klói minn... ég þarf sjálfur ekkert að passa mig... er ekki með ofnæmi fyrir neinu nema hafragraut...

Brattur, 27.8.2007 kl. 21:34

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ó !  Hvað með verðlaunaúthlutunarregluna ?  Ok....... Halldór eftirlitsdómari... ertu búinn að skíra draslið þitt ?  Ef svo, sendu mér nafnið og ég sendi þér regluna.  Nema þú verðir á undan Brattur........ komasvo... keppni komin í gang hérna. 

Anna Einarsdóttir, 27.8.2007 kl. 21:56

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Æjæjæ strákar. Þið töpuðuð kapphlaupinu um verðlaunaúthlutunarregluna,, fyrir STELPU.    Kristjana vann... og kann núna regluna..... þegar hún er búin að lesa póstinn sinn.

Anna Einarsdóttir, 27.8.2007 kl. 22:34

14 Smámynd: Brattur

... jæja, fyrsta tapið staðreynd... ferlegt... og ég sem er svo forvitinn... og tapsár...

... á ég samt að senda þér nafn Anna???

Brattur, 27.8.2007 kl. 22:50

15 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nei nei strákar mínir.  Birtið bara nafnið þegar þið bloggið um "verðlauna-eitthvað-ið". 

Anna Einarsdóttir, 27.8.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband