Vöđludansinn

Ég bjó til nýjan dans í veiđiferđinni í vikunni. Vöđludansinn. Ţađ var ţannig ađ ég óđ stríđan streng út í Maríuhólma. Ţar er góđur veiđistađur. Maríuhólmi var hinsvegar á kafi í vatni. En ţó ekki nema svona fet ţar niđur á botn. Fljótlega setti ég í fisk. Ég gat ekki geymt fiskinn í hólmanum, af ţví ađ hann var á kafi í vatni (líklega er ţađ ţá ekki hólmi lengur) Ég nennti ekki ađ vađa strauminn til baka aftur međ fiskinn, vildi veiđa meira á ţessum stađ.

Ég var međ plast inn á bakinu á veiđivestinu. Og ţá hófst dansinn. Nokkur fjöldi áhorfenda streymdi ađ til ađ fylgjast međ. Ţar voru 3 ađrir veiđimenn, nokkrar húsendur og tveir óđinshanar. Til ţess ađ komast í plastiđ á bakinu á veiđivestinu, var ég fyrst ađ fara úr regnjakkanum sem ég var međ utanyfir. Úti var ţónokkur rigning svo ég varđ ađ vera fljótur ađ athafna mig til ţess ađ verđa ekki hundvotur í úrhellinu. Mér tókst ađ smokra mér úr regnjakkanum eftir langan tíma og vefja honum um hálsinn, ţví ekki gat ég haldiđ á honum og veiđistönginni og fiskinum, öllu í einu. Ég var međ veiđistöngina á milli hnjánna og fiskinn í annarri hendi. Međ lausu hendinni varđ ég ađ klćđa mig úr flíkunum,ţarna í miđri ánni. Međan ég var í ţessu brasi ţá einhvernvegin sneri ég alltaf í hringi, ţiđ vitiđ, eins og mađur gerir ţegar mađur klćđir sig úr peysu án ţess ađ nota hendurnar.

Ţegar regnjakkinn var kominn utan um hálsinn ţá ţurfti ég ađ komast úr hálfu vestinu! Ţýđir, ađ ég ţurfti ekki ađ fara úr ţví öllu, bara helmingnum, ţ.e. annarri erminni, svo ég komi ţessu nú út úr mér. Ţá loksins gat ég teygt mig í rennilásinn ađ hólfinu sem geymdi plastpokann. Ég stakk fisknum í pokann og batt fyrir og kom honum fyrir í hólfinu og klćddi mig í vestiđ. En ţá datt regnjakkinn sem hafđi veriđ vafinn um hálsinn í ánna. Ég dró hann gegnblautan úr ánni og hafđi engin önnur ráđ en ađ klćđi mig í hann aftur og hefja veiđar ađ nýju. Ţeir veiđimenn sem voru í landi og fylgust međ sögđu ađ ég hafi veriđ a.m.k. hálftíma í ţessu brasi. Líklega hefđi ég bara veriđ 10 mínútur ađ fara í land og til baka aftur. En ţađ var erfitt ađ hćtta ţegar dansinn var byrjađur. Einnig sögđu ţeir félagar mínir hafa haldiđ ađ ég vćri ađ reyna ađ klćđa mig úr vöđlunum í miđri á án ţess ađ blotna.

Hvađa lćrdóm getur mađur svo lćrt af ţessu; ég held engan... ég verđ alltaf sami kjáninn...


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

Ţú klikkar ekki Brattur.

Halldór Egill Guđnason, 25.8.2007 kl. 22:38

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Nú hef ég hvorki reynslu né skilning á málinu til ađ taka undir eđa mótmćla ţessu síđasta. Ţessu međ lćrdóminn. En kona verđur ađ spyrja sig; afhverju í ósköpunum var plastiđ geymt á bakinu ?  

Jóna Á. Gísladóttir, 25.8.2007 kl. 22:47

3 Smámynd: Brattur

... eina nógu stóra plássiđ í veiđivestinu, Jóna... hinir vasarnir bara pínulitlir fyrir lítil flugubox og smádótt, en allir fullir af einhverju smárćđi sem ţarf ađ fylgja veiđimanninum... nćstum eins og konuveski.... (ekki ţađ ađ ég sé mjög kunnugur ţeim ađ innan)...

Brattur, 25.8.2007 kl. 22:51

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ţú getur samt dregiđ lćrdóm af ţessu !

Enginn er verri ţótt hann vökni. 

Anna Einarsdóttir, 25.8.2007 kl. 22:58

5 Smámynd: Brattur

... kórrétt Anna... ég vissi ađ ţađ var eitthvađ viđ ţetta og nú er ţađ komiđ

Brattur, 25.8.2007 kl. 23:01

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Vöđludansinn vel ég stíg,varla er mál ađ linni....................vinsamlegast botniđ

Vilborg Traustadóttir, 26.8.2007 kl. 01:20

7 Smámynd: Brattur

Vilborg... ţetta var ekki auđvelt... hér kemur ţó eitt stykki hnođ:

Vöđludansinn vel ég stíg,
varla er mál ađ linni
eins og fugl til himins flýg
frjáls í hugsun minni

Brattur, 26.8.2007 kl. 12:25

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Vöđludansinn vel ég stíg

varla er mál ađ linni

ansans,  síđan á mig míg

mál var ekki inni !

Anna Einarsdóttir, 26.8.2007 kl. 12:55

9 Smámynd: Brattur

... Anna... ţú ert miklu betri í ţessu en ég....

... ábyggilega margur sem lendir í vandrćđum međ ţetta út í miđri á... hef heyrt sögur af mönnum sem losa loft í vöđlur snemma morguns... en gasiđ kemst ekkert út (ţröngt belti um mittiđ)... fyrr en um miđjan dag ţegar komiđ er heim í pásu... ţá yfirleitt deyr allt kvikt sem er í kringum ţessa menn og líđur jafnvel yfir ţá sjálfa... enda er til spray sem heitir vöđluspray sem mildar ţessi áhrif verulega, er mér sagt...

Brattur, 26.8.2007 kl. 13:01

10 identicon

Er ţađ ekki sama spreay-iđ, bróđir og ég notađi óvart á ţurr-flugurnar um daginn? Sem sukku svo allar eins og grjót.

Björn Valur (IP-tala skráđ) 26.8.2007 kl. 13:07

11 Smámynd: Brattur

Já, stóri Björn... mundu svo ađ nota ţađ í vöđlurnar nćst... og ţurrflugusprey á ţurrflugurnar...

Brattur, 26.8.2007 kl. 16:02

12 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Vöđludansinn vel ég stíg

varla er mál ađ linni.

Samt ég síđar niđur hníg

sćll í huga og sinni.

Magga

Hulda Margrét Traustadóttir, 26.8.2007 kl. 16:36

13 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Fínir botnar ćtla ađ reyna sjálf núna.-Vöđludansinn vel ég stíg,-varla er mál ađ linni.-Upp í vindinn einatt míg,-eftir ţessi kynni.-

Vilborg Traustadóttir, 26.8.2007 kl. 21:36

14 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Mér finnst botn Bratts bestur enn sem komiđ er ţó hinir séu skondnir, en hvers vegna kemur allt í belg og biđu ţó ég reyni ađ hafa línubil???  Er ţetta eitthvađ' copy-paste dćmi???

Vilborg Traustadóttir, 26.8.2007 kl. 21:37

15 Smámynd: Brattur

... já, Vilborg, ţetta er eitthvađ svoleiđis... skrifađir ţú ţetta ekki beint í athugasemd?

Brattur, 27.8.2007 kl. 00:01

16 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

.......

Vilborg Traustadóttir, 27.8.2007 kl. 12:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband