Brattur og bróðir hans

... jæja, þá er ég kominn heim og verð í einn dag heima!... það er búið að vera mikið at á mér og ofboðslega gaman... er búinn að vera í veiði í tveim ám, fara í fjallgöngu með gömlum skólabróður og syni hans og yndislegri 16 ára frænku minni sem ég var nú bara að kynnast í fyrsta skiptið... Við gengum sem sagt upp á Múlakolluna í Ólafsfirði, sem er fjallið þar sem jarðgöngin milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur fara í gegnum... minn gamli skólabróðir og vinur sem var með mér er búinn að búa í Svíþjóð síðan árið 1981... sonur hans, tvítugur strákur, sem með okkur var heitir því skemmtilega nafni Magnús Múli,og þess vegna var þetta fjall fyrir valinu... við fórum þessa fjallgöngu á föstudeginum, en þá um kvöldið og síðan daginn eftir var síðan bekkjarmót á Ólafsfirði... við vorum líka að sýna okkar gömlu bekkjarfélögum að það er ýmislegt hægt að gera þó aldurinn færist yfir og vorum gríðarlega stoltir af okkur þegar til byggða var komið aftur... ég ætla nú ekki að fara út í nein smáatriði um það sem síðan gerðist um helgina, en mikið rosalega skemmti ég mér vel...

... annað sem ég gerði í vikunni var að taka upp á disk veiðilagið "Fílhraustir drengir" með honum bróður mínum... við sömdum lag og texta saman bræðurnir og er það í fyrsta skipti sem við höfum lagt saman í púkk hvað þetta varðar og vonandi gerum við meira af því í framtíðinni... við erum með þessum boðskap að reyna að leiðrétta þann misskilning að það að vera í veiði sé bara glens og grín og fyrir hvern sem er... formlegur útgáfudagur lagsins verður á morgun og athöfnin fer fram á bökkum Laxár í Laxárdal þar sem diskurinn verður áritaður meðan birgðir endast, en við erum einmitt að fara á morgun að veiða í þessari perlu og verðum fram á fimmtudag...

... lagið er vals svo hægt sé að dansa við ráðskonurnar í veiðihúsunum og veiðifélagarnir geta tekið undir í viðlaginu... við bræður syngjum fyrstu tvö erindin til skiptis og blöndum svo því síðasta saman... sumir segja að raddir okkar séu líkar...

... en sem sagt, smá forskot á sæluna, hér er textinn og lagið er komið á spilarann hér fyrir neðan...

Fílhraustir drengir


Fólk heldur að það sé frí
Að fara í veiði
Lúxus leti líf
Upp á heiði
En ekki er þar allt sem sýnist vera
Og alla daga meira en nóg að gera

Það er hörkupuð
Að vaða stríða strengi
Við flugnasuð
í kaldri ánni lengi
það bara fyrir hrausta drengi

Á morgnanna við vöknum
Stundum snemma
Klukkan átta og jafnvel fyrr
Þeir sem nenna
Í nesti tökum orkuríkan lager
Kassa af góðum bjór og flösku af Jager

Því það er hörkupuð
Að vaða stríða strengi
Við flugnasuð
í kaldri ánni lengi
það bara fyrir hrausta drengi

Trítlum eins og dvergar sjö
Að ánni
Með stöng og flugubox
Og með í tánni
Köstum flugum fimlega í strauminn
Í dag við látum rætast drauminn

Það er hörkupuð
Að vaða stríða strengi
Við flugnasuð
í kaldri ánni lengi
það bara fyrir hrausta drengi

Já, það er streð og puð
Að stríða vaða strengi
Og aðeins fyrir hrausta drengi
Já, fílhrausta drengi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Góðir með ykkur!!!! En eitthvað til í þessu.

Vilborg Traustadóttir, 20.8.2007 kl. 12:32

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er ekki að spyrja að þér og þinni fjölskyldu.... kominn með fisk.... og disk. 

Velkominn heim..... það hefur verið rólegt á netinu undanfarna daga.

Anna Einarsdóttir, 20.8.2007 kl. 12:46

3 Smámynd: Brattur

... já, Vilborg... það er ofboðslega erfitt að vera að veiða... maður kemur heim alveg laf... rétt til þessa að hvíla sig og safna kröftum fyrir næstu veiðiferð...

... Anna, fiskur og diskur og það að hafa sigrast á heilu fjalli... það er ekki slæm uppskera á einni viku... já, eru bara rólegheit á netinu... fólk í sumarskapi og á þvælingi... sá að þú komst hálf lemstruð úr rafting ferðinni... ertu ekki að skríða saman???

Brattur, 20.8.2007 kl. 12:51

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Loksins er ég búin að taka kexmylsnuljóðið inn. Það var nú gott. Fékk mér eitt kex af tilefninu.... Skiljanlega eru veiðiferðir hið mesta púl, en dáldið kúl. Mjöðurinn léttir skiljanlega eitthvað vaðið..... Upgrade your email with 1000's of cool animations


 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.8.2007 kl. 14:02

5 Smámynd: Brattur

já, Guðný Anna... nú er ég bara í nuddi og gufu í dag til að undirbúa morgundaginn... það er ekki laust við að það sé smá kvíði í mér... þetta verður strembið... en eins og þú segir, orkudrykkir með í bakpokanum til að létta labbið og lundina...

Brattur, 20.8.2007 kl. 14:40

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jú maður... ég er öll komin í lag.  Harðsperrur horfnar og fleiður að gróa.  Sálin betri en fyrir ferð, held ég.  Það er hollt að verða skíthræddur svona einu sinni á ævinni. 

Þú hefur ekki setið auðum höndum né á stól..... dugnaðurinn í þér !

Þú fékkst póst um skákmótið.

Anna Einarsdóttir, 20.8.2007 kl. 16:53

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það vantar ekki kraftinn í þig Brattur. Tætir um fjöll og firnindi og semur ljóð og lög í leiðinni. Það verður ekki af þér skafið. Hvað verður diskurinn annars gefinn út í mörgum eintökum? Verður sent í póstkröfu?

Halldór Egill Guðnason, 20.8.2007 kl. 17:37

8 Smámynd: Brattur

... diskurinn ( bara 1 lag ) verður gefinn út í 20 eintökum í fyrstu lotu... ef það verður meiri eftirspurn, þá gerum við kannski 20 í viðbót... aldrei að vita nema lagið verði spilað á Rás 2 í fyrramálið...

Brattur, 20.8.2007 kl. 18:06

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Abbalabbalá, missti af þessu, fer beint á ruv.is Upgrade your email with 1000's of cool animations


 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.8.2007 kl. 23:26

10 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Já,

þessi kviðlingur minnir einna helst á kvæðið (var það ekki Hannes Hafsteinn) þar sem skáldið í karlmennskubrjálæði óskaði sér óveður og mannraunir á Kili.

Áfram strákar!

Ásgeir Rúnar Helgason, 22.8.2007 kl. 20:47

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahaha. Já þetta er nú meira puðið. Gert af einskærri fórnfýsi og af fornaldarlegri skyldu. Draga björg í bú.

Seturðu ekki lagið inn í spilarann þinn?

Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2007 kl. 00:35

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Lagið er inni á spilararnum...... undir trénu.  Sést bara fílh mínus hálft háið.

Virðingarfyllst,

einkaritari Bratts,

Anna.

Anna Einarsdóttir, 23.8.2007 kl. 18:00

13 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Viltu kíkja á mitt blogg og hjálpa til (aftur) ?? Please!!

Heiða B. Heiðars, 23.8.2007 kl. 19:56

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

fæst diskurinn með póstkröfu segirðu ?

Marta B Helgadóttir, 23.8.2007 kl. 23:32

15 Smámynd: Brattur

... já, Marta, ég tek við pötunum... þeir sem vilja fá disk geta fengið eintak...

Brattur, 23.8.2007 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband