Málshættir um konur

Brattur er mikil jafnréttissinni og finnst stundum að við karlarnir sjáum stundum ekki út fyrir
löngutöngina á okkur þegar um jafnrétti kynjanna er að ræða,. 

Ég rakst á nokkra málshætti um konur og var að velta fyrir mér hvort þeir
hafi allir verið gerðir af karlmönnum, hvað haldið þið?

Spegúlasjónir og orðaskýringar Bratts fylgja á eftir hverjum málshætti.

Oft eru flögð undir fögru skinni.  
Brattur: Þessi fór í fýlu þegar sæta skvísan yfirgaf hann. 

Betra er að vera góðs manns frilla en gefin illa.
Brattur : Það mætti hugsanlega taka undir þetta, en er þetta þá góður maður?

Ekki eru allar konur eins að kyssa.  
Brattur : Þetta vissi ég. 

Já er meyjar nei.    
Brattur : Þetta vissi ég ekki.

Köld eru kvenna ráð.    
Brattur :Einu köldu ráðin sem ég hef fengið frá konu var frá konunni í ísbúðinni.

Sá á konu sem kaupir.    
Brattur :Nei, bíði nú við... Can´t by me love... var það ekki svoleiðis?

Kona er karlmanns fylgja.   
Brattur :Þetta hlýtur að hafa verið samið í hesthúsinu.

Sá á þarfan hlut sem á þrifnað konu.  
Brattur : Hvaða vitleysingur sagði nú þetta, letihaugur?

Oft er karlmannshugur í konu brjósti.  
Brattur : Sammála þessu.

Þrætugjörn kona er sem sífellur leki.  
Brattur : Karlpungar geta líka lekið, hef séð það.

Þunnt er móður eyrað.    
Brattur : Hvað er hér á seiði...þynnist eyrað þegar maður eignast börn huh?

Þögn er kvenna kostur.    
Brattur : Já, það er nú það... þegar maður er rökþrota... þá er best að það tali enginn við mann

Kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn. 
Brattur : Þetta samdi nú bakaragrey sem þurfti að borga konunni lélegu launin hennar.


Ég segi nú ekkert annað eftir þennan lestur en úppss.... voru þetta ekki bara karlarnir í gamla daga, sem svona töluðu, þessir í moldarkofunum... ekki erum við svona enn, íslenskir karlmenn????

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

"Klók eru kvennaráð" stendur á bolnum mínum sem ég á enn og keypti þegar ég var kosningastýra kvennalistans á Akureyri í bæjarstjórnarkosningum 2000.  Kvennalistinn lét framleiða þessa boli.  Hey hvað er að frétta af Ketilásnum????

Vilborg Traustadóttir, 27.7.2007 kl. 23:25

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nei er meyjar já....... en ekki...  já er meyjar nei.    Þaggi ?

Þú ert fyrirmynd íslenskra karlmanna Brattur minn.

Anna Einarsdóttir, 27.7.2007 kl. 23:25

3 Smámynd: Brattur

... nei, það er bara stundum sem ég skil ekki suma karlp.... hef heyrt og séð þá tala eins og steinaldamenn... það fer bara í urrrginn á mér... ég verð að segja það

Vilborg, ég fór og skoðaði Ketilásinn, tók myndir af húsinu og kíkti inn um glugga... fékk svo nafn á manni hjá afgreiðslukonunni í búðinni (hún var nú samt ferkar snúin við mig af því ég keypti ekkert, dóninn... þ.e. er ég)... ég fékk símanúmer og nafn hjá einhverjum Steingrími... og nú er næst að hringja í hann... það voru heybaggarúllur um allt tún

Brattur, 27.7.2007 kl. 23:30

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Space-að-ir rúllubaggar.  Kem ekki í fljótu bragði fyrir mig Fljótamanni að nafni Steingrímur?? Kemur í ljós.  Þetta er bara að verða spennandi.

Vilborg Traustadóttir, 27.7.2007 kl. 23:43

5 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Þið eruð svo fyndin, með þessar rúllur og heysátur !!! HM...Jæja boltinn rúllar og ég þarf að lauma aðgangi að síðunni minni til Bratts....en hvernig án þess að allir lesi mitt rugl ????

Magga

Hulda Margrét Traustadóttir, 28.7.2007 kl. 12:22

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Magga þú verður bara að kasta þér út í djúpu laugina og opna fjárans bloggið....það er vel þess virði að skoða myndirnar þínar þar...o.fl. Að öðrum kosti getur þú beðið Bratt að gerast bloggvinur og gefið honum þar með aðgang.  Það er hægt að stilla þannig að það sé lokað öðrum en bloggvinum......kann það ekki en hef séð það gert hjá mínum bloggvinum.

Vilborg Traustadóttir, 28.7.2007 kl. 17:18

7 Smámynd: Brattur

... Vilborg... auðvitað á Magga að opna bloggið.... eða a.m.k. að hleypa mér inn

Brattur, 28.7.2007 kl. 23:46

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Brattur.: Legg til að bætt verði við keppnina enn einum liðnum. : "Nýsmíði málshátta um konur". Hægt að hafa það á kvöldvökunni síðasta kvöldið, að loknu boðsundinu í sturtubotninum hjá Ægi.

Halldór Egill Guðnason, 31.7.2007 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband