Að sofa vært við ána

Smá viðbót við veiðipistilinn hér að neðan. 
Á einni vaktinni vorum við 3 félagarnir á lélegasta veiðistaðnum í ánni.
Ég varð leiður á að standa út í á og kasta flugunni útí vonleysið.
Fór í land og lagði mig á bakkann. Í mjúkri sinunni og við mjúkan árniðinn sveif ég fljótlega inn í draumaheima. Og mig dreymdi að ég væri að veiða!

Í draumnum kastaði ég púpunni uppí strauminn og fylgdist grant með tökuvaranum; og viti menn hann fór í kaf og ég brást snöggt við og kippi stönginni upp. Ég vaknaði við þessi læti og hafði þá rifið upp gamlan hvannarstöngul sem var við hliðina á mér, með látum og hélt á honum í hendinni eins og veiðistöng! Ég hló smástund að sjálum mér og lagðist út af aftur og vaknaði ekki fyrr en félagi minn kom upp úr ánni og sprakaði í síðuna á mér og kallaði ræs gamla drusla! Mikið skrambi var þetta annars góð kría.

 



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hann er kaldur þessi félagi þinn... sparka svona í vopnaðan mann!

Heiða B. Heiðars, 11.6.2007 kl. 01:48

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

 Veiddirðu nokkuð á Hvannarstöngulinn ?  Eitt síli kannski.

Anna Einarsdóttir, 11.6.2007 kl. 21:24

3 Smámynd: Brattur

Heyrðu Anna, ég fékk flugfisk, en sleppti honum aftur... þeir eru svo sjaldgæfir blessaðir í íslenskum ám... en kannski dreymdi mig það líka... kannski er ég bara enn sofandi á árbakkanum; veit ekkert í minn haus lengur

Brattur, 11.6.2007 kl. 22:06

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

VEISTU HVAÐ STÖNGIN KOSTAR ?  VAKNAÐU MAÐUR !!

Anna Einarsdóttir, 11.6.2007 kl. 22:21

5 Smámynd: Brattur

Stöngin kostar helvíti mikið, það veit ég... en ég næ bara ekki að vakna, þetta er svo skemmtilegur draumur... en nú er einhver kona farin að sparka í mig, það er svona gott/vont

Brattur, 11.6.2007 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband