Saga án boðskaps og án endis

Hann stóð útí í garði með teygjubyssu... skaut á alla fugla sem flugu yfir og öskraði á þá;

Og hafðu það ófétið þitt.

Á meðan sat Bonna nágrannakonan við eldhúsgluggan með Öldu frænku og hneykslaðist...

Sjáðu hann Kobba vitleysing, af hverju lætur hann ekki þrestina í friði... honum væri nær að skjóta þessar stóru hunagnsflugur sem eru allt að drepa...  ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá eru það stórar hunangsflugur...

Á meðan konurnar horfðu á Kobba skjóta fugla með teygjubyssu kom Pósturinn hjólandi eftir götunni með ábyrgðarbréf... hann hjólaði framhjá húsinu hans Kobba og framhjá Öldu og Bonnu nágrannakonu og nam ekki staðar fyrr en fyrir framan húsið hjá Óla organista...

Kobbi hætti að skjóta og kerlingarnar hlupu frá eldhúsglugganum inn að stofuglugganum til að fylgjast með Póstinum afhenda Óla organista ábyrgðarbréfið.
.

 Envelope

.

Óli kvittaði fyrir bréfinu og opnaði það á stéttinni. Pósturinn horfði á hann, kerlingarnar horfðu á hann og Kobbi vitleysingur horfði á hann...

Óli las bréfið, horfði til himins og spennti greipar... áhorfendur voru ekki vissir um hvort hann brosti eða hvort hann var með grátstafina í kverkunum...

Það var eins og heimurinn stæði á öndinni... þröstur lyfti sér af grein og flaug yfir Kobba vitleysing og skeit. Hann hitti beint ofan í hálsmálið... Kobbi ærðist, bölvaði og ragnaði og reyndi að þurrka af sér skítinn. Á sama andartaki hringdi síminn hjá Bonnu nágrannakonu meðan Alda vinkona hellti kaffi í bolla og kveikti sér í sígarettu...

Þau misstu öll af því þegar konan hans Óla organista kom út á stétt, las bréfið og sló hans svo utanundir...
.

 skogarthrostur

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

... svo fast að smellurinn heyrist enn.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 03:31

2 Smámynd: Þór Ómar Jónsson

pípandi snilld!

Þór Ómar Jónsson, 24.5.2010 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband