Ánamaðkaheimspeki

Jæja, þá er maður vaknaður einu sinni enn eins og stendur í blúskvæðinu.

Ég vaknaði í morgun eins og ég vaknaði í gær og ef ég vakna aftur á morgun þá hef ég vaknað þrjá daga í röð.

Maður er stundum svo ferskur á morgnana í hausnum en núna er ég bara með hausverk... ekki það að ég hafi verið á fylliríi í gær, nei þetta er bara svona óþarfa hausverkur... þrátt fyrir hann hef ég verið að hugsa ýmislegt eins og t.d. hvernig skyldu ánamaðkarnir hafa það... hvernig ætli það sé að vera ánamaðkur og vera alltaf á kafi í mold og drullu... þeir vita ekki einu sinni að það eru að koma Páskar... svo eftir langan vetur þegar greyin langar að koma upp á yfirborðið og kanna ástandið þá eru þeir étnir af hettumávum... hvers konar líf er þetta eiginlega... svo erum við mannfólkið að kvarta undan því hvað við erum blönk.

Já, svona var ég að hugsa í morgun. En núna finn ég að ég er að verða svangur og langar í te og ristað brauð með sveitaosti og ef ég væri ekki í aðhaldi þá fengi ég mér blandaða berjasultu ofan á.

Svo hugsaði ég aðeins um Guð í morgun líka... ég var að spá í af hverju enginn annar en hann heitir Guð... ætli mannanafnanefnd banni það ? En samt má heita Guðfinna og Guðgeir og Guðsteinn og Guðríður og Guðmundur, það verður bara alltaf að vera eitthvað fyrir aftan Guð.

Að lokum vona ég að dagurinn ykkar allra verði góður og ef að eitthvað bjátar á hugsið bara um ánamaðkana.
.

Tevez

.

Betra er að vera blankur en ánamaðkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nafn guðs endar á 'ð' og því hlýtur guð að vera hvorugkyns. það guð, en ekki hann Guð. þess vegna hefur mannanafnanefnd ekki lögsögu í málinu, því menn eru einungis karl- eða kvenkyns. aldrei hvorugkyns.

guð er suð.

en hvað varðar ánamaðkana þá höfum við marga frændur þeirra mitt á meðal vor, í líki mannfólks. þeir kallast bjánamaðkar (áður útrásarvíkingar)

Brjánn Guðjónsson, 13.3.2010 kl. 13:09

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Mér sýnist nú best ad vera kisa, í Borgarnesi. Já blessadur madkurinn. Ef fuglinn ekki étur hann, er hann tekinn og thraeddur upp á krók sem agn. Engist thar um á sitt hvorn enda, thvi ekki getur engst um á hael og hnakka. Já....thetta er alveg hárrétt hjá thér Brattur. Thad er betra ad vera blankur. Eigdu gódan dag í dag sem adra daga og megirdu vakna sem oftast karlinn minn. Hvar er annars best ad fara i veidi seinni partinn i maí?

Halldór Egill Guðnason, 14.3.2010 kl. 15:27

3 Smámynd: Brattur

Seinnipartinn í maí... hmm... það er full snemmt í bleikju eða lax... hinsvegar má alltaf finna staði fyrir urriða eða sjóbirting á þessum tíma... eigum við að skella okkur saman félagi ???

Brattur, 14.3.2010 kl. 16:05

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Thad er hér med faert til dagbókar, ad fyrirhugud sé veidiferd seinni hluta maímánadar 2010. Veidifélagi, Brattur. Líst vel á thad. Kannski sjáum vid koflóttan hest eda getum skotid lóu í leidinni? Ég sé um raudvínid! Thú sérd um madkinn....Thetta gaeti ordid spennandi. Tveir blankir og madkur.  

Halldór Egill Guðnason, 14.3.2010 kl. 16:21

5 Smámynd: Brattur

Glæsilegt !!! Nú þarf bara að finna réttu ánna... ég hef nú leitina og læt þig fylgjast með...

Brattur, 14.3.2010 kl. 20:12

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Thetta verdur bara gaman. Reyndu annars ad finna tha einhverja á sem er eiginlega algerlega pottthétt ad fá fisk í ;-)

Halldór Egill Guðnason, 14.3.2010 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband