Vaknaði dauður

Hann hafði oft heyrt... einn daginn vaknar maður dauður...

Hið ótrúlega gerðist svo einn morguninn. Hann vaknaði dauður.
Hann var rosalega hissa, því á dauða sínum hafði hann ekki átt von. Hann hafði bara engan tíma til að vera dauður. Það var svo margt sem hann hafði ætlað að gera í dag og framtíðarplönin voru mörg.

Í dag hafði hann t.d. ætlað að baka pönnukökur handa fjölskyldunni. Nú myndu þau ekki fá ylvolgar pönnukökur... nei dagurinn hjá fjölskyldunni færi bara í það að gráta hann... eða myndi kannski enginn gráta ? Kannski myndi enginn sakna hans?

Hann hafði áhyggjur... það yrði ferlegt ef enginn myndi fella tár yfir honum svona nýdauðum.

Æi, góði Guð ekki taka mig strax, leyfðu mér að lifa lengur... nú sé ég hvað ég er vitlaus, nú sé ég hvað ég hef gert rangt... ég skal lifa miklu betra lífi ef þú hleypir mér aftur inn í lífið...

Allt í einu var Guð staddur við hlið hans... ertu svona lítill Guð ? Ég hélt þú værir miklu stærri.
Stærðin skiptir ekki máli, svaraði Guð... það er þinn innri maður sem annað hvort er stór eða lítill...

En snúum okkur að alvörunni, hélt Guð áfram... ef ég hleypi þér aftur inn í lífið þá verður þú að gera eitt fyrir mig... já, ekkert mál Guð minn góður... og hvað er það ?

Hann Lykla Pétur þarf að komast í sumarfrí og mig vantar ábyggilegan mann til að leysa hann af... og hvenær fer hann í sumarfrí ? spurði maðurinn. Eftir 30 ár svaraði Guð litli...

Maðurinn vaknaði upp með andfælum, sveittur frá hvirfli til ilja... þetta var skrítinn draumur, hugsaði hann... þetta var ekki draumur sagði þá Guð sem en stóð við rúmið... en nú þarf ég að drífa mig... sé þig eftir 30 ár við hliðið... og notaðu nú tímann vel... það eru ekki allir sem fá 30 ár gefins frá mér...

Hann horfði á eftir Guði sínum líða út um gluggann... dreif sig fram í eldhús og byrjaði að baka pönnukökur...
.

God&GoddessMeru

.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Gulli litli, 13.2.2010 kl. 13:00

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Algjör snilldin.

Jón Halldór Guðmundsson, 13.2.2010 kl. 14:17

3 Smámynd: Hilda Jana Gísladóttir

Flott saga. Hefði samt ekki verið betri endir ef hann hefði breytt einhverju mikilvægu í lífinu  - einhverju sem hann sá eftir og hefði vegna draumsins og þess tækifæri sem hann fékk orðið betri maður - í staðinn fyrir bara að fara að gera pönnukökur?

Hilda Jana Gísladóttir, 14.2.2010 kl. 10:42

4 identicon

Hehehe ;-)

Hrabba (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 12:46

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.2.2010 kl. 13:41

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

 Margur gefið minna og séð eftir því.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 15.2.2010 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband