Drekka prestar Kristal ?

"Það sést hverjir drekka Kristal"

Þannig hljómar auglýsing um vatnsdrykk með sætu- og bragðefnum í.

Ég ákvað um daginn að fara að fylgjast með fólki og athuga hvort ég gæti pikkað þá útúr sem drykkju Kristal.

Ég sá engan sem ég gat verið alveg viss um að drykki Kristal.

Hvaða tegund fólks drekkur Kristal... kannski prestar af því að orðið byrjar á Krist... ??? Nei bara segi sonna... ég held að flestir prestar drekki grænt te... eða jafnvel "Kiwi and Strawberry" te... ég held að prestum finnist rauðvín líka gott... og púrtvín... held að margir þeirra séu talsverðir sælkerar...

En ég ætlaði svo sem ekkert að fara að tala um presta... ég var að spá í hvort það sæist utan á fólki hvað það drekkur...

Svo fann ég einn... hann var fullur... og hélt á bjórdós... og þá var ég viss um eitt... þegar farið verður að auglýsa bjór... þá verður örugglega auglýst...

"Það sést hverjir drekka bjór"
.

 617.x600.Seek2.Beergut

.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  En sést hverjir borðuðu gull á tímum "tæru snilldar" Icesave?

Jens Guð, 12.2.2010 kl. 22:16

2 Smámynd: Brattur

Já, það örlar en á glampanum í augum þeirra

Brattur, 13.2.2010 kl. 01:55

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bjór auglýstur á Íslandi? Aldrei, enda algerlega bannað. Hér er bara auglýstur bjór sem lítur út fyrir að vera bjór en á ekki að vera það.

Annars er það mín skoðun að fáránlegt sé að banna auglýsingar á vöru sem löglegt er að selja.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.2.2010 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband