Allar grýlur dauðar !

Það er frábært að sjá og heyra að strákarnir hafa trú á verkefni morgundagsins. Held að Frakkarnir séu frekar sigurvissir og það er bara gott fyrir okkur.

Mikið rosalega er búið að vera gaman að fylgjast með þessum samstillta hópi sem landsliðið er.
Ekki má heldur gleyma þjálfurunum og öllum þeim sem að liðinu standa.

Danskir dómarar dæma leikinn... svo Danir laumuðu sér bakdyramegin í undanúrslitin eftir allt Smile

Gaman að vera eina Norðurlandaþjóðin sem kemst þetta langt.

Svíagrýlan er löngu dauð sem og sú norska og danska.

Það er að öllum líkindum bara eitt lið sem er einhver grýla í dag og það er Franska liðið.

Á morgun er komið að því að fella síðustu grýluna.
.

 180px-Grylan1.svg

.


mbl.is Stóra prófið eftir gegn Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Miðað við íþróttavit þitt í fótbolta óttazt ég nú allt, & finn fyrir feigð fyrirfram.

Steingrímur Helgason, 30.1.2010 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband