Ég og baunagrasið.

Ég vaknaði upp við það að ég var að klifra upp baunagras... ég var ekki lengur ég heldur Jói.

Af því að ég var búinn að gleyma sögunni um Jóa og baunagrasið vissi ég ekkert hvað ég átti að gera.

Ég ákvað samt af einskærri forvitni og þrátt fyrir að ég væri lofthræddur, að halda áfram að klifra upp grænt baunagrasið.

Það hlyti að vera spennandi að sjá hvar það endaði og hvað væri þarna uppi.

Mér datt í hug að þarna væri allt morandi í englum og kannski Lykla Pétur og Jesús sjálfur... sá yrði nú glaður að sjá mig.

Ég klifraði í gegnum skýin og furðaði mig á því hvað það væri heitt... allt í einu heyrði ég hlátur, hlátur í börnum ... ég var greinilega að nálgast toppinn... það var eitthvað skemmtilegt í gangi þarna uppi...

Baunagrasið teygði enda sinn inn um dyr sem voru á himninum. Ég togaði mig áfram og yfir þröskuldinn, lagðist á bakið og dæsti.

Þegar ég rankaði við mér stóðu tveir litlir englar yfir mér og horfðu á mig.
.

 072

.

Hvað ert þú að gera hérna skrítni maður... ég veit það ekki svaraði ég og brosti... en þið, hvað eruð þið að gera hérna ???

Við eigum heima hérna en erum á leiðinni til jarðarinnar sögðu englarnir, stelpa og strákur... við eigum bráðum að fara að fæðast... já, sagði ég, það líst mér vel á...

Megum við koma með þér þegar þú ferð aftur niður baunagrasið, spurðu litlu englarnir. Já, það megið þið svo sannarlega, svaraði ég.

Ég tók stelpuna í fangið en strákurinn hoppaði upp á bakið. Síðan renndum  við okkur niður baunagrasið.

Þegar niður var komið vorum við stödd á akri. Það var sól og golan var hlý. Neðan við akurinn var skógur. Skringilegir fuglar í öllum regnbogans litum flugu um loftin og sungu af hjartans list.
Ekkert hús var sjáanlegt og engin mannvirki.

Litlu englarnir gengu að mér og kysstu mig á sitthvora kinnina. Takk fyrir farið góði maður. Bless.

Svo hlupu þau hlægjandi eftir akrinum í átt að skóginum og hurfu úr augnsýn.

Bless hvíslaði ég út í hlýja goluna... bless.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband