Huglaus forseti.

Ég skammast mín fyrir huglausan forseta.

Hann hugsaði bara um eigin vinsældir en ekki hag þjóðarinnar þegar hann neitaði að skrifa undir lögin í dag. Hann er hluti af útrásarliðinu og hefur hagsmuna að gæta í málinu, enda tekur hann þessa ákvörðun til að reyna að líta betur út í sögubókunum.

Hann brast kjark á ögurstundu til að taka rétta ákvörðum fyrir þjóð sína.

Ólafur Ragnar Grímsson, Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tala allir um að nú verði hægt að sætta þjóðina. Eru þessir menn ekki jarðtengdir ?

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn bera mesta ábyrgð á hruninu. Fyrst skemma þeir og svo skemma þeir fyrir þeim sem eru að reyna að byggja landið upp að nýju.
Ætlar fólk að láta þá fíflast með sig mikið lengur ?

Ég held að nú verði sundrungin meiri og klofningur þjóðarinnar meiri en nokkur tíma fyrr. Það á að fara að etja þjóðinni saman í kosningabaráttu um Icesave, en málið hefur reynst okkur öllum mjög erfitt hingað til.
.

 

 Ólafur Ragnar Grímsson segi af sér

.


mbl.is Gríðarlega sterk viðbrögð erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér þótti nú forzeti minn & fyrirmenni vera frekar brattur....

Steingrímur Helgason, 5.1.2010 kl. 23:15

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Forsetin sýndi mikla dirfsku og þor með því að skrifa ekki undir þrælasamning Breta og Hollendinga. Brattur vertu brattur og nú skulum við sjá hvað setur.

Sigurður Haraldsson, 6.1.2010 kl. 00:50

3 identicon

Fyndið, ég er loks að einhverju byrjaður að fyrirgefa ÓRG fyrir útrásarsöng hans seinustu ár. Hann hlustaði á 20-25% af þjóðinni og kostaði það MIKLAR vinsældir allra vinstri manna sem voru ekki lengi að snúa við honum bakinu. Hann breytti rétt í dag(gær) og er ég honum mjög þakklátur.

Ein spurning sem ég legg vana minn á að spyrja vinstri menn þessa dagana. Ef stjórnin fellur og hægrimenn komast til valda, taka Icesave upp eins og vinstrimenn héldu á því, muntu styðja það frumvarp? Treysti því reyndar að enginn sé það illa skaddaður að taka það upp í núverandi mynd(ef til stjórnarslita kemur) en það er áhugavert að hafa þetta á riti samt og sjá hvað gerist næsta mánuðinn.

Gunnar (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 05:33

4 Smámynd: Brattur

Það er bara mesti óhugnaður sem hugsast getur að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn komist aftur til valda... sökudólgar hrunsins sem munu þá reyna að gera allt til að breiða yfir gjörðir sínar...
Það má aldrei verða að brennuvargarnir komist til valda og þykjast vera slökkviliðsmenn...

Brattur, 6.1.2010 kl. 07:55

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Guð, minn góður.  Ég er svartsýn fyrir hönd þjóðar okkar.  Ekki benda á mig, segir varðstjórinn.  Hundurinn, svínið og öll hin dýrin sögðu ekki ég, nema Litla gula hænan.

Kannski við ættum að leita hennar og fá hana til að moka skítinn eftir Davíð, Halldór, Valgerði, Árna Matt og þeirra fylgifénað og nú líka forseta vor. 

Ég gengst við því að hafa kosið ÓRG,  stutt hann í gegn um þykkt og þunnt.

Ég hef sett mig á lista með þeim sem vilja hann segi af sér.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.1.2010 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband