Færsluflokkur: Dægurmál

Hinu megin

Ég var að uppgötva það rétt í þessu að báðir eða bæði geta ekki verið hinu megin. Ég hef alla ævi verið haldinn þeirri ranghugmynd að þetta væri hægt.

Hinn verður að vera hérna megin, þá getur þetta alveg gengið. Þið skuluð prufa það heima hjá ykkur og þá helst í eldhúsinu. Munið bara að slökkva á hellunum fyrst.

Ef að annar er hinu megin, þá er hinn hérna megin. Það er eiginlega út á það sem þetta gengur.

Svo má einnig í þessu samhengi einnig minnast á þá sem geta verið vitlausu megin en þá þarft þú að vera öðru megin til að geta séð það.

Brattur, góður báðum megin.
.

smiley-confused

 


Raðmorðinginn

Einn daginn þegar ég var á heimleið þá fékk ég það á tilfinninguna að það væri bíll að elta mig.

Dökkur bíll var keyrði mjög nálægt mér síðasta spölinn í bæinn. Ég er lélegasti bílaþekkjari í heimi. Veit ekki hvort bíll heitir Toyota eða Mikki mús svo ég veit ekkert hvaða sort þetta var nema hvað að ég veit að margir bílar eru kallaðir Station og þetta var svoleiðis bíll.

Ég hægði á mér og gaf stefnuljós og vildi að bílinn færi framúr því mér fannst hann keyra óþægilega nálægt. Þá hægði hann á sér líka og vildi greinilega ekkert fara framúr.

Mér leið óþægilega og sá fyrir mér atriðið úr bíómyndum þar sem brjálaður raðmorðingi drepur alla sem honum er í nöp við út af einhverju sem gerðist í æsku hjá honum.

Kannski var honum illa við alla United menn ? Hann vissi að ég var eldheitur United maður, vissi örugglega allt um mig. Kannski er hann ennþá að hugsa um það þegar Forlán klobbaði Dúdek eða hvað hann hét þessi í Liverpool sem missti boltann alltaf í gegnum sig.
.

 _41105593_dudek

.

Ég keyrði upp að sjoppunni þegar ég var kominn í bæinn. Stationinn svarti ók löturhægt inn á planið.
Ég fór inn og keypti mér sígarettur, Marlboro. Keypti mér líka túnfisksamloku, maltöl í flösku og plástur.

Ég gekk aftur út á bílaplanið, setti upp sólgleraugu og kveikti í sígarettu. Óþokkinn í svarta bílnum skyldi sko sjá að hann var að kljást við alvöru karlmann sem væri ekki hræddur við neitt.

Stationinn var í góðri fjarlægð frá bílnum mínum og bara með kveikt á parkljósunum. Ég horfði á bílinn og reyndi að sjá inn. Rúðurnar voru dökkar svo ég sá ekkert inn.
Ég gekk hægum skrefum að svarta bílnum.

Framhald.

 


Flugarna i pottarna

Eins og allir vita þá yrkir Olaf Limstöm í gegnum mig og ekki nóg með það hann drekkur í gegnum mig líka.

Ég var í heitum potti í Húsafelli um helgina þegar Olaf tók yfirhöndina og orti í tilefni þess að mjög margar flugur voru að svamla í heita pottinum;

Flugarna í pottarna
de er svo mange
Flugarna í pottarna
Jeg er svo bange

Flugarna i pottarna
er flere en fimme
Flugarna i pottarna
de kann ikke swimme

Flugarna i pottarna 
de kann ikke söde
Flugarna i pottarna
er allesammen döde
.

 v-mask

.

 

 


Fólkið við fuglabjargið

Einu sinni var maður sem hét Deigan. Hann var stór og mikill vexti en þó aðeins nítján ára þegar þessi saga gerðist.

Hann bjó í grennd við fuglabjargið, þar sem skeglur og svartfuglar urpu.

Það var vor og allir karlarnir voru að undirbúa sig að fara að síga í bjargið. Ná í doppóttu eggin sem gáfu svo mikinn kraft að hann entist árið um kring.
Konurnar settu heitar, rjúkandi lummur í kökubox, kleinur, soðið brauð með kindakæfu og nokkra kaffibrúsa í poka.

Það var ekki laust við að þær væru stoltar af sínum mönnum.

Það var ákveðið fyrirfram hverjir myndu síga í bjargið og hverjir væru uppi á brúninni með kaðalinn.

Léttu og nettu mennirnir voru þeir sem áttu að síga... en alls ekki stóru mennirnir...

Ekki láta Deigan síga, hrópaði mamma hans á eftir hópnum þegar þeir gengu af stað.

En það er gömul saga og ný að karlmenn taka ekki nógu mikið mark á konum og þess vegna er nú heimurinn eins og hann er.
.

svartfuglsegg

.

Þegar komið var að bjargbrúninni vildi Deigan ólmur fá að síga... en þú veist hvað mamma þín sagði, sögðu bræður hans og frændur... já en mamma sér ekki alla leið hingað út á bjargið, svaraði Deigan... mig langar bara að prufa einu sinni...

Það varð því úr að þeir létu Deigan síga... sem þeir hefðu aldrei átt að gera.... kaðalinn slitnaði og Deigan hrapaði niður í fjöru... hann lenti á báðum fótum í sandfjörunni og sökk upp að höku...

Leiðangurinn breyttist nú í björgunarleiðangur þar sem bræður og frændur mokuðu sandinum frá Deigan með berum höndum... því engin fer með skóflu í eggjatöku...

Voru þeir tvo sólarhringa að moka Deigan greyið upp... gáfu honum lummur og kalt kaffi á meðan á mokstrinum stóð...

Það voru skömmustulegir karlar sem gengu í hlað á þriðja degi... konurnar biðu spenntar eftir að taka á móti hundruðum eggja... karlarnir útskýrðu hvað gerst hafði í löngu máli... voru með alls konar afsakanir og tipluðu í kringum sannleikann eins og þeir gátu... eftir smá yfirhalningu hjá kerlingunum tóku þær þá aftur í sátt... en héðan í frá myndu þeir aldrei framar láta Deigan síga... 

Síðan hefur ekki hvarflað að körlunum við bjargið að óhlýðnast konum og mega aðrar karltruntur hvar sem er á landinu taka þá sér til fyrirmyndar.


Þeir eru bestir

Sammála Evra... enda erum við báðir United menn... við Patrik viljum enga vuvuzela lúðra...það á að syngja baráttusöngva og þjóðsöngva á vellinum en ekki vera með þetta býflugnavæl...

Hugsið ykkur ef að allir kæmu með blokkflautur á þessa leiki... eða fiðlur...

En fyrst við erum komin á HM þá er ekki úr vegi að minnast á markið hans Ji Sung Park (sem er United maður eins og ég) í sigri S-Kóreu á Grikkjum. Algjörlega brilljant mark hjá Park.

Evra (sem er United maður eins og ég) var besti maðurinn á vellinum í núll núll leik Frakka og Urugvæ, minnir mig, en þar var Forlan (sem einu sinni var United maður eins og ég... ég hætti reyndar aldrei að vera United maður eins og sumir)... Forlan er bara ansi árans góður fótboltamaður. 

Rooney (sem er United maður eins og ég) var kannski ekki alveg nógu góður á móti USA en samt áberandi besti maðurinn á vellinum.

Javier Hernandez (sem er United maður eins og ég) bar af á vellinum eins og gull af eir þegar Mexico spilaði opnunarleikinn við S-Afríku.
.

c_documents_and_settings_gislig_samkaup_desktop_gogn-2007_anna_sparibaukar_blar-brattur_465598

.

Brattur (sem er United maður eins og ég) alltaf bestur.
.


mbl.is Vuvuzela bannað á leikjum HM?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigurður Kári

Fróðlegt að skoða hvað Sigurður Kári sagði í ræðu á Alþingi 11. maí árið 2005. Ræða um fjárframlög til stjórnmálastarfssemi.

Frú forseti. Í gær bárust fréttir af því að samkvæmt skýrslu Veraldarbankans búa Íslendingar við mestan efnahagslegan stöðugleika og besta réttarkerfi í heimi. Skýrslan leiðir líka í ljós að einungis tvö ríki heims af 219 standa okkur Íslendingum framar í baráttunni gegn spillingu.

Þessar fréttir eru afar ánægjulegar en hins vegar hafa hér á Íslandi fulltrúar ákveðinna stjórnmálaflokka haldið því fram um nokkurt skeið að það kerfi sem við búum við varðandi fjármögnun og fjármál stjórnmálaflokkanna ali á spillingu í stjórnmálum. Ég verð að segja að oft mætti af þessum málflutningi ætla að við værum að taka umræðuna í vanþróuðu og spilltu þróunarríki en ekki framúrstefnulegu vestrænu menningarsamfélagi. Sem betur fer sýnir þessi skýrsla Veraldarbankans annan raunveruleika.

Svo mörg voru þau orð  Sigurðar Kára.

Eigum við að ræða þetta eitthvað frekar ?


mbl.is „Pólitískt áhlaup á mig"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seinn að fatta

Stundum tekur það áratugi fyrir mig að skilja hlutina.

Þegar maður drekkur einn bjór þá gerist ekki mikið.

Ef maður drekkur kippu af bjór, þá kippir maður.

Rosalega var ég lengi að fatta þetta.
.

beer101logo1

.


Hundsvit

Ég var orðinn hálf hræddur um að Je Nes Sais Quoi myndi bara rústa keppninni... það hefði orðið persónulegt áfall fyrir mig því ég var aldrei ánægður með lagið... finnst það hálfgert Júrukúlupopp... en Hera gerði lagið í raun betra en það er með mjög góðum flutningi.

Í Júrovisionpartíi fjölskyldunnar veðjaði hver og einn á lag.

Engin spáði Þýskalandi sigri... en tíkin hún Femína sagði að Tyrkland myndi vinna. Hún tjáði sig um það með því að dilla skottinu meira, já miklu meira en þegar önnur lög voru flutt.

Tyrkland varð í öðru sæti svo Femína vann keppnina hérna í Mávastellinu.

Við hin urðum að bíta í það súra epli að hafa ekki hundsvit á lögunum.
.

_korfu

.

Hér er svo sigurvegarinn morguninn eftir, hálf dösuð eftir nóttina en alsæl eins og fegurðardrottning eftir krýningu.

 


mbl.is Svona er þetta bara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af Páli Sófussyni og Óla Þorsteins

Hunangsflugan átti heima í Reynitrénu rétt hjá kartöflugarðinum.

Í kartöflugarðinum var borg ánamaðka.
Þar giltu engar umferðareglur og enginn vissi hvað snéri fram eða aftur.

Svo fór að rigna. Ánamaðkarnir skriðu upp úr blautum holum sínum. Þá komu þrír hettumávar og átu þá alla.

Hettumávarnir flugu síðan í burtu. Þeir hefðu aldrei komið við sögu ef ekki hefði rignt.

Hunangsflugan hefði heldur ekkert komið við sögu nema af því að hún átti heima rétt hjá kartöflugarðinum.

Þessi saga hefði ekki orðið neitt, neitt nema af því að Óli Þorsteins plantaði Reynitrénu fyrir tuttugu og sjö árum og Páll Sófusson stakk upp kartöflugarðinn ellefu árum síðar.
.

hettumafur

.

 

 


Saga án boðskaps og án endis

Hann stóð útí í garði með teygjubyssu... skaut á alla fugla sem flugu yfir og öskraði á þá;

Og hafðu það ófétið þitt.

Á meðan sat Bonna nágrannakonan við eldhúsgluggan með Öldu frænku og hneykslaðist...

Sjáðu hann Kobba vitleysing, af hverju lætur hann ekki þrestina í friði... honum væri nær að skjóta þessar stóru hunagnsflugur sem eru allt að drepa...  ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá eru það stórar hunangsflugur...

Á meðan konurnar horfðu á Kobba skjóta fugla með teygjubyssu kom Pósturinn hjólandi eftir götunni með ábyrgðarbréf... hann hjólaði framhjá húsinu hans Kobba og framhjá Öldu og Bonnu nágrannakonu og nam ekki staðar fyrr en fyrir framan húsið hjá Óla organista...

Kobbi hætti að skjóta og kerlingarnar hlupu frá eldhúsglugganum inn að stofuglugganum til að fylgjast með Póstinum afhenda Óla organista ábyrgðarbréfið.
.

 Envelope

.

Óli kvittaði fyrir bréfinu og opnaði það á stéttinni. Pósturinn horfði á hann, kerlingarnar horfðu á hann og Kobbi vitleysingur horfði á hann...

Óli las bréfið, horfði til himins og spennti greipar... áhorfendur voru ekki vissir um hvort hann brosti eða hvort hann var með grátstafina í kverkunum...

Það var eins og heimurinn stæði á öndinni... þröstur lyfti sér af grein og flaug yfir Kobba vitleysing og skeit. Hann hitti beint ofan í hálsmálið... Kobbi ærðist, bölvaði og ragnaði og reyndi að þurrka af sér skítinn. Á sama andartaki hringdi síminn hjá Bonnu nágrannakonu meðan Alda vinkona hellti kaffi í bolla og kveikti sér í sígarettu...

Þau misstu öll af því þegar konan hans Óla organista kom út á stétt, las bréfið og sló hans svo utanundir...
.

 skogarthrostur

.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband